Vikan


Vikan - 14.11.1946, Blaðsíða 1

Vikan - 14.11.1946, Blaðsíða 1
Tónskáldið KARL O. RUNÓLFSSOIM Eftir BALDUR ANDRÉSSON T^að var fyrir um það bil tuttugu árum, að ég var vanur að leggja leið mína inn á kaffihúsin að loknu dagsverki, svo sem oft síðar, og sat þar í hópi vina mihna og ræddi við þá um sameiginlegt hugðarefni okkar allra, en það var tónlist- in. Við þreyttumst aldrei á að tala um hana fram og aftur kvöld eftir kvöld, því að hún var okkur eins og matur og drykk- ur. Enginn okkar ætlaði að gera hana að ævistarfi sínu, en allir vorum við að dunda við hana í hjáverkum, hver upp á sinn máta, því að einn blés á horn, annar á klarinett, þriðji lék á fiðlu og hinir kunnu eitthvað að leika á önnur hljóðfæri. Fyrir nokkru hitti ég einn af þessum kunningj- um mínum og minntist hann þá á þessar góðu og glöðu stundir okkar frá þessum árum. Hann hefir nú sjálfstæðan atvinnu- rekstur og vegnar vel, enda hygginn og hagsýnn iðnaðarmaður. Hann hafði orð á því, að það hefði verið mikið lán fyrir hann að hætta við fiðluna og halda áfram með iðnina. „Hvað hefði orðið úr mér? Senni- legá kaffihúsaspilari, og svo hefði ég orð- ið að spila um nætur á skröllum og öðrum skemmtunum. Það hefði orðið þreytandi starf til lengdar og auk þess rýr kostur. Ég má ekki til þess hugsa.“ Þetta sagði hann við mig sá hyggni maður, og hefir hann haft satt að mæla. En í þessum hópi var einnig annar maður, sem líka var á þessum árum að læra iðn. Hann hugsaði þá líkt og þessi forsjáli vinur okkar, því að iðnaðarmaður ætlaði hann sér að verða, en hafa tónlistina í hjáverk- um sér til gamans. En tónlistin lét hann aldrei í friði. Hún tók hann allan, áður en hann vissi af, og var hann brátt allur á valdi hennar. Þessi vinur okkar var tón- skáldið Karl O. Runólfsson. Hann var þá að læra prentiðn og lauk námi í þeirri Framhald á bls. 3.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.