Vikan


Vikan - 15.08.1946, Blaðsíða 10

Vikan - 15.08.1946, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 33, 1946 Listin að lifa hamingjusömu hjónabandi, Lauslega þýtt samtál viö sœnska sálfrœðinginn dr. Pehr Henrik Törngren. ........................ ■' I • HEIIVI ■ ■ ■ ■ ■ .................■■■■■• MATSEÐILLINN. Eggjasúpa. 4 1. vatn, 125 gr. sagómjöl, 8 egg, S75 gr. púðursykur, 1% dl. rab- arbarEtóaft, kanill og sítrónubörk- ur. Vatnið er soðið í nokkrar minútur með kanilstöng og sítrónuberki og jafnað með sagómjöli, sem hrœrt hefir verið út í % 1. vatni. 8 eggja- rauður og 3 hvítur eru hrærðar ásamt púðursykrinum, þar til það er orðið hvítt, þá er stöðugt hrært í á meðan. 1 söpuna er látin 1% dl. rabbarbara- saft, og ef vill % 1. sherry. Hakkað kjöt. ye kg. svínakjöt, 400 gr. soðnar kartöflur, 75 gr. tvíbökumylsna eða hveitibrauð, 1 egg, mjólk, salt, pipar 50 gr. feiti, egg, tví- bökumylsna. Kjötið er þvegið og hakkað einu sinni í hakkavél ásamt kartöflunum, blandað tvíbökumylsnunni eða hveitl- brauðinu, sem bleytt hefir verið i mjólk.Eggið, sem búið er að þeyta, salt og pipar láUð saman við. Eins- laga stykki eru mynduð, vellt upp úr eggi og tvíbökumylsnu og steikt í fetti. Trifli. 260 gr. makarón 2 ;v. ‘ : iðar sherry, 2% dl...llu.... 2 blöð matarlím, ávaxtamauk, 114 dl. þeyttur rjómi. fíherryinu er hellt yfir makarón- urnaT, ac þær eru gegnblautar, eru þær látnar í glerskál og ofan á þær þunnt lag af ávaxtamauki, síðan er vanillukreminu, sem matarlímið hefir verið látið í, hellt ofan á ávaxtamauk- ið. Triflið er svo skreytt með þeytt- um rjóma. Kona nokkur kom inn í vinbúð og bað um tvær flöskur af gini. „Af hverju tvær“ spurði afgreiðslu- maðurinn, ,,þar sem þú ert bara ein?“ „Hún liggur fyrir utan,“ svaraði hún með fyrirlitningu. ILIÐ • Fallegur, hvítur samkvæmiskjóll. Rósimar á brjóstinu og neðan á jakk- anum eru úr hvítu „organdi", og er kjóílinn sléttur i bakið. „Við erum að safna skýrslum fyrir yfirvöldin. Hvað hafa sést margar lifandi rottur i þessu húsi síðastlið- inn hálfan mánuð?“ Huniininaiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ^ÐUR en greinarhöfundur, sem er þekktur sálfræðingur, reynir að byrja að leysa úr þeim vandamálum, sem fyrir kimna að koma í daglegu lífi, segir hann: Eg hefi rekið mig á það, að svona greinar i blöðum og tímaritum eru til tjóns fyrir marga lesendur, vegna þess að þær em svo almenns eðlis. Það, sem er eínum manni gagnlegt getur verið öðmm skaðlegt. Ef maður, sem tekið hefir ranga stefnu í lífinu, les grein al- menns eðlis, mistekst honum ef til viil enn frekar en áður, vegna þess að hann tileinkar sér almennar ráð- leggingar, sem alls ekki hæfa honum. Maður verður að vera varkár í orð- um sínum. Það gildir fyrir allar greinar um dagleg, sálfræðileg efni, en ekki sízt, hvað hjónabandið á- hrærir. Því 'að I dag er hjónabandið í meiri upplausn en nokkm sinni áður. Hugsið ykkur bara frelsi kon- unnar. Síðan kvenfrelsið varð til, þýðir ekki að hugsa sér annars kon- ar samlíf karls og konu en það, sem byggist á jafnrétti beggja aðila. Ég mæli kannske ekki með því fyrir alla í dag, því að fæst fólk er ennþá þroskað fyrir það, en ég er sann- færður um, að þróunin gengur í þá átt. Og það má teljast alveg áreið- anlegt, að í framtíðinni skapast eitt- hvert nýtt form á samlífi karls og konu í stað hjónabandsins, og það verður viðurkennt sjálfsagt. En hvað á að vera hið rétta tak- mark hjónabandsins ? 1 sumum til- fellum er hjónabandið eins og gagn- kvæmt andlegt uppeldi. Sérhver mað- ur leggur út í lífið með margvíslega galla, hefir í vissum tilfellum farið alveg villur vegar. Ánægjan af því að eiga sér lífsfömnaut er fólgin i því að vera hirtur og vísað inn á rétta leið. Það er innihald hjóna- bandsins. Hvor aðilinn um sig þarf að hafa hugsun á því að gera það bezta, sem unnt er úr hinum, en ekki að láta hann að öllu leyti afskipta- lausan í andlegu efni. En á hjónabandið ekki líka að vera uppeldisstofnun fyrir bamið? Það þarf ekki svo að vera í öll- um tilfellum. Hjónabandið er ekki heppileg uppeldisstofnun, ef það er til orðið einungis vegna barnsins. Mikill fjöldi af fyrstu börnum hjóna- bandsins fæðast innan níu mánaða frá því að vígslan gekk um garð, það er að segja, fólkið giftir sig í því skyni, að væntanlegt bam fæðist ekki sem lausaleiksbam. Það er sem sé aðeins að verða ytra form. En geti það ekki verið kjamgott eins og gamla kirkjuhjónabandið, byggt á gagnkvæmum vilja til persónulegs þroska, verður það innihaldslaust eins og gömul úrelt venja. Á hvers konar gmndvelli á þá að byggja hjónabandið ? upphafi, til þess að skilyrði sé fyrir þvi, að það geti orðið hamingjusamt? Á mismunandi gmndvelli. Fólk er svo mismunandi skapi farið. Fyrir draumlyndan mann hefir eldur ást- arinnar mest að segja. Fyrir hinn rólega og kalda ráða hin sameigin- legu áhugamál mestu og svo fram- vegis. Ekki er sama reglan öllum hæf. Em skilyrði fyrir því, að hjóna- bönd ungs fólks verði giftumeiri en þeirra, sem náð hafa hærri aldri? Líklega ekki, og ástæðan er eigin- lega sú, sem áður var getið. Ungling- ar hafa svo litla hugmynd um, hvert stefna skal, þeir eiga eftir að mót- ast af lífinu. Þeim getur farið svo, að elskendumir fjarlægist æ meir. Það getur komið í ljós, að ungt fólk á alls ekki saman, em andstæður, og geta því alls ekki lifað saman í hjónabandi, svo að lag sé á. Veldur mismunandi staða eða stétt nokkmm erfiðleikum? Oftast, en ekki miklum. Þunga- miðja hjónabandsins liggur í hæfni beggja aðila til að gera sér grein fyrir því mikilvægasta í lífinu, hafi sömu getu til að þroskast, verða eins við öllum áhrifum, svo að annað fjar- lægist ekki hitt. Af öllum atriðum, sem yfirleitt er hægt að draga sam- an í eina reglu, mega þessi áður- nefndu teljast veigamest. Og þau em óháð stéttamismun. Auka bömin hjúskaparhamingj- una? Sennilega oftast, en þó em til undantekningar. Ef hjónaband er í molum, getur bamið ekki orðið til að bæta það. Bamið hefir enga ánægju af því að lifa hjá foreldmm, sem aldrei geta setið á sárs höfði. Foreldramir verða að geta látið baminu eitthvað í té, og að vissu leyti látið það í friði líka. Hafa efnahagsleg viðfangsefni áhrif á hamingjuna? Oft mjög mikið. En orsökin getur átt sér dýpri rætur. Sé hjónabandið misheppnað geta efnahagslegar áhyggjur haft mikil áhrif á það. Það er ekki hægt að gefa neinar almennar reglur um það, hvemig forðast megi slíkt. En rétt er að benda á eitt atriði í sambandi við þetta og svo margt annað. Það er, að fólk kemur oft allt of seint til sálfræðingsins til þess að leita ráða hjá honum. Það er títt, að ekki sé um það hirt fyrr en komið er að skilnaði eða bamið er glatað. Fólkið segir: „Það hlýtur að vera ástæðu- laust að koma til læknisins heilbrigð- ur.“ Jú, fólk á einmitt að fara áður en vanheilsan steðjar að, strax þeg- ar erfiðleikar á því að leysa vand- ræðin birtast. Þá getur ráð, sem byggt er á vísindalegri þekkingu leyst vandræðin og komið til hjálpar, áður en allt er um seinan. 1 Ameriku em stofnanir, sem leið- beina unglingum áður en gengið er í hjónaband. Slík aðferð án reynslu gefur ekki miklar vonir um árang- Framhald á bls. 15. Biðjið verzlun yðar um Svefnpoka Tjöld Bakpoka og aðrar sport- a* vörur frá MAGNA H.F.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.