Vikan - 26.09.1946, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 39, 1946
«
ekki séð bann í tvö ár. YSur mun ekki finnast
hfinn hafa breytzt mikið."
„Láður honum vel?“ spurði hún fljótmælt.
„Agætlega! Austurlönd virðast ekki ætla að
setja spor sin á hann eins og á svo marga aðra.“
„Hvemig er húsið hans í Kairo. Hann hefir
ekkert minnst á það, enda er hann ekki duglegur
við slíkar lýsingar."
„Hann hefir íbúð — yndislega íbúð í Geziereh.
Það stendur á öðrum fljótsbakkanum og er falleg-
ur staður! I>að eru engir í Kairo, sem hafa heil
hús, nema prinsar og pashar," hélt Bill áfram,
„en annars .hefir Sir John verið að tala um að
kaupa svæði uppi við High Heaven."
„Uppi við hvað?“
„High Heaven! Aðsetursstað Sherry McMahon."
„Hver er hann?“
„Hann er Irlendingur — og á þama búgarð.
Hann var áður í hernum, en gekk úr honum fyrir
sextán árum.“
„Hvers konar maður er hann?“ spurði Wanda
forvitnislega.
En nú varð Bill allt í einu þurrlegur.
„Ég er ekki duglegur við mannlýsingar," sagði
hann.
„Fellur yður hann kennske ekki vel í geð?“
sagði Wanda, en nú var forvitni hennar vöknuð
fyrir alvöm á þessum Irlendingi, sem valdi setri
sínu svona undarlegt nafn.
„Jú, vissulega," sagði Bill og vék talinu að
öðru.
Á f jórða degi komu þau til Egyptalands. Wanda
var komin upp á þilfar í dögun — hún gat ekki
legið niðri, þótt þau kæmu ekki fyrr en um
klukkan níu til Port Said.
Hún lét Rachel sofa, en fór sjálf upp á þilfar,
þar sem margir farþegana gengu um á nátt-
fötum og sloppum og átu epli.
Wanda þáði eitt epli, sem einn af þjónunum
rétti henni, og tók sér síðan stöðu við borðstokk-
iim — augnabliki síðar kom Bill Renton til henn-
ar.
„Eruð þér komnar upp til að sjá landið rísa
úr hafi?" spurði hann brosandi.
„Já, förum við bráðum að sjá það?"
„Við ættum að sjá í land, þegar þokunni léttir."
Hafið og himininn lá í perlugrárri þoku — sem
með hverjum deginum hafði orðið þéttari frá því
að farið var frá Marseilles. Nagandi epli sín, stóðu
þau Wanda og Bill hlið við hlið, og horfðu á
hvernig dökkgrár þokubakkinn mátti víkja. Nú
sást blámi Miðjaðarhafshiminsins og hafsins,
sem var ennþá sterkari. Þá kom allt í einu í ljós
úti við sjóndeildarhringinn dökkbrún rönd.
„Þama er það," sagði Bill. „Þetta er Egypta-
land.“
Þetta líktist ekki Egyptalandi, heldur litlu,
brúnu skýi, en augu Wöndu urðu stór og star-
andi, þegar hún horfði þangað. Egyptáland. Við
nafnið eitt var bundin svo mikill töfraljómi og
rómantík, en fyrir Wöndu hafði það ennþá meiri
þýðingu — þama — í Egyptalandi — var faðir
hennar.
Skipið fór smátt og smátt á meira skrið, far-
þegunum á þilfarinu f jölgaði og þar á meðal var
Rachel.
Allt í einu varð hið ládauða, bláa haf gruggugt
af leirlituðu skólpi, sem myndaði eins og gult
band.
„Hvað er þetta?" hrópaði Wanda „Þetta lík-
ist á, sem fellur út í haf.“
„Þetta er Níl," sagði Bill, „við erum að sigla
fyrir ármynnið."
Níl! Ævintýrafljótið, þar sem Cleopatra hafði
siglt um í silkitjölduðum barkskipum. Að sjá það
— eða öllu heldur sjá það falla út í Miðjaðarhaf-
ið!
Það var eitthvað ægilegt og ógeðslegt við þetta
gula, leirlitaða vatn, en Wanda bægði öllum slík-
um hugsunum frá sér. Hvort sem það var leirlitað
eða ekki, þá var það að minnsta kosti Níl, fljótið
fræga. En nú mimdi hún allt í einu eftir einu.
„Þér sögðuð að faðir minn ætti heima á stað,
sem héti Gezireh ogrlægi hann á öðmm fljóts-
bakkanum. Áttuð þér þá við Níl?"
„Já, auðvitað. Það er ekkert annað fljót í
Egyptalandi."
„Búirni við þá á fljótsbakkanum?"
„Já."
„En dásamlegt!"
„Það er ekkert dásamlegt þar,“ svaraði hann.
„Maður verður að fara marga kilómetra til þess.
Frá leirbökkunum til Gebel."
„Gebel?"
„,Það em klettar," útskýrði hann. „Þá sér
maður fyrst eitthvað, sem er stórkostlegt. Það
er svæði í kringum High Heaven-----------.“
„Liggur High Heaven einnig við Níl?“
„Allt liggur við Níl,“ sagði hann hlæjandi. „Ég
á við það, að Níl er eins og hryggur í fiski.
Fljótið er Egyptaland, skiljið þér. En Wanda
skildi það ekki — hún hugsaði aðeins, að Bill —
og föður hennar — skorti alla hæfileika til að
lýsa staðháttum og fólki.
Að lokum komust þau inn í höfnina, og þá
var varpað altkerum úti á miðju fljótinu.
Nú, þegar þau voru kyrr, bar meira á hit-
anum — þurrum hita. Milli skipsins og lands var
fullt af seglskipum og vom á þeim menn í siðum,
hvítum skikkjum með hvítar húfur eða rauða tar-
booshes. Hrópuðu þeir upp þær vömr, sem þeir
höfðu á boðstólnum, melónur, vínber, fíkjur,
marglitar hálsfestar, silkiföt og ábreiður. Þama
gnæfði Port Said eins og skorin út úr pappa —
rauð og hvit með skörpum, svörtum skuggum.
Nú komu í ljós vélbátar innan um seglskipin
og voru á þeim menn í hvítum fötum og með
sóihjálma og stóðu þeir og horfðu upp á þilfarið
á skipinu. Wanda horfði leitandi á öll þessi and-
lit — og barðist hjartað ákaft í brjósti hennar.
Þarna stóð hann — hár og magur, klæddur
hvítum fötum og kreisti aftur augun á móti birt-
unni. Skarplegt andlit hans ljómaði af brosi, þeg-
ar hann hafði fundið það, sem hann leitaði að —
litla veru í ljósgulum kjól, sem veifaði hálfgrát-
andi og hálfhlæjandi hattimnn til hans.
Sir John Rhys veifaði sólhjálminum á móti og
hrópaði eitthvað, sem ekki heyrðist. Svo sá hann
unga stúlku standa við hlið dóttur sinnar, háa,
grannvaxna stúlku, sem bar sig eins og drottn-
ing, ef til vill heldur eldri en hann hafði búizt
við að vinstúlkan yrði. Hún kinkaði kolli og
brosti og lagði handlegginn utan um Wöndu.
Sir John tók eftir þessari fallegu, nærri því
verndandi handhreyfingu — þetta var auðsjáan-
lega hrífandi stúlka.
Siðan lagðist vélbáturinn upp að skipshliðinni,
Sir John hljóp léttilega upp stigann og augna-
bliki síðar lá Wanda í faðmi föður sins. Sir John
tók í hendi Rachelar, Bills og nokkurra annarra.
Wanda þrýsti sér upp að handlegg föður síns og
ljómaðí af gleði.
Blessað
harnið!
Teikning eftir
George MeMwwt,
Mamman: Jæja, elskan, þú gætir nú Lilla vel á meðan ég er úti!
Pabbinn: Ég skal gera það — ég fer með hann út í garð — hann er
svo ánægður með hestinn 3inn —.
Pabbinn: Jæja, taktu þá hestinn með þér —.
Lilli: Do—do—do.
gott.
Lilli: Do —.
Pabbinn: Drottinn minn dýri! Hesturinn hans er fyrir
innan — og hurðin er læst — og ég er ekki með lykilinn
minn — og hér verð ég að biöa!