Vikan - 26.09.1946, Blaðsíða 10
10
VIKAN, nr. 39, 1946
I • HEIIVIILIÐ •
?......... .......................
..
Handavinna.
MATSEÐILLINN.
Tómatar með farsi.
250 gr. kjöt — eða fiskfars, 6
stórir tómatar.
Tómatamir eru holaðir að innan
og fylltir af farsi með sprautupoka,
látnir á rist og soðnir í hálftíma við
gufu. Einnig má setja þá á plötu, sem
sett er inn í heitan ofn og leggja yfir
þá smurðan pappír.
Kaffibúðingur.
% 1. rjómi (af þvi % dl. til
skreytingar) 1% dl. sterkt kaffi,
125 gr. sykur, 6 blöð matarlim.
Matarlimið er bleytt upp og brœtt.
Kaffinu og sykrinum blandað saman
og stífþeyttum rjómanum hrært út
í. Síðan er uppleyst matarlímið lát-
ið saman við og hrært varlega í,
þar til það fer að stífna, þá er því
hellt í glerskál. Þegar það er orðið
stíft, er rjóminn látinn yfir.
Fisksúpa.
1 1. fisksoð, 2% dl. mjólk,
2(4 dl. rjómi, 50 gr. hveiti, 1
laukur, sitrónusafi.
Hveitið er látið í pott og hrært út
með mjólkinni. Kjóminn og fiskroðið
Sétt út í. Soðið við hægan eld í 10
mínútur. Rifinn laukurinn og dálítill
sítrónusafi settur saman við áður en
framreitt er. Brauð borðað með súp-
tlnni.
SKRÍTLUR.
Pilturinn: Skelfing er hann ófríður
þessi.
Stúlkan: Það er frændi minn, mér
er sagt, að ég sé lifandi eftirmyndin
hans!
Faðirinn: Dóttir mín kann ensku,
þýzku, frönsku, hefir mikinn áhuga
á kvenréttindamálum og templara-
reglunni. Hvað getið þér?
Biðillinn: Búið til mat og gert við
föt.
Faðirinn: Þá er allt i lagi! Annars
ættuð þér á hættu að svelta, deyja
úr þorsta og hafa ekkert til að fara í!
Tízkumynd.
Hlýleg, röndótt blússa og svart
pils. Þessi búningur yrði einkum
þægilegur fyrir ■ skólastúlkur.
Gleymdi einhverju —?
Frúin hafði farið i bæinn til þess
að gera innkaup og kom með tiu
pakka aftur út úr vöruhúsinu og gaf
leigubil merki. Þegar bíllinn var ek-
inn af stað með hana, sagði hún við
sjálfa sig: Georg tapar þessu veð-
máli, ég hefi engu gleymt núna. Og
hún taldi pakkana aftur og aftur og
þeir voru tíu eins og þeir áttu að
vera. Þó fannst henni hún hafa
gleymt einhverju, en gat alls ekki
áttað sig á, hvað það gæti veriö.
Heima kom Georg út að bilnum til
að bera inn pakkana. „Nú gleymdi
ég engu!“ sagði frúin sigri hrósandi.
„En hvar er bamið?“ spurði Georg.
,,Æ, ég hefi skilið það eftir í dömu-
deildinni!" \
Stingið flösku með mubluáburði
ofan i heitt vatn áður en þér notið
hana. Sé áburðurinn heitur er hann
fljótari að síast inn í holur og sprung-
ur á viðnum.
Bryddaðar hneslur.
1 síðasta blaði voru birtar myndir
og sýndar aðferðir við að sauma
hneslur með hnesluspori. Bryddaðar
hneslur eru alltaf notaðar' á uliar-
kjóla og kápur og er eins auðvelt
að sauma þær og hneslur með hneslu-
spori.
Þræðið skásniðna pjötlu á réttu
F.
Húsráð
Mahognihúsgögn eru hreinsuð upp
úr benzini eða terpentinuolíu, og er
5% línolíu blandað saman við.
oo
Bezt er að taka lýsi með mjólk.
oo
Afskorin blóm lifa lengur, ef
nokkrar ,,aspirin“-töflur eru settar
út í vatnið.
efnisins, en gætið þess að hafa hana
breiðari og lengri en hneslan á að
vera (mynd E). Stingið í vél fer-
hyrninginn á mynd E 2 og klippið
fyrir hneslunni. Síðan er pjatlan
dregin í gegn, yfir á rönguna og
pressuð niður (mynd F). Á mynd G
er sýnt hvernig bryddingin er saumuð
niður á röngunni, á H og I er hneslan
tilbúin.
I.
Frost þiðnar af rúðum, þegar það
er nuddað upp úr spritti eða sterkri
saltupplausn.
oo
Það er ágætt að hreinsa kvenskó
upp úr gólfáburði, þvi að þá kemur
engin skósverta eða brúnn litur af
skónum á sokkana.
KROSSSAUMSBEKKIK.