Vikan


Vikan - 26.09.1946, Blaðsíða 5

Vikan - 26.09.1946, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 39, 1946 Ný framhaldssaga: ■—■■■—■■■—■—i Ai7##i,-#i*ri#i/i/ri ÁSTASAGA eftir Anne Duffield „Þvættingnr! Falleg og gáfuð, ung stúlka eins og þú, getur fengið hvern þann karlmann, sem hún vill. Þetta verður éinstakt tækifæri fyrir þig og ég heimta að þú notir það.“ „Ég skal gera það, sem ég get. Ég get ef til vill gert mig ómissandi á heimilinu, svö að ég verði tekin sem nokkurs konar fósturdóttir og fengi árlega fjárupphæð til að lifa á.“ „Vertu ekki svona leiðinleg, Rachel. í guðs bænum fremdu ekki það heimskupar að verða ástfangin af fátækum liðsforingja i Kairo.“ „Ég hegða mér aldrei heimskulega." „Nei, enda veit ég ekki, hvaðan þú ættir að sækja það. Það er ekki svo lítið, sem þú ert þeg- ar búin að hafa út úr stelpunni, þú hefðir reynd- ar átt að fá hana til að sjá þér fyrir almenn- legri ferðatösku." „Ég fer aldrei út í öfgar með neitt, mamma. Svo heirnsk er ég ekki.“ Samtal þeirra varð truflað við að barið var að dyrum — litla, guggna þjónustustúlkan vísaði skeggjuðum Frakka um fimmtugt inn i stofuna. „Góðan daginn, Laval,“ sagði frú Thompson innilega. „Nei, það var ekkert ónæði af þvi. Má ég ekki bjóða yður tebolla." „Nei, takk,“ svaraði gesturinn. „Ég ætlaði að- eins að heilsa upp á ungfrúna og óska henni góðr- ar ferðar." „Það var mjög vingjarnlegt af yður,“ sagði Rachel brosandi. Laval átti húsið, sem þær bjuggu í — hann var hæglátur maður og með dapurlegt augnatillit, en hann hafði gerzt góður vinur Rachelar og móður hennar. Þær leigðu af honum íbúðina með góð- um kjörum og Jfegar frú Thompson var í pen- ingavandræðum — sem kom oft fyrir — var aldrei minnst á greiðslu húsaleigunnar. „Og þér eruð að fara til Egyptalands?" sagði hann við Rachel. „Til Kairo, er ekki svo?“ „Jú.“ ' „Mætti ég gefa yður upp heimilisfang sonar míns, ef þér vilduð vera svo góðar að lofa honum að heimsækja yður. Mér þætti svo vænt um ef ég fengi fréttir af honum." „Auðvitað, auðvitað," sagði frú Thompson hlýlega, en sendi dóttur sinni um leið áminnandi augnaráð. „Rachel verður auðvitað að haga sér í öllu eftir vilja vinstúlku sinnar, en sjálf yrði hún auðvitað glöð við að hitta Eugene. Hvað hafið þér annars frétt af honum?" „Hann virðist hafa það gott og kunna vel við sig,“ svaraði Laval. „Það var heppilegt að hann skyldi fá þessa stöðu við hótelið. Það eru ekki mörg tækifærin núna hérna í París, og svo er Paris ekki góður staður fyrir unga menn eins og Eugene." „Ö, þetta er ungt og leikur sér,“ sagði frú Thomson glaðlega, „en ég er sannfærð, að Eugcne kemur sér áfram." „Laval tók samanbrotinn bréfmiða upp úr veski sínu og rétti Rachel hann. „Hérna er heimilisfangað, en þér megið ekki vera að eltast við þetta, ef það verður yður til óþæginda. Ég skil vel, að þér getið ekki ráðstaf- að þannig sjálfar tíma yðar. En ef þér aðeins heilsuðuð upp á hann, þá yrði ég mjög feginn. Ég held að hann hefði einnig gaman af að endur- nýja gamlan kunningsskap." Rachel tók við blaðinu og brosti til þessa vin- gjarnlega manns með dapra andlitið. „Auðvitað reyni ég að hitta hann.“ „Svo vil ég að lokum segja „au revoir" og góða ferð.“ Hann hneigði sig fyrir þeim og fór. „Veslings maðurinn," sagði frú Thompson, þegar hann var farinn. „Við gátum ekki svarað þessu öðruvisi, en við getum alltaf afsakað þig seinna. Þú verður að reyna að halda þér frá Eugene. Ég álít, að hann hafi verið komipn í slæma klípu, sá sláni, svo að faðir hans hafi orðið að senda hann burt.“ „Það veiztu ekkert um, mamma." Rachel stakk heimilisfanginu ofan í tösku sína, en andlit hennar, sem venjulega var mjög blómlegt, var náfölt. „O, ég veit það nú samt," svaraði frú Thomp- son. „Auk þess á skrifstofumaður — eða hvað hann nú er — á hóteli í Kairo ekki heima með fólki, sem Sir John umgengst. Ef þú skyldir af tilviljun hitta Eugene, skaltu auðvitað vera kurteis við hann, en láttu hann skilja, að vinátta milli ykkar geti aldrei orðið. Hann gat verið góður hérna — skemmtilegur, ungur maður og þótti mér bara vænt um hann — og gamli Laval er að vissu leyti mesti heiðursmaður. En það yrði ekki góð auglýsing fyrir þig, að kynna Eugene sem vin þinn þama í Kairo, það hlýtur þér að vera Ijóst." „Nei, og ég ætla mér heldur ekki að gera það.“ Rachel virtist tala í leiðslu. „Eyðilegðu nú ekki þetta góða tækifæri," sagði móðir hennar hvöss í máli. „Ég þekki menn af sömu manntegund og Sir John Rhys, hann myndi verða bæði undrandi og reiður af því, að þú ættir Eugene Laval að vin. Það hefði heldur aldrei orðið nein vinátta ykkar á milli, ef faðir þinn hefði séð fyrir okkur á réttan hátt. Það er ekki okkar sök, að við höfum mátt gera okkur að góðu vináttu fólks, sem við undir öðrum kringumstæðum hefðum ekki kært okkur um að kynnast." „Já, ég skil við hvað þú átt, mamma.“ Rachel lokaði töskunni, hún þurfti ekki á miðanum, með heimilisfanginu að halda, jafnvel þótt hún hefði ætlað að nota hann— því að í töskunni lá bréf, sem hún hafði fengið um morg- uninn frá Eugene sjálfum, en á það minntist hún ekki við móður sína. Það kom í ljós að Rachel var sjóhraust með af- brigðum og hafði óveðrið, sem skipið lenti i um leið og það lét úr höfn i Marseilles, engin áhrif á Jiana. „Auðvitað," hugsaði Wanda, sem sjálf leið all- ar kvalir sjóveikinnar, „var Rachel sjóhraust. Hún sem var fullkomin að öllu leyti — dugleg- asti nemandinn á skólanum, sú bezta í tungumál- um og eftirsóttust af öllum í samkvæmum. Það hefði verið óhugsandi að hamfarir náttúruafl- anna hefðu nokkur áhrif á hana.“ Wanda var sárþjáð. Hún lá hreyfingarlaus í mjórri þilrekkjunni og óskaði sér dauða. Það brakaði og brast i allri káetunni, tjöldin blöktu til og frá og vatnið skvettist upp úr vatnsflöskunni. Þarna sem Wanda lá í dýpstu örvæntingu þjáninga sinna heyrði hún fótatak uppi á þilfarinu og glaðlegar raddir. A matmáls- tímunum heyrðust hurðaskellir, hlátrar og sam- ræður á göngunum. Wanda hataði allt þetta sjóhrausta fólk, þar sem hún lá þama veik og í illu skapi — já, hún meira að segja hataði Rachel, sem geislandi af heilbrigði og vellíðan læhdist út og inn um káet- una. Rachel var mjög umhyggjusöm og nærgætin við hana, en það var ekkert hægt að gera til að lina sjóveikina, svo að Wanda óskaði þess að vera sem mest ein í friði. En á þriðja degi fór veðrið að batna. Þegar Rachel kom niður til að hafa fataskipti fyrir kvöldverðinn, leit hún á Wöndu og sagði: „Þú ættir að reyna að borða eitthvað í dag, væna mín. Vertu ekki að mótmæla mér, ég œtla að panta mat handa þér, en þú þarft ekki að borða hann frekar en þú vilt. Vertu viss, að á morgun verður þú orðin stálhraust. Það er svo leitt að þú skulir liggja hérna og fara á mis við alla ánægjuna." Wanda var líka full meðaumkunar með sjálfri sér og um kvöldið var hún orðin það hress, að hún fór að hafa áhuga á farþegunum og spyrja Rachel um þá. „Það eru margir viðkunnanlegir menn með,“ sagði Rachel, „og nokkrar illgjamar frúr og kerl- ingar. Flestir þeirra eru í hemum og em á leið til Indlands. Svo er þarna ungur maður, Bill Renton heitir hann og er hann mjög geðugur — hann starfar í stjórnardeild föður þins og langar mjög til að hitta þig. Hann dansar líka ágætlega — þú veizt, að við dönsum á hverju kvöldi á þilfarinu." „Ég verð kannske orðin svo hress á morgun, að ég gæti farið upp,“ sagði Wanda. „Auðvitað, þú verður að reyna það,“ svaraði Rachel. „En — má ég fá lánaðan gráa pelsinn þinn? Það er kalt uppi á þilfarinu og kvöldkáp- an min er svo þunn.“ „Gjörðu svo vel,“ sagði Wanda. Rachel vafði að sér kápunni og hneigði sig djúpt fyrir Wöndu. „Skreytt lánsfjöðmm," sagði Rachel hlæjandi. „Hann fer þér betur en mér,“ sagði Wanda. „Þú kant að bera pels, Rachel." „Ég hefi aldrei átt pels,“ sagði Rachel með þeirri áhyggjulatisu glaðværð, sem hrærði næmar tilfinningar Wöndu. „Ég skal fara vel með hann, mér finnst ég vora hreinasta heimskona í honum — ástarþaklúr." Þegar Rachel var farin fór Wanda að hugsa um allt það, sem Rachel mátti vera án, og gleymdi sjóveikinni við þessar hugsanir tinar. „Ég ætla að gefa henni pelsinn. Nei, ég verð heldur að bíða með það, en ég ætla að láta hana vera í honum'— ég segi bara að mér þyki hann of þungur. Hún ber hann líka miklu betur en ég, sem er svo lítil." Daginn eftir var ládauður sjór og fór Wanda þá á fætur. Rachel fór með hana upp á þiljur og kom henni þar fyrir í hægindastól. Þar kom ung- ur maður til þeirra og kynnti Rachel hann sem Bill Renton. Hann var hávaxinn, ljós yfirlitum, bláeygður og með þyklct hár. Wöndu féll hann strax vel í geð, og ekki sízt þegar hann fór að tala um föður hennar, sem hann dáðist mjög að. „Starfið þér í stjórnardeild hans?“ „Já, ég er ein undirtyllan." „Ég hefi ekki sóð pabba í tvö ár,“ sagði Wanda. „Hann ætlaði að koma til Frakklands í fyrra, en varð þá að fara til Mesopotamiu." Bill kinkaði kolli. „Já, ég fór þá með honum. Svo' að þér hafið / i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.