Vikan - 26.09.1946, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 39, 1946
7
VESTFIRÐiR.
T^ESTFIRÐINGAFÉLAGIÐ í
" Reykjavík hefir hafið merki-
lega útgáfu, sem mikils má af
vænta í framtíðinni. Fyrsta ritið
er komið út: „Vestfirðir I. Stein-
dór Steindórsson: Gróður“. 1
formála segir stjórn Vestfirð-
ingafélagsins m. a.: „Vestfirð-
ingafélagið hefur, eins og flest
önnur átthagafélög hér í höfuð-
staðnum, frá öndverðu talið það
eitt af verkefnum sínum að efna
til útgáfu rita um átthaga fé-
lagsmanna sinna, Vestfirði, en
til Vestfjarða telur félagið allt
landið frá Gilsfjarðarbotni og
vestur og norður að Hrútaf jarð-
ará. Eiga hin fyrirhuguðu rit
að fjalla um náttúru, menningu
og sögu þessara héraða. Sú er
ætlunin, að í ritsafni þessu birt-
ist einkum ný rit, sem samin
verða til útgáfu í því, en þó
munu væntanlega einnig birtast
í því nokkur eldri rit um Vest-
firði eða Vestfirðinga, sem enn
hafa eigi birzt á prenti. Höfum
vér valið ritsafninu nafnið Vest-
firðir. Hafa þeir Árni Friðriks-
son, fiskifræðingur, og Ólafur
Lárusson, prófessor, tekið að
sér ritstjórn þess. Er það mikill
fengur fyrir félagið, að fá þessa
gagnmerku fræðimenn til þess
að stjórna útgáfunni.
Enn hefur eigi verið gerð
nein endanleg áætlun um rit-
safnið, hvorki um það, hvaða
rit í því verði birt, né um hitt,
í hvaða röð ritin verða gefin út.
Stafar þetta af því, að flestir
þeir menn, sem helzt er leitað
til um samningu þessara rita,
eru bundnir við önnur störf og
því óvíst, hvenær þeim gefst
tími til að semja rit sín. Félagið
hefur þó nú þegar fengið loforð
nokkurra manna um aðstoð
þeirra. Árni Friðriksson, fiski-
fræðingur, mun rita um dýralíf
Vestfjarða, Björn Guðmunds-
son, fyrrv. skólastjóri á Núpi,
héraðslýsingu, Ólafur Lárusson,
prófessor, um landnám í Vest-
fjörðum og Gils Guðmundsson,
rithöfundur, atvinnusögu hér-
aðsins. Eru þessi rit þegar
ákvcðin, en af ástæðum þeim,
sem áður voru nefndar, er ekki
unnt að lofa neinu ákveðnu um
það, hvenær þau muni koma út.
Þá hefur og ennfremur verið
ákveðið að gefa út gamlar
sýslu- og sóknalýsingar frá
Vestfjörðum. Hafa þær aldrei
birzt á prenti, en eru hin gagn-
merkustu heimildarrit í mörg-
um efnum.
Stjórn Vestfirðingafélagsins
er þakklát Steindóri Steindórs-
syni frá Hlöðum fyrir að hafa
tekið að sér samningu þessa
fyrsta rits félagsins, um gróður
Vestfjarða, þrátt fyrir það að
hann hefur haft mörgum og
mikilvægum störfum að gegna.
Steindór hefur ferðast um Vest-
firði allra grasafræðinga mest,
og var síðasta ferð hans, árið
1943, farin eingöngu vegna
þessa rits. Má treysta því fylli-
lega, að í riti þessu er allt það,
er vér vitum nú bezt um gróður
á Vestfjörðum, og vonum vér,
að ritið verði til hagræðis fyrir
þá, er síðar fást við rannsóknir
á því efni, og til uppörvunar
fyrir áhugamenn, ekki sízt unga
fólkið heima í héraðinu, sem
bætast vill í þann hóp.
1 bókinni eru 10 ljósmyndir.
Hefur Þorsteinn Jósepsson tek-
ið þær allar og léð félaginu af-
not þeirra. Kortin, sem sýna
útbreiðslu nokkurra tegunda,
hefur Steindór Steindórsson
gert. Litmyndina lét mag. Johs.
Gröntved teikna fyrir félagið og
sá um prentun hennar. Stöndum
vér í mikilli þakkarskuld við
hann fyrir þá hjálp hans.
Landabréf í litum verður að
fylgja ritsafni þessu. Voru til-
raunir gerðar til þess að fá það
gert nú þegar, bæði í Lundún-
um og Kaupmannahöfn, en það
reyndist þó ókleift, er til kom,
og verður því að bíða að sinni.
Kápumyndina hefur Stefán
Jónsson teiknari teiknað eftir
Ijósmynd Þorsteins Jósepsson-
ar. Myndin er tekin í hlíðinni
fyrir innan Austmannsdal, og
sést á henni inn með Arnarfirði
sunnanverðum. Er hún gott
sýnishorn af vestfirzku lands-
lagi“.
Fyrst er inngangur og úr
honum er tekinn eftirfarandi
kafli: „ ... Við fyrstu sýn
þykir aðkomumanninum Vest-
firðir, sem heild, vera hrjóstr-
ugir og gróðursnauðir. Verður
því og eigi með rökum neitað,
að mjög er berangur þar víð-
lent, og hvervetna mæta auganu
urðir, skriður og naktir klettar.
Vestfirzku fjöllin eru kuldaleg
og mikilúðleg í nekt sinni. En
samt er það svo, að mörg er
þar matarholan í hvömmum og
dölum, ekki sízt þegar innar
dregur með fjörðum og upp í
dalverpin inn af þeim. Er þar
víða furðumikið f jölgresi og ilm-
an úr jörðu og fagurt um að lit-
ast og hlýlegt. Skógarkjörr eru
víða um Vestf jörðu, og þótt þau
séu eigi hávaxin gefa þau land-
inu mildan svip, og breiða yfir
skriðurunnar hlíðarnar. Má
óhætt segja, að skógurinn sé
eitt af sérkennum í gróðurfari
Vestfjarða . . .“ Á eftir inn-
ganginum kemur Gróðurlendi
Vestfjarða og eru þar eftirfar-
andi kaflafyrirsagnir: Inngang-
ur. Sæ- og strandgróður. Vatna-
gróður. Votlendi. Gróður við
laugar. Valllendi. Mólendi. Snjó-
dældir. Skóglendi. Melar, klett-
ar, jökulaurar. Hálendisgróður.
Snæfjallaströnd.
Á eftir kaflanum um gróður-
lendið kemur Flóra Vestf jarða
og heimildaskrá.
Vann til verðlauna.
Fræg kvikmyndaleikkona.
Þessi maður hlaut seðsta heiðurs- Ida Lupino, í kvikmyndinni Gift
merki Bandaríkjanna fyrir að hrinda eða ógift, en það er amerískur gam-
árás 75 Japana og drepa 25 af þeim anleikur eftir leikriti Rose Simon
i orustunum um Okinawa. Kohns.
1---!----
PiohívDf Y'Qf.
Drengurinn með glasið: Þú mátt ekki fá neitt
maðurinn!
þú ert öku-