Vikan - 19.09.1946, Qupperneq 3
VIKAN, nr. 38, 1946
3
Siglufjörður
bœr síldarinnar
(Sjá forsíðu).
Athafnalífið á Siglufirði
varðar íslenzku þjóðina
miklu.
TVTokkrir staðir á þessu landi hafa náð
1 ” því að verða heimsfrægir. Má þar
nefna til dæmis Geysi og Heklu. Ekki skal
hér fullyrt, að Siglufjörður hafi náð þeirri
frægð, að vera þekktur um heim allan, en
hitt má fullyrða, að Siglufjörður er sá bær
á þessu landi, sem mest er þekktur erlend-
is, að okkar kæru höfuðborg undanskilinni.
En hvað er það, sem hefir gert Siglufjörð
svo frægan sem raun ber vitni ? Það er hin
fagra og feita norðlenzka hafsíld, sem
flest sumur veður upp að Norðurlandi í
tugmilljóna eða tug-biljóna tali.
Hundruð innlendra og erlendra veiði-
skipa leita til Norðurlandsins strax í júní-
lok ár hvert til að draga síldargullið úr
djúpi Ægi konungs. Flest árin veiðist mik-
ið, en fæst árin er veiðin lítil. Árið í ár og
fyrra eru fremur sjaldgæf hvað aflabresti
á síldveiðum viðvíkur.
Miðstöð allra þessara mörgu skipa á
sumrum er Siglufjörður.
Á Siglufirði í sumar. Allt í gangi í síldarbænum. Reykháfurinn, sem hæst ber á myndinni, tilheyrir
Síldarverksmiðju ríkisins. (Þorsteinn Jósepsson tók myndina).
Um hverja helgi leita hundruð erlendra
skipa hafnar. Má þar líta norsk, sænsk,
finnsk og færeysk skip, auk hinna íslenzku.
Er þá stundum þröngt á götum Sigluf jarð-
ar, því auk alls þess fjölda sjómanna, sem
leitar í land í hvíldartímum sínum, er og
allur sá fjöldi verkafólks, sem þangað
sækir til atvinnu yfir síldveiðitímann á
1 sumar er búið að salta á öllu Norðurlandi um 150 þús. tunnur, þar af á Siglufirði einum rúm
hundrað þúsund. Á myndinni sjást saltsíldartunnur, sem hafa verið fylltar. (Þorsteinn Jóseps-
son tók myndina).
Siglufirði. Hundruð síldarmeyja, sunnan,
vestan, austan og norðan að safnast þar
saman. Og ef síldin er næg er líka mikið
að þéna, því síldarsöltun þarf að vera
hraðvinna og er venjulega vel borguð.
Á Siglufirði eru margar síldarverk-
smiðjur. Islenzka ríkið hefir reist þar
margar • stórar verksmiðjur, og mun sú,
er nú er verið að ljúka við, vera ein stærsta
í Evrópu. Þá hefir Siglufjarðarbær reist
síldarverksmiðju, sem kölluð er „Rauðka“
(gamalt nafn).
Þegar allar þessar verksmiðjur eru í
gangi, er oft óþefur mikill, sem leggur .
hátt til lofts og vítt um f jörðinn. Aðkomu-
maður einn sagði, er samferðamenn hans
voru að fárast um ólyktina, „ó, þetta er
bara peningalykt“.
Þegar haustar að hverfa skipin heim,
sum langt yfir höfin blá, kvenfólkinu fækk-
ar á götunum, síldarbraggarnir tæmast,
ólyktin hverfur og Siglufjörður fær aftur
sinn venjulega haust-, vor og vetrarsvip.
Fyrir heimaverandi Siglfirðinga hlýtur
það að vera eitthvað tómlegt, þegar
haustar að og allt, sem gaf kaupstaðnum
líf og svip, er horfið. En ár kemur eftir
þetta ár, næsta vor kemur með vonir um
góðan afla. Undirbúningur er hafinn að
næstu vertíð. Sumarið kemur og þá kem-
ur líka síldin og eins og áður segir flest
árin mikil. Skulum við vona að næsta
sumar uppfylli betur vonir fiskimannanna
um mikla síldveiði, og miklar tekjur en
sumarið sem nú er að líða gerði.