Vikan - 15.08.1946, Síða 7
VIKAN, nr. 33, 1946
7
MYND FRÁ DÁLEIÐSLUSKÓLA IV
Hér sést, er dávaldurinn segist vera fyndinn. Hinn skellihlær. Meðan menn
eru undir svona sterkum áhrifum finna þeir til einskis, sé þeim skipað það,
og þeir skjálfa, ef þeim er sagt að kalt sé, og svitna, ef sagt er að heitt sé.
Hann lauk upj> munni sínum, „Sælir eru friðflytjendur, þvi að
kenndi og sagði: „Sælir eru syrgj- þeir mimu Guðs synir kallaðir
endur, því að þeir munu huggaðir verða.“
verða.“
„Sælir eruð þér, þá er menn atyrða
„Sælir eru miskunnsamir, því að yður og ofsækja og talandi ljúgandi
þeim mun miskunnað verða.“ illt um yður min vegna."
1 Ameriku hefir karlmönnum, sem e'ru nýlausir úr herþjónustu verið leyfð innganga í kvennaskóla.
Er þetta bráðabirgðaráðstöfun, sem gerð var vegna mikillar aðsóknar. Myndin er frá kvennaskóla, þar
sem 85 ára venja var brotin á þennan hátt.
MYNDIR ÍJR
BLADAMANNABÓKINNI.
(Framhald af bls. 3).
blöð valdhafanna, þurrar og andlausar
upptalningar á fyrirmælum þeirra. Þjóð-
irnar hafa fyrirfram vitað að þau væru
ekki annað en skrifstofufyrirmæli og
stjórnarákvarðanir. Slík blaðamennska
hefur aldrei flutt vekjandi storm, aldrei
brotið nýjar brautir í andlegum og ver-
aldlegum efnum, en aðeins haft það hlut-
verk að halda því við sem var og liggja
sem mara á nýjum gróðri sem allt af hlýt-
ur að koma neðan úr þjóðlífinu sjálfu, en
ekki að ofan, frá valdhöfum, sem ríkja í
mætti ofbeldis og harðstjórnar.
Einn fremsti brautryðjandi íslenzkrar
blaðamennsku, Björn Jónsson ritstjóri,
sagði, er hann hóf starf sitt með útgáfu
fsafoldar: „Blöðin eru einskonar opin
bréf, ekki frá kansellíinu, heldur frá þjóð-
inni til þjóðarinnar, frá öllum til allra.
fsafold á að vera þjóðblað . . . ekki ein-
ungis blað fyrir alla þjóðina, heldur frá
allri þjóðinni . . .“ Og þetta ættu að vera
einkunnarorð allra íslenzkra blaðaútgef-
enda og blaðamanna. Blöðin eiga ekki að
vera opin bréf frá ,,kansellíinu“ heldur frá
þjóðinni til þjóðarinnar, vettvangur henn-
ar í umræðum um viðfangsefnin á hverj-
um tíma, orrustuvöllur fólksins, þar sem
það skýlmist með andlegum vopnum á
heiðarlegan hátt með aðeins eitt fyrir
augum: hag og líf þjóðarheildarinnar,
menningu hennar og framtíð."
Paganini og ökukarlinn.
Margar sögur eru sagðar um hinn fræga fiðlu-
leikara Paganini og fer hér á eftir ein þeirra:
Dag nokkum veifaði Paganini í vagn og bað
ökumanninn að aka sér til hljómleikahússins.
t>að var að visu ekki langt þangað, en hann varð
að hraða sér, því að áheyrendurnir voru þegar
búnir að fullskipa salinn og biðu þess með eftir-
væntingu, að listamaðurinn léki fyrir þá á einn
streng.
„Hvað kostar þetta," spurði hann ökumanninn.
Maðurinn, sem hafði þekkt listamanninn, svaraði:
„Tíu franka".
„Hvað segið þér, eruð þér að hæðast að mér.“
„Alls ekki. Þetta er það sama, sem þér takið
fyrir einn miða að hljómleikunum yðar."
Paganini þagði um stund, en rétti síðan öku-
manninum, vingjarnlegur á svipinn, riflega þókn-
un og sagði:
„Já, ég er fús til að greiða yður tiu franka
þann dag, sem þér akið mér til hljómleikahússins
á einu hjóli."