Vikan


Vikan - 14.11.1946, Blaðsíða 2

Vikan - 14.11.1946, Blaðsíða 2
2 VTKAN, nr. 46, 1946 PÓSTURINN Kæra Vika! Ég vona að þú getir hjálpað mér. En svo er mál með vexti að mig langar að heyra uppáhaldslagið mitt í útvarpinu eitthvert sunnudags- kvöld í þættinum lög og létt hjal, en hef ekki áreiðanlega utanáskrift. Með fyrirfram þakklæti. Ung og fáfróð söngvina. Svar: Bréfið hlýtur að komast til skila, ef það er sent Rikisútvarpinu, Thorvaldsensstræti 4 og merkt „Lög og létt hjal.“ Kæra Vika! Viltu nú ekki vera svo góð og svara nokkrum spurningum, sem ég ætla að leggja fyrir þig. Ég hefi alltaf haft mikinn áhuga fyrir að verða blaðamaður. Ég er gagnfræðingur og að ég held sæmi- lega vel að mér. Hvaða menntun er tilskilin? Hvaða aldur? Fyrirfram þökk og vonast fljótt eftir svari. Áhugasöm. Svar: Engar fastar reglur eru um þetta, svo að við vitum, en venjulega mun til þess ætlast að blaðamaður- inn sé vel að sér í móðurmálinu, fær um að þýða úr norðurlandamálunum og ensku og hafi sæmilega almenna menntun. Biblíumyndir. 1. mynd. Og er stundin var komin, gekk hann undir borð og postularn- ir með honum. Og hann tók brauð, gjörði þakkir, braut það, gaf þeim og sagði: Þetta er líkami minn, sem fyrir yður er gefinn; gjörið þetta í mina minningu. ' 2. mynd. Á sama hátt tók hann bik- arinn og mælti: Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði sem fyrir yður er úthelt. 3. mynd. En eftir kvöldmáltíðina hófst deila meðal postulanna um það, hver þeírra gæti talizt mestur. Og hann sagði við þá: Konungar þjóð- anna drotna yfir þeim, og þeir, sem láta þá kenna á valdi sínu, eru nefnd- ir velgjörðamenn. En eigi skuluð þér svo vera, heldur verði sá, sem mestur er yðar á meðal eins og hinn yngsti, og foringinn eins og sá er þjónar. 4. mynd. Því að hvor er meiri, sá sem situr til borðs eða sá sem þjón- ar ? Er það ekki sá, sem situr til borðs? En ég er meðal yðar eins og sá, er þjónar. v V V V V V V V V V V V V V V v V ►5 V V V V $ $ I V V V s V S v v V v V V V V V V V V s V V V V V V V V V s V ¥ ►T< * í Hin nýja útgáfa Islendinga-sagna er nú að koma út í heildarútgáfu Guðna Jónssonar magisters. Eru fyrstu 6 bindin væntanleg eftir nokkra daga, en hin 7 snemma á næsta ári. Það mun eiga eftir að koma í ljós, að þetta er ein fallegasta og um leið ódýrasta útgáfa, sem hér hefir þekkst um langan aldur. Þetta er í fyrsta sinn, sem Islendingum gefst kostur á að eignast allar fslendinga sögur í vandaðri, samstæðri útgáfu, því að þarna birtast fjölda margar sögur og þættir, sem almenningur hefir aldrei komist í kynni við, enda margt af þeim aldrei verið prentað áður. Allur frágangur bókanna er sem best verður á kosið. Verður útgáfan eigi aðeins vönduð um texta, pappír, prentun, band og allan frágang, eins og lofað var í upphafi, heldur hefir hún verið prýdd til muna fram yfir það, sem lofað var í fyrstu. Titilsíða hvers bindis er prentuð í þrem litum, en upphafsstafir með tveim litum, kjölur gerður eftir sérstakri teikningu. Skraut þetta, titilsíðu, upphafsstafi og kjöl, hefir Halldór Pétursson, hinn smekkvísi listmálari, gert fyrir útgáfuna, henni til mikillar prýði. Verð allra bindanna er kr. 300,00 óbundin, en kr. 423,50 í skinnbandi. Bindin eru að meðaltali um 30 arkir, svo að verk- ið allt verður á sjöunda þúsund blaðsíður. Er því hér um bókakaup að ræða, sem jafngilda að öllu leyti erlendu bókaverði. Munið, að nafnaskráin við allar sögurnar, sem gerir útgáfu þessa ómissandi hverjum, sem þarf að nota þær, jafnt lærðum sem leikum, er kaupbætir, sem fylgir útgáfunni. Hið lága verð gildir aðeins fyrir áskrifendur. Gefið börnum yðar og vinum hina nýju útgáfu af íslend- ingasögum. — Takmarkið er: Hin nýja útgáfa fslendingasagna inn á hvert heimili. íslendingasagnaútgáfan Pósthólf 73 — Reykjavík. Ég undirrit........ gerist hér meS áskrifandi að Islendinga sögum Islendingasagnaútgáfunnar og óska að fá hana bundna óbundna. (Yfir það, sem ekki óskast, sé yfirstrikað). Nafn Heimili Póststöð Islendingasagnaútgáfan, pósthólf 73, eða 523, Reykjavík. ^♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z«»Z*Z»Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z*Z»Z*»»>-t Útgefandi: VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.