Vikan - 26.09.1946, Blaðsíða 2
2
VIKAN, nr. 39, 1946
Pósturinn
Kæra ,,Vika“!
Geturðu ekki sagt mér eitthvað um
franska tónskáldið Claude Debussy?
Aðdáandi.
Svar: Claude Achille Debussy var
franskur, fæddur í St. Germain-en-
Laye 22. ágúst 1862, og dáinn í Paris
26. marz 1918. Var hann kominn af
verzlunarmönnum og átti ekki ætt
sína að rekja til neinna tónsnillinga.
Stundaði hann nám í París og naut
kennslu Marmontel, Lavignac, Mass-
enet og Guiraud. Árið 1884 hlaut
hann „Grand Prix de Rome" fyrir
kantötu sína „L’enfant prodigue”.
Yngri stefnur í hljómlist, svo sem
impressionismi, expressionismi, fútúr-
ismi og atónalismi eiga að nokkru
leyti rætur sinar að rekja til Deb-
ussy.
Mesta snilldarverk hans er oftast
talið vera hin eina ópera eftir hann
„Pelléas et Mélisande” og var frum-
sýning á henni í Opéra Comique 30.
apríl 1902, en hún vakti í fyrstu ekki
mikla hrifningu.
Verk hans fyrir píanó, svo sem
„La Soirée dans „Grenade," „Jard-
in’s sous la pluie," „L’isle joyeuse"
og „Reflets dans l’eau" eru ódauðleg
snilidarverk.
Kæra Vika!
Þú getur víst ekki sagt okkur
hver er utanáskrift til blaðsins Lög-
berg í Vesturheimi. Með fyrirfram
þakklæti.
Tvær ungar stúlkur í Rvik.
Svar: Lögberg, The Columbia Press
Ltd., 695 Sardent Ave., Wmnipeg,
Manitoba, Canada.
Drengur
getur fengið atvinnu
við sendiferðir í
Steindórsprenti h.f.
Tjarnargötu 4.
I skartgripaverzlun minni í
fæst ávallt mikið úrval af i
góðum tækifærisgjöfum, I
meðal annars mikið af i
úrum,
vekjaraklukkum í
o. fL
Gottsveinn Oddsson I
úrsmiður. - Laugavegi 10. I
(Gengið inn frá Bergstaðastr.). I
3
'ntiMiiiiniNiiiiiimHiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiifiiiimiiifiiHiii)''
Kæra Vika!
Ég er afar hrifin af Sigrid Undset,
og þar sem ég er heldur illa að mér,
og hefi slæma aðstöðu til að afla
mér vitneskju um skáldkonuna, datt
mér í hug að snúa mér til þín. Ætla
ég því að biðja þig, Vika mín, að
segja mér eitthvað um hana.
Sveitastúlka.
Svar:
Sigrid Undset er fædd 1882 i
Kalundborg og er dóttir fomfræð-
ingsins Ingvald Undset. Sextán ára
að aldri fór hún að vinna í skrif-
stofu í Oslo og var þar í 10 ár. Árið
1907 kom út fyrsta bók hennar „Frú
Marta Oulie," og árið eftir sögu-
safnið „Den lykkelige Alder". Eftir
útgáfu þeirrar bókar hætti hún að
vinna í skrifstofunni og 1909 fékk
hún styrk hjá ríkinu og ferðaðist til
Róm. Bókin „Jenny" kom út 1911
og 1912 giftist Sigrid málaranum
Svarstad, en þau skildu 1925. Sigrid
Undset er katólskrar trúar og hlaut
Nobels-verðlaun 1928. Árið 1941 flúði
hún frá heimili sínu til Svíþjóðar og
dvaldi í Ameríku það sem eftir var
stríðsáranna.
Kæra Vika!
Viltu gjöra svo vel að koma okkur
í bréfasamband við stúlkur á aldr-
inum 16—20 ára.
Clafur Jakobsson, Sigurður Jakobs-
son, Andrés Gilsson, Reykjahlið, Mos-
fellssveit.
Kæra Vika!
Ekki vænti ég að þú getir grafið
upp fyrir mig hverjir hafa fengið
bókmenntaverðlaun Nobels ?
Bókavinur.
Svar: Frakkland: R. Sully Prud-
homme (1901), Fr. Mistral (1904),
Romain Rolland (1915), Anatole
France (1921), Henri Bergson (1927),
Roger Martin du Gard (1937). —
Þýzkaland: Theodor Mommsen
(1902), Rudolf Eucken (1908), Paul
Heyse (1910), Gerhard Hauptmann
(1912), Thomas Mann (1929). —
Danmörk: Karl Gjellerup (1917),
Henrik Pontoppidan (1917), Johannes
V. Jensen (1944). — England: Rudy-
ard Kipling (1907), George Bemard
Shaw (1925), John Galsworthy
(1932). — ítalía: Giosué Carducci
(1906), Grazia Deledda (1926), Luigi
Pirandello (1934). — Noregur: Björn-
stjeme Björnson (1903), Knut Ham-
sun (1920), Sigrid Undset (1928). —
Svíþjóð: Selma Lagerlöf (1909),
Vemer von Heidenstam (1916), Erik
Axel Karlfeldt (1931). —Bandaríkin:
Sinclair Lewis (1930), Eugene O’Neill
(1936), Pearl S. Buck (1938). —
Pólland: Henryk Sienkievicz (1905),
W. St. Reymond (1924). — Spánn:
José Echegaray (1904), Jacinto Bena-
vente (1922). — Belgía: Maurice
Maeterlinck (1911). — Indl.: Rabin-
dranath Tagore (1913). — Finnland:
F. E. Sillanpáá (1939). — írland:
William Butler Yeats (1923). —
Rússland: Ivan A. Bunin (1933). —
Sviss: Carl Spitteles (1919). — Bók-
menntaverðlaununum var ekki út-
hlutað árin 1914, 1918, 1935, 1940,
1941, 1942 og 1943.
Bibliumyndir.
1. En maður nokkur var sjúkur,
Lazarus frá Betaníu, úr þorpi þeirra
Maríu og Mörtu systur hennar. En
Jesús elskaði þau Mörtu systur henn-
ar og Lazarus. Þegar hann hafði
heyrt, að hann væri sjúkur, dvaldist
hann enn tvo daga á þeim stað, þar
sem hann var. Síðan segir hann eftir
þetta við lærisveinana: Fömm aftur
til Júdeu. En lærisveinamir óttuðust
að Gyðingarnir myndu grýta hann.
2. Sagði Jesús þeim bemm orðiim:
Lazarus er dáinn; og það gleður mig
yðar vegna, að ég var þar ekki, til
þess að þér skulið trúa. En fömm
nú til hans. Þá sagði Tómas, sem
kallaður er tvíburi, við lærisveina
sína: Vér skulum fara líka til að
deyja með honum.
3. En er kveld var komið, þennan
sama fyrsta dag vikunnar, og dymm
hafði verið lokað, þar sem lærisvein-
amir voru, af ótta við Gyðingana,
kom Jesús og stóð mitt á milli þeirra
og segir við þá: Friður sé með yður!
En Tómas var ekki með þeim þegar
Jesús kom.
4. Og að viku liðinni vom læri-
sveinar hans aftur inni og Tómas
með þeim. Þá kemur Jesús og stóð
mitt á meðal þeirra og segir við
Tómas: Kom hingað með fingur þinn
og sjá hendur mtnar, og kom með
hönd þina og legg á siðu mína; og
vertu ekki vantrúaður, heldur trúað-
ur. Tómas svaraði: Drottinn minn og
Guð minn!
Tilkynning
um umferð á Keykjavíkurflugvellinum.
Að gefnu tilefni tilkynnist hérmeð, að öllum
er stranglega bannað, að fara (gangandi eða
akandi) yfir hinar malbikuðu flugbrautir á
Reykjavíkurflugvellinum. Menn eru áminntir
um að gera sér ljóst að slíkt getur verið lífs-
hættulegt, og verða þeir, sem gera sig seka í
þessu tafarlaust látnir sæta ábyrgð.
Framkvæmdarstjóri
Keykjavíkurflugvallarins. |
Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.