Vikan - 12.04.1945, Side 12
12
VIKAN, nr. 15, 1945>
velkomna. Og svo á ég dálítið af peningum sjálf;
svo að ég verð þeim ekki alveg háð. Og ef ein-
hvem tíma yrði nauðsynlegt —
,,Ég er sannfœrð um, að þau eru mjög elskuleg.
Bn þú ert svo áköf. Ef þú vildir bara bíða dálítið."
lrÉg hefi beðið eftir Eden i öll þessi ár!" sagði
Alayne og roðnaði, „ég skil það núna. Hvorugt
okkar langar til að eyða.tímanuni. Þegar við er-
um búin að gifta okkur, ætlum við að heimsækja
fjölskyldu hans, og svo ætlar Eden að vita hvort
hann fær ■ ekki eitthvað að' gera. Ef hann fær
ekkert, sem er svo gott, að hann hafi nóg til
þess að stunda list sina, eða ef mér líkar ekki að
vera í Kanada, þá förum við aftur til New York.
Ég veit, að hann getur vel fengið eitthvað starf
hjá Cory — en ég vil ekki að hann þurfi að gera
eitthvað, sem væri honum haft um fót. Ég vil
að hann lifi fyrir list sína."
Ungfrú Trent hreyfði hendumar dálitið óþolin-
móð. Og svo þrýsti hún Alayne að sér.
„Þið emð elskuleg!" sagði hún, „og þetta lag-
ast áreiðanlega allt. Og hvers vegna ætti maður
að eyða tímanum til ónýtis, þegar maður er ung-
ur og fallegur."
Hún skildi að tilfinningar Alayne í garð Edens
vom svö sterkar og dásamlegar, að það væri
ómögulegt að tala um fyrir henni. Alayne sjálfri
fannst hún stundum vera alveg utan við sig. Hann
var ungur sólarguð, sem hafði leyst hjarta in'.mar
úr læðingi; hann var snillingur; hann var sól-
brenndur, eigingjam, Kanadamaður, sem hafði
ekki fengið allt of gott uppeldi; hann var blá-
eygt, klaufalegt barn; hann gat allt i einu orðið
tilfinningalaus Breti. Þegar hún hafði verið með
honum um kvöld, þá gat hún ekki sofnað fyrir
þvi, að hún var alltaf að hugsa um hann. Munnur
hennar varð blíðari, kvenlegri, þegar hún hugsaði
um hann.
Eden byrjaði bréf sitt til Möggu með hjart-
slætti, þar sem hann sagði frá trúlofun sinni. En
þegar hann var búinn að skrifa dálítið varð hann
djarfari, og hann sagði frá fegurð Alayne, alúð
hennar og áhrifamiklum vinum, sem mundu geta
hjálpað honum mikið. Og hún væri sjálfstæð fjár-
hagslega séð, ekki erfingi eða rík stúlka; en þó
þannig að hún mundi verða honum til stuðnings
fremur en hindrunar. Magga yrði að trúa honum,
þegar hann sagði, að hún væri fyrirmynd.
Fjölskyldan á Jalna, sem alltaf var auðtrúa og
hafði hugmyndaflug, sem auðveldlega varð fyrir
áhrifum, greip með áfergju hugsunina um að fá
rilía mágkonu. Þau voru nefnilega strax sammála
um, að Alayne væri rík og Eden af einhverri
ástæðu vildi leyna þvi fyrir þeim.
„Hann er hræddur um, að einhver okkar vilji
fá lánaða peninga hjá henni," sagði Piers háðskur.
„Hann mundi aldrei vera svo vitlaus að kvæn-
ast, ef stúlkan ætti ekki peninga," muidraði
Nikulás.
„Hann hefir auðvitað sigrað hana með snilh-
gáfu sinni, útliti og elskulegri framkomu," sagði
Magga og brosti blítt. „Ég skal taka vel á móti
henni. Hver veit nema hún geti gert eitthvað
fyrir litlu greyin. Ameriskar konur eru þekkt-
astar fyrir gjafmildi sina. Wakefield er veikgerð-
ur og hann er indæll. Finch er —
„Hvorki veikgerður né indæll," skaut Renny
inn í, og Finch, sem sat út í einu hominu með
latínuna sína, roðnaði og gaf frá sér hálfánægt
en hálf ólundarlegt hljóð.
Amma kallaði: „Hvenær kemur hún? Þá ætla
ég að vera með gula kappann með fjólubláu bönd-
unum."
Piers sagði: „Eden hefir alltaf verið áhrifa-
gjarnt fífl. Ég er viss um að hann hefir ekki látið
á móti sér í þetta skipti." Hann vonaði að Eden
hefði ekki valið vel, því að honum þótti sárt að
hugsa til þess að unnusta Edens yrði tekið með
gleði af allri fjölskyldunni, þegar honum var allt-
af sagt, að hann hefði eyðilagt lif sitt.
Magga skrifaði svo Alayne þetta bréf og bauð
henni að búa á Jalna eins lengi og hana lysti. Hún
átti að álíta Jalna sem heimili sitt. Og öllum
þætti svo vænt um, að Eden væri orðinn ham-
ingjusamur. Alajme var mjög hrærð yfir bréfinu.
Það var svo gaman að sýna Eden New York,
leikhús, söfn og skemmtilegar, litlar testofur.
Þau gengu niður óhreinar. dimmar tröppur, þar
sem veitingastofurnar hetu nöfnum eins og „Pip-
arbaukurinn," „Guli hattarinn," eða „Grisinn og
flautan." Kvöld nokkurt v. u þau saman uppi á
tuttugustu hæð í bjartri ;1 ■' iabyggingu og horfðu
niður á götuna fyrir nrða.j, þar sem rafmagns-
ljósin á Hudson voru ein« og g.itrandi gimsteina-
band. Þau horðu á höfnma með ljósprýddum skip-
um og fjarlæga kirkjutuma, sem voru eins og
úr. ævintýralandi. í rökkrinu.
Hún fór með hann í heimsókn til föðursystra
sinna, sem bjuggu í húsi með rauðu þaki, það
var rétt hjá Hudsor.fljótinu. Þær voru stórhrifnar
af unnusta Alayne. Hann hafði svo þægilega rödd,
hann var svo lotningarfuilur við þær. Þó að þeim
þætti leitt, að Alayne færi svona langt í burtu, að
minnsta kosti um stundarsakir, fögnuðu þær
hamingju hennar. Þaer föðmuðu Eden að sér og
spurðu hann • margs nm- fjölskyldu hans. Eden
horfði forvitnislega í augu þessara tveggja gömlu
systra og hugsaði, hvort þær hefðu alltaf verið
svona alvarlegar, fínar og kurteisar. Jú, hann hélt
það. Hann hugsaði sér þær á litlum bamastólum,
þar sem þær léku sér með brúður með alveg sama
svip og nú. Þær voru heldur feitlagnar og í and-
litunum vom smá hrukkur. Þær greiddu gráa
hárið frá ehninu á nákvæmlega sama hátt. —;
Óbrotnir kjólar þeirra voru nákvæmlega í sam-
ræmi við litinn á veggfóðrinu og gluggatjöldun-
um í húsinu. Á veggjunum var mikið af svart-
krítarteikningum i svörtum römmum og kopar-
stungum af kirkjum í Evrópu, gömlum brúm og
landslögum. En þrátt fyrir það, að þær væru
strangar á svipinn, var Eden sannfærður um, að
þessar tvær konur væru ólæknandi rómantiskar.
Hann var hræddur um að hann gæti sagt eitthvað,
sem mundi móðga þær. Hann reyndi að lýsa ætt-
ingjum sínum eins eðlilega og venjulega. En það
var erfitt. Hann tók nú eftir því í fyrsta skipti
að þeir væru sérkennilegir og áberandi.
Fröken Harriet spurði: „Við skulum nú sjá til.
Þið eruð sex? En hvað það er gaman. Hugsa
sér, að Alayne skuli eignast bræður og systur,
Helen. Þegar hún var lítil bað hún alltaf guð
um að gefa sér systkini. Var það ekki, Alayne?"
,,Ég á bara eina systur," sagði Eden.
„Og hún skrifaði Alayne svo fallegt bréf," sagði
fröken Helen.
Fröken Harriet hélt áfram: „Og elzti bróðir
yðar tók þátt í striðinu?"
„Já, hann var í striðinu " svaraði Eden og
hugsaði til orðbragðs Rennj';
;,Og Alayne segir, að bróð nn, sem er næstur
á eftir yður sé kvæntur. Eg vona, að Alayne og
kdnan hans vei ði góðar \inkonur. Er hún á aldri
við Alayne? Hafið þér þekkt liana lengi?"
„Hún er sautján ára. Ég h... þekkt hana alla
ævi. Hún er dóttir eins ná mna okkar."
MAGGI
OG
EAGGI.
Teikning eftir
Wally Bishop.
í Sa?7
Systirin: Kjötið, sem slátrarinn sendi mér var
eins seigt og leður.
Raggi: Ertu viss um að það hafi verið kjöt?
Systirin: Já, auðvitað —.
Systirin: Skelfing er þetta heimskuleg spum-
ing! Heldurðu að ég þekki ekki kjöt?
Raggi: Jú, en þú varst að tala um leður —.
Raggi: — ég var svo hræddur um, að slátrar-
inn hefði sent þér fótboltann, sem ég sparkaði inn
um gluggann hjá honum í gær!
Hann minntist eitt an<;. -tak móttökunnar,
sem Piers og Dúfa höfðu ftn-.'ið, þegar þau gift-
ust. Hann mundi, hvernig \'e.s)ings Dúfa hafði
grátið og Piers staðið upp :: haldið um blæð-
andi eyrað.
„Ég er sannfærð um, að hen.'.i og Alayne muni
koma vel saman. Og svo eru \að tveir yngri
bræður. Segið okkur eitthvað frú þeim".
„Já, Finch er á — já, hann er á nokkuð erfið-
um aldri, fröken Archen. Enginn veit, hvað hann
getur orðið. Eins og stendur er hann í skóla.
Wake elskulegur litill drengur. Yður mundi
lítast vel á hann. Hann er of heilsulítill til þess
að ganga í skóla, og hann lærir hjá prestinum
okkar. Ég er hræddur um að hann.sé mjög latur,
en hann er ósköp góður, litla greyið."
„Ég er viss um að Alayne verður hrifin af
honum. Og svo eru þeir líka frændur. Ég er
fegin þvi, að þér eigið engar frænkur. Já, Alayne,
það er ekki lengra síðan en í morgun, að við
sögðum við hvor aðra, að við værum fegnar
því, að það væru engar frænkur. Við viljum
helzt ekki að þurfa að keppast við einhverja
um að eíga þig“.
„Og svo," skaut fröken Helen inn i, „er það
amma Edens. Er hún níutíu og fimm ára? Og
alveg andlega hress. Það er alveg sérstakt".
„Já, hún er hreinasta — mjög einstök gömul
kbna." Og hann sá hana fyrir sér með kappann
skakkan á höfðinu og Boney á öxlinni. Hann
stundi innra með sér og reyndi að lxugsa sér,
hvernig Alayne mundi lítast á fjölskyldu hans.