Vikan - 12.04.1945, Blaðsíða 6
6
YTKAN, nr. 15, 1945
Bobby þagði aftur i nokkrar mínútur. Svo sagði
hann:
„Munduð þér kalla tnanninn yðar afbrýðiasam-
an mann?“
Honum til nokkurar undrunar svaraði hún:
„Já. Hann er mjög afbrýðigamur.
„Afbrýðisamur, til dæmis, út af yður?“
„Þér eigið við, jafnvel þó honum þyki ekki
vænt um mig? Ó, já, hann mundi vera afbrýði-
samur þrátt fyrir það. Ég er eign hans, skiljið
þér. Hann er undarlegur maður — mjög undar-
legur."
Hún skalf.
Svo spurði hún allt í einu:
„Þér eruð ekki á nokkurn hátt í þjónustu lög-
reglunnar, er það?“
„Ég? Ó, nei!“
„Mér datt í hug. Ég á við —.“
Bobby horfði á bilstjórabúninginn sinn.
„Það er nú nokkuð löng saga,“ sagði hann.
„Þér eruð bifreiðastjóri hjá lafði Frances
Derwent, er ekki svo? Gestgjafinn héma sagði
það. Ég hitti hana um daginn.“
„Ég véit það.“ Hann þagnaði. „Við verðum
að ná í hana,“ sagði hann. „En það er dálítið
erfitt fyrir mig að gera það. Haldið þér, að þér
vilduð gjöra svo vel að hringja í hana og biðja
hana um að koma og hitta okkur einhvers staðar
úti?“
„Ég skal reyna að gera það —,“ sagði Moira
hægt.
„Ég veit, að yður hlýtur að finnast þetta af-
skaplega undarlegt. En það verður öðruvísi, þegar
ég verð búin að útskýra það fyrir yður. Við
verðum að ná í Frankie eins fljótt og mögulegt
er. Það er nauðsynlegt.“
Moira stóð upp.
„Jæja, ég skal gera það,“ sagði hún.
Hún hikaði með höndina á hurðarhúninum.
„Alan,“ sagði hún, „Alan Carstairs. Sögðust
þér hafa séð hann?“
„Ég hefi séð hann,“ sagði Bobby hægt. „En
ekki nýlega."
Og hann hugsaði með kvíða:
„Hún veit auðvitað ekki, að hann er dáinn . ..“
Hann sagði:
„Hringið í lafði Frances. Svo skal ég segja
yður frá öllu.“
19. KAFLI.
ZZZ? Þriggja imuimi ráðstefna.
~~Moira kom aftur nokkrum mínútum seinna.
„Ég náði i hana,“ sagði hún. „Ég baö hana um
að koma og hitta mig í litla lystihúsinu niður við
ána. Henni hlýtur að hafa þótt það undarlegt,
en hún sagðist jioma."
„Þgð er gqtt,“ sagði Bobby. „En hvar er nú
þessi stuður?"
1 Moira lýsti honum nákvæmlega og leiðinni
þangað.
„Allt í lagi,“ sagði Bobby. „Þér farið fyrst.
Ég kem á eftir.“
Þau fylgdu nú þessari áætlun, Bobby varð eftir
til þess að spjalla dálítið við Askew.
„Skrýtin,“ sagði hann, „þessi frú Nicholson, ég
vann áður hjá frænda hennar, kanadískum
manni.“
Honum datt nefnilega í hug, að heimsökn Moiru
til hans gæti vakið umtal, og hann viidi sizt af
öllu að slíkt tal bærist til eytna Nicholsons.
„Nú það er þannig?" sagði Askew. ,,Ég var’
dálítið hissa.“
„Já,“ sagði Bobby. „Hún þekkti mig og kom til
þess að vita, hvað ég væri að gera núna. Hún er
góð og skemmtileg kona.“
„Já, mjög skemmtileg. Það getur ekki verið
skemmtilegt líf hjá henni á Herragarðinum."
„Ekki get ég ímyndað mér það,“ samþykkti
Bobby.
Hann fann nú að tilganginum var náð, hann
gekk út úr þorpinu og reikaði eins og stefnulaust
í þá átt, sem Moira hafði sagt honum.
Honum gekk vel á stefnumótsstaðinn og f’ami
hana þar, sem hún beið eftir honum. Frankie var
ekki ennþu komin.
Moira hc. "ði hreinskilnislega spjrrjandi á hann.
og Bobky fann að hann neyddist til þess að tak-
ast á hendur það erfiða verk að gefa skýringu
á málinu.
„Það er svo hræðilega margt, sem ég þarf að
segja yður,“ sagði hann og þagnaði klaufalega.
„Já?“
„1 fyrsta lagi,“ sagði Bobby, „þá er ég ekki bíi-
stjóri, þó að ég vinni á bílaverkstæöi í London.
Og nafn mitt er ekki Hawkins — það er Jones —
Bobby Jones. Ég er frá Marchbolt i Wales.“
Moira. hlustaði á hann með eftirtekt, en það
var auðséð að hún tók ekkert sérstaklega eftir
því þó hann nefndi Marchbolt. Bobby herti upp
hugann og tók að segja frá mergi málsins.
„Heyrið þér, ég er hræddur um að það, sem
ég ætla að segja yður verði yður til mikillar
sorgar. Þessi vinur yðar — Alan Carstairs —
hann er, já, þér verðið að fá að vita þaö —- hann
er dáinn.“
Hann fann viðbragðið, som hún tók og leit
kurteislega undan. Varð henni svona mikið um
það? Hafði hún verið — ástfangin af þessum
manni?
Hún var þögul dálitla stund, svo sagði hún
með lágri röddu:
„Það var þá þess vegna, sem hann kom aldrei
aftur ? Ég furðaði mig á því.“
Bobby áræddi að gjóta augunum til hennar.
Hann varð djarfari. Hún virtist vera sorgmædd
og hugsi — en það var allt.
„Segið mér frá því,“ sagði hún.
Bobby gerði svo.
„Hann hrapaði fram af kletti i Marchbolt —
þar sem ég á heima. Qg það vildi til að ég og
læknirinn fundum hann.“ Hann þagnaði og bætti
svo viö: „Hann var með mynd af yður i vas-
anum.“
„Var það?“ Hún brosti blitt en dapurlega.
„Elskulegi Alan, hann var mjög trygglyndur."
Það var þögn dálitla stund og svo spurðl hún :
„Hvenær vildi þetta til?“
„Fyrir mánuði síðan. Það var i október.“
„Það hefir verið rétt eftir að hann kom hingað."
„Já. Minntist hann nokkuð á það, að hann ætl-
aði til Wales?“
Hún hristi höfuðið.
„Þér þekkið liklega engan að nafni Evans?“
sagði Bobby.
„Evans?“ Moira reyndi að rifja það upp fyrir
sér. „Nei, það held ég ekki. Það er auðvitað mjög
algengt nafn, en ég man ekki eftir neinum. Hvað
er hann?“
„Það er einmitt það, sem við vitum ekki. En
þama kemur Frankie.“
Frankie kom hlaupandi eftir stignum. Á and-
liti hennar sáust margvislegar skapbreytingar,
þegar hún sá Bobby og frú Nieholson, sem sátu
og voru aö spjalla saman.
„Halló, Frankie,“ sagði Bobby. „Ég er fegimi
að þú ert komin. Við þurfum að hafa hér mikla
ráðstefnu. Til að byrja með þá er það frú
Nicholson sem ljósmyndin er af.“
„Ó!“ sagði Frankie tómlátlega.
Hún leit á Moiru og fór svo allt í einu að
hlæja.
„Elsku vinur,“ sagði hún við Bobby. „Nú skil
ég hvers vegno þér brá svona við, þegar þú sást
frú Cayman!"
„Alveg rétt,“ sagði Bobby.
Bölvað fifl hafði hann verið. Huemig hafði hon-
um getað dottið það x hug að nokkur timl gæti
breytt Moim Nicholson í Amaliu Cayman?
Erla og
unnust-
i 1111.
Teikning eftir
George MeMam*».
Oddur: En ég var búinn að fá fri ég ætla til unnustunnar. Hershöfðinginn: Gerið fyrst hreint í fremra herberg-
Hermaður: Heyiðirou ekki, hvað ég sagði? Þú átt að fara, asn- inu —
inn þinn, í skrifstofu hershöfðingjans og taka þar til! Oddur: Já, herra —
Oddur: Og Erla heldur ai ég :;c í heiðar-
legri striðsvinnu og svo bíður hún eftir
mér
Hcishöfðinginn: Reynið þér nú að gera þetta
ainxennilega — hreinslð vel i öllum homum og
þurrkið svo af skrifborðinu —
Erla: Elsku hjartað mitt, þú eit svo þreyttlir og
hvemig stendur á því, að þér seinkaði svona?
Oddur: Ég hefi verið hjá hershöfðingjanum í allan
dag — ég þurfti svo margt að gera fyrir hann
hann getur varla án mín verið —