Vikan


Vikan - 26.09.1946, Blaðsíða 11

Vikan - 26.09.1946, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 39, 1946 11 iiHiHiiiiiiiiiiiiiuimiiniHiiiiiiiiiiimuMiiNuiiiiiiiiiiiiiiiiimiNiiummiiiHiiiiiiiiniHiiiiiiimiiiiiiiimiiHiiiimiiiinmimn Framhaldssaga: MIGNDN G. EBERHART: SEINNI KONA LÆKNISINS ii i»mi»iii«»M,i»i»*»ii»i»M»»**»iiiMii»»»iiiiiiiii»ii»iii»*i»»iiM»»»»»i»»»mi»»i»im»Mii»,»i»»ii»lM,Mii,i,»i»iiiiii,ii»»i,,ii,i,iiiii»iiii»ii»wi»»i*iiii»*i»n*Mii*»»t»i»i»i immm*»iiii»ii*imimi»imi»»miii*m*iimiimmimiiimimmmmm,,*,,,,m,mm,‘<* Ég kom til að heilsa upp á Madge. Hún var ekki komin úr skólanum, svo að ég settist niður til að bíða eftir henni — en svo heyrði ég allt í einu eitthvað, sem líktist neyðarópi. Eg rann á hljóðið til að vita, hvað væri að. Dyrnar að her- bergi Jill voru opnar. Jill bograði yfir hjúkrunar- konunni. Pyrst í stað hélt ég auðvitað, að liðið hefði yfir hana.“ Andy horfði á Jill og Jill lagði bollann frá sér. „Jú, ég hefi líklega hrópað. Og Alicia kom inn einmitt um leið og Juliet gaf upp andann. En ég vissi ekki, að Alicia væri stödd í húsinú — -—“ Alicia hélt áfram eins og Jill hefði ekkert sagt. „Ég vona að þessi einstaki áhugi ykkar á fram- komu minni þýði ekki það, að þið grunið mig um að eiga einhvern þátt í þessum — dauða stúlk- unnar, sem ég hafði aldrei augum litið.“ Steven leit upp. „Þú hafðir nú séð hana, Alicia," sagði hann blíðlega. „Oft og mörgum sinnum. Meðan Crystal lá banaleguna." Alicia leit upp, en huldi jafnskjótt augun bak við hin gríðarmiklu augnhár. „ó, já, auðvitað. 35g hlýt að hafa séð hana þá. En að muna, hvernig hún liti út! Nei, þú mátt vita, að það er ekki ég, sem setti eitrið í bollann hennar, ef það er það, sem þú átt við! Gefðu mér dálítið meira kaffi, Bruce. Takk fyrir.“ ,jSg átti alls ekki við það,“ sagði Steven afsak- andi. „Þú getur rétt hugsað þér, að slíkt hefir mér aldrei dottið í hug.“ „Einhvers konar eitur,“ sagði Bruce við sjálf- an sig, meðan hann helti kaffinu í bolla Aliciu. „Hvemig geta þeir sannað, að morð hafi verið framið?“ sagði Andy og bætti svo við með röddu, sem Jýsti nokkurri bjartsýnj: „Þeir geta það alls ekki!" En’ Bruce hristi höfuðið. „Nafnlausu bréfin — dauði Crystal — — og nú morð síðustu hjúkrunarkonunnar hennar, einmitt þegar hafin er rannsókn vegna dauða. Crystal. Nei, það horfir ekki vel við-----“ „Þ>ú hyggur þá sjálfur, að um morð sé að ræða,“ sagði Andy. „Ekki svo, Bruce?“ ,,Eg veit svei mér ekki hvað ég á að halda," sagði Bruce. „En ég vildi gjarnan vita, hver skrifað hefir þessi bréf til lögreglunnar. Eg vildi gjarnan vita það, til að geta spurt hvers vegna.“ Ködd hans virtist vera mjög blíð. Hann leit ekki af brauðsneiðinni í hendi sér. Allt í einu skildi Jill, hvers vegna hann sagði þetta svona blíðlega og óljóst. Ef nokkur af viðstöddum hefði skrifað nafn- lausu bréfin, þar sem talað var um að Crystal hefði verið myrt, gaf Bruce nú honum eða henni tækifæri til að viðurkenna það, tækifæri til að segja honum, hvers vegna sá hinn sami hafi æskt lögreglurannsóknar. En það var enn meira, sem fólst í orðum hans. t fyrsta lagi það, að allir þeir, sem vora nákomnir honum og Crystal voru nú viðstaddir. Og í öðru lagi það — svo skelfilegt sem það nú var — ef Crystal og Juliet hafa verið myrtar, hlaut ein- hver mjög nákominn að hafa gert það! Kunningjar elta mann ekki uppi til að gefa honum eitur. Auk þess varð að huga vandlega að því, hver hefði haft tækifæri og hvöt til að vinna glæpinn. Hver hefir haft löngun til að losna við Crystal ? Hver hefir viljað drepa Juliet, því að hún gæti sagt meira mn það, sem hún þóttist vita? Og sem hún — Jill — að áliti Juliet vissi líka. En hún vissi ekkert? Hún rannsakaði heila sinn og minni, en fann ekkert, sem fengi henni lykilinn að þeim leyndardómi, sem rikti um dauða Crystal, og Juliet áleit, að hún þegar þekkti. Morðingi á meðal þeirra. Það var alls ekki hægt að sjá neinn mun á morðingja og öðru fólki. Eiginlega fannst henni, að það ætti að vera eitt- hvað, sem greindi morðingjann frá hinum. Sem merkti hann sem úrhrak — hendur hans voru saurgaðar af blóði annarra. Hendurnar! Það fékk hana til að hugsa um hendur Juíiet og skelfingin smaug um hana alla. En mitt í hræðslukastinu skapaðist ný spurning. Það varð að finnast skýring á því. Það hlaut að vera einhver ástæða fyrir því. Nú hóf Bruce máls aftur. Hann var sifellt með nafnlausu bréfin i huga . . . „Það er svo mikilvægt,“ sagði hann. Þvi að sá, sem skrifað hefir bréfin, hlýtur að hafa haft einhverja ástæðu til að ætla, að Crystal hafi verið myrt. Og ef við getum fengið að vita um ástæðuna, erum við vel á vegi með að komast að einhverri niðurstöðu." Hann sagði ekki „á vegi með að komast að því, hver hefir myrt Crystal," Jill hnykkti við, en hún hafði ekki tíma til að hugsa um þetta, því að I sama bili stóð lögreglumaður — ekki eiun af þeim, sem höfðu verið viðstaddir yfirheyrsl- una, heldur annar — i dyrunum og sagði, að óskað væri eftir frásögnum nokkurra þeirra, sem 1 húsinu væru, og að það myndi nægja í dag, og að ungfrú Pelham og dr. Crittenden gætu siðan faxið heim. Þau sögðu frá því, sem þau vissu. Jill hlust- aði, en án áhuga. Hún fann allt í einu til mikillar þreytu, sem bættist við alla geðshræringu dags- ins. Þau sögðu öll frá með eins fáum orðum og af varð komist með, og þetta var engin yfir- heyrsla fyrr en röðin kom að Madge. Hvert ein- asta orð, sem sagt var, var hraðritað af hraðrit- aranum, sem kom inn um leið og Steven, sem fyrst var yfirheyrður, hóf mál sitt. Steven sagði í stórum dráttum frá því, sem hann vissi. Hann hafði setið við vinnu sina allan daginn í herbergi sínu. Hann hafði ekkert orðið var við komu ungfrú Garder. Hann vissi ekkert, hvað skeð hafði fyrr en Gross kom og skýrði honum frá því. Hann vissi alls ekkert um morð- ið. Prú Hatterick og ungfrú Pelham voru báðar viðstaddar, þegar hann kom á vettvang. Líkið hafði legið á teppinu fyrir framan arininn. Te- bakki stóð á litlu borði. Jú, hann mundi eftir stúlkunni, en mjög ógreinilega. Nei, hann gat ekki séð neina ástæðu til þess að hún fremdi sjálfsmorð eða hefði verið myrt. Frásögn Aliciu var enn fáorðari. Hún hafði setið niðri og beðið eftir Madge, sem var í skól- anum, þegar hún heyrði hróp. Hún hafði hlaup- ið upp og komið að frú Hatterick, þar sem hún bograði yfir vinkonu sinni (hér ræskti Guy sig og Alicia horfði glettnisleg á hann og flýtti sér að lelðrétta). „Ég á við Juliet Garder." Alicia sagði ekkert, sem beinlínis leiddi gruninn að Jill, en frásögn hennar var svo stutt og innantóm, svo að hún gæti ef til vill síðar fengið tækifæri til að greina frá smáatriðum eftir því sem hana lysti. Hún leit aldrei á Jill. Andy, sem var næstur í röðinni, sagðist hafa komið strax, þegar Gross hafði sagt sér í sím- ann, hvað komið hefði fyrir. Juliet Garder hefði verið dauð, þegar hann og dr. Hatterick hefðu skoðað hana. Dr. Hatterick hefði þá gert lögregl- unni aðvart. „Tókuð þér eftir nokkru óvenjulegu á lík- inu?" „Nei, það gerði ég ekki. Ekki nema því, að mér þótti þetta vera mjög snöggur dauði. Eftir því, sem við vitum, var ungfrú Garder mjög hraust.“ Lögreglumaðurinn leit frá honum á Madge. „Madge Hatterick," sagði hann. Madge svaraði skjótt eins og hún hafi beðið þess með eftirvæntingu, að röðin kæmi að sér: „Það er ég. Ég hefi nokkuð til að segja yð- ur------.“ Hún stóð upp til að gefa orðum sínum þyngri áherzlu. Andlit hennar með breiðu sterklegu hökimni, tók á sig ákveðinn svip og dökku aug- un skutu gneistum. Hún strauk svart hárið frá enninu og leit á lögreglumanninn með svip, sem stakk mjög í stúf við hinn bamslega klæðnað hennar. VH. KAFLI. Bruce horfði agndofa á dóttur sína. Það leit út fyrir, að hann ætlaði að ganga til hennar, en hann hugsaði sig um og sagði í stað þess við lög- reglumanninn. „Dóttir mín er aðeins fimmtán ára gömul. Hún veit ekkert um aUt þetta, og ég legg mikið upp úr því að þér yfirheyrið hana eins lítið og unnt er. Eg get ekki séð, að frásögn hennar geti á nokkurn hátt skýrt máhð. Hún er aðeins barn."- „Já, sagði lögreglumaðurinn, án þess að líta af Madge, en við skulum hlusta á það, sem stúlhars- hefir að segja." „Þér hafið sem sagt ekki skilið það, sem ég eagði," mælti Bruce. „Hún er ekki annað en bam, og hún veit alls ekkert um--------“ Nú leit hann , ■^pyrjandi á Guy, sem færðl sig nær, „Svona, Madge, vertu nú róleg," sagði Guy. „Þú átt ekki að vera móðursj’Úk." „Eg segi það, sem ég má segja," sagði Magde æst. „Og þið getið ekki hindrað mig í því. Það má vera, að ég sé img, en ég er ekki bUnd og það hefir skeð ýmislegt hér í húsinu. Ýmislegt, sem þú þyrftir að vita inn-----“ Bruce varð náfölur. Hann lagði höndina fast á öxl Madge, svo fast að hún gretti sig af sár- saukanum, en hún horfði ógnandi á hann. Þau voru tvö af sama sauðahúsi — að minnsta kosti í ytra útUti. En Steven fannst Madge hafa skap- gerð móður sinnar. „Þú elskar hana,“ sagði Madge reiðilega við föður sinn. Þú sérð alls ekki, hvemig hún er. Þú finnur ekki, hversu grimm hún er. Hver myrti móður mína? Segðu lögreglunni, hver gerði það? Segðu frá því, að —-----.“ „Madge!" „Mér er alveg saraa, hvað þú segir! Ef þú vilt ekki segja frá því, skal ég gera það! Ég skal segja lögreglunni frá, hver var einn hjá móður minni, rétt áður en hún dó. Eg segi allt, sem ég veit-----" Nú varð Guy fyrst órólegur. „Svona, Madge, þegiðu nú. Þú gerir þéf ekki grein fyrir þvi, hvað þú ert að segja, heimsku- i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.