Vikan


Vikan - 19.09.1946, Síða 4

Vikan - 19.09.1946, Síða 4
4 VIKAN, nr. 38, 1946 Karlmennirnir og konur þeirra Smásaga. ll/|'ADSEN fulltrúi.. komið þér hingað snöggvast! — Vill forstjórinn tala við mig? — Já! Fáið yður sæti og vindil . . — Þakka yður fyrir! — Ég ætla að tala við yður um áríðandi málefni . . . hvort ég eigi að gera yður eða Jörgensen að skrifstofustjóra í stað Marckmann, sem dó um daginn! — Já, það er óneitanlega mikilvægt mál- efni . . . bæði fyrir Jörgensen og mig! — Auðvitað, og ég get fullvissað yður um að ég tek ákvarðanir varðandi þetta með mestu alvöru og vona að þær verði fyrirtækinu í hag og þá ekki síður ykkur Jörgensen báðum — Ég efa það ekki! — Ég tel ykkur Jörgensen jafnhæfa til starfsins. — Það held ég líka og sú er einnig skoðun Jörgensen, því að ég hefi minnzt á þetta við hann. — Auðveldast væri fyrir mig að varpa hlutkesti um þetta, svo ég tæki ekki á mig neina ábyrgð. En ég held að það sæmi mér ekki sem forstjóra að forðast ábyrgðina. — Allir starfsmennimir við fyrirtækið vita að þér emð mjög réttlátur maður! — Það gleður mig að heyra það. En hvað er réttlæti í þessu máli? — Hvað okkur tvo snertir . . . — Ég ætla að stöðva yður strax . . . hér er ekki um tvo að ræða, heldur fjóra! — Hverjir eru hinir tveir? — Konan yðar og frú Jörgensén! — Eru skrifstofustjórar valdir eftir kostum eiginkvenna umsækjendanna? — Ekki eftir kostum þeirra, heldur teg- imd. Ég hef aðeins af yður að segja hér á skrifstofunni, en þó emð þér á þeim tíma undir sterkum áhrifum frá konu yð- ar og heimilisiífi ykkar. — Auðvitað. — Þar sem ég tel ykkur Jörgensen vera jafnfæra menn á allan hátt, hefi ég leyft mér að gefa konum ykkar nánar gætur . . . — Það var ef til vill þess vegna sem forstjórinn var svo vingjarnlegur að bjóða Jörgensen og mér, ásamt konum okkar, til hádegisverðar á laugardaginn var. — Einmitt. — Hvora konuna lízt forstjóranum betur á? — Þér misskiljið mig, Madsen. Málið er nú flóknara en það. Ég hækka ekki mann í stöðu fyrir það eitt að mér lítist á konu hans. — Fyrirgefið. — Þér eruð dálítið bráðlyndur og fljót- ur, svo að það er heppilegt fyrir mig að fá yður sem skrifstofustjóra, þar sem þér emð fljóthuga og líklegur til að vega upp á móti deyfð minni. — Á ég að skilja það sem svo, að þér hafið valið mig í stöðima? — Já, ef þér getið sætt yður við þá á- kvörðun, sem ég hefi tekið. — Hver er hún? — Þér eigið duglega og sparsama konu, Madsen, já, fyrirgefið þótt ég komist svo að orði um heimilishagi yðar . .. ! — Auðvitað, ég veit nú um ástæðuna! — Já, og vitið að það er ekki af forvitni, sem ég hefi gægzt í gegnum skráagöt á heimilum annarra manna, heldur af ein- lægri ósk að mér muni auðnast að vera sanngjam við yður og Jörgensen. Kona Jörgensen er, einnig viðkimnanleg, en hún er ekki góð húsmóðir. Jörgensen- fjölskyldan á í sífelldu stríði við að láta launin endast, en mér hefir skilizt að þér látið árlega talsverða upphæð í banka! — Já, dálítið . . . — Þér þarfnist ekki eins og Jörgensen að fá launahækkun . . . ? — Að vísu ekki . . . — Eða með öðmm orðum: frú Jörgen- sen þarfnast hennar, en konan yðar ekki! — Aftur á móti hefir mér virzt konan yðar mjög metorðagjörn, þegar þér emð annars vegar. — Ef til vill ... — En frú Jörgensen hugsar aldrei um þá hlið málsins! — Um það vitið þér betur en ég! — Þar sem ég held að þessar ályktanir mínar séu réttar, ætla ég að bjóða yður stöðu hins látna Marckmanns, en Jörgen- sen á aftur á móti að fá þær 2000 krónur, sem eru launamunur skrifstofustjóra og fulltrúa! — Þetta er eins og dómur Salomóns. — Þér virðist ekki vera rétt ánægður með þennan úrskurð? — Það er nú alltaf gott að fá launa- hækkun . . . — Ef þér viljið heldur fá launahækkun- ina, þá getið þér ekki hlotið stöðuna og þá virðingu, sem henni fylgir. Ef þér gang- ið að því, sem ég bauð yður áðan þá getið þér sagt konu yðar, að þér hafið fremur kosið virðinguna en peningana, og mun hún verða sammála yður. Aftur ámótimun frú Jörgensen verða himinlifandi yfir pen- ingunum og skeyta engu um virðinguna. — Þegar öllu er á botninn hvolft, er þetta ef til vill bezta úrlausnin . . . — Það gleður mig, að þér skulið skilja. hvað fyrir mér vakir. Þið megið vera kon- um ykkar þakklátir, því að ef þær hefðu báðar verið eyðslusamar eða metorða gjarnan hefði það verið ógjörningur fyrir mig að gera ykkur öllum til hæfis ... ! Og þá hefði ég orðið að veita Lauritzen stöð- una! — Honum höfum við gleymt! Hann er eins hæfur maður og við hinir. •— Ég hefi ekki gleymt honum, en hann er of hamingjusamur heima! Konan hans er bæði sparsöm og laus við metorðagirnd og er það of mikið af því góða. Ég vil held- ur fá skrifstofustjóra, sem hugsar um skrifstofuna, þegar hann er heima hjá sér, en skrifstofustjóra, sem hugsar um heim- ilið sitt á skrifstofunni. VEIZTU—? 1. Hvað hafa orustuskip venjulega marg- ar stórar fallbyssur? 2. Hvenœr gáfust Þjóðverjar upp við Stalingrad ? 3. Hver var Henry Morton Stanley? 4. Hverjum tókst fyrst að búa til not- hæfan kafbát og hvenær var það? 5. Hvað heitir stærsta vatn Afríku? 6. Hvað eiga selirnir marga kópa i einu? 7. Hvað þýðir nafmð á höfuðborg Argen- tinu, Buenos Aires ? 8. Hvaða mikill heimspekingur var kenn- ari Alexanders mikla? 9. Hvað merkir nafnorðið mæra í ls- lenzku ? 10. Hver var stofnandi og fyrsti formaður íþróttafélags Reykjavíkur ? Sjá svör á bls. 14. »• ■*

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.