Vikan


Vikan - 14.11.1946, Blaðsíða 12

Vikan - 14.11.1946, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 46, 1946 „Manstu hvað var í töskunni?" „Nei, ekki nákvæmlega. En ég held, að þar hafi kennt margra grasa.“ „Já, svona eruð þið, þessar hjúkrunarkonur," sagði Bruce og stundi þungan. „Og þú, sem notar aldrei nein deyfilyf og ert heilbrigðin sjálf.“ „Já, en ég ætlaði þetta heldur ekki fyrir sjálfa mig, Bruce. JÞú veizt, hve oft við verðum að grípa til slíkra lyfja í heimsóknum okkar, og þá er gott að þurfa ekki að hlaupa eftir þeim í lyfjabúðina." „Já, já — ég kannast við þetta. Þið fyllið allar töskur af lyfjum. En — það, sem mestu skiptir er þetta: Var morfín í töskunni hjá þér?“ „Já, það var morfín í henni — en hvað mikið var af því, veit ég ekki. Ég man ekki til þess, að ég hafi notað það nokkuð að ráði, svo ég býst við að ég hafi haft sæmilegar birgðir af því.“ „Þá hefir líklega verið nóg af því í töskunni, til þess að —-------—“ Hann þagnaði skyndilega, og henni brá, þegar hún leit á hann og sá á honum alvörusvipinn. Hann tók eftir þessu og flýtti sér að bæta við: „Nú, en þegar við komumst næst inn í herbergið þitt, þá getum við leitað að tösk- unni. Ef lögregluþjónarnir hefðu fundið hana, mundu þeir hafa tekið þig fasta þegar í stað. Af því getum við ályktað, með svo að segja fullri vissu, að þeir hafa ekki fundið hana. Og ef einhver annar hefur tekið hana, þá ættum við brátt að komast fyrir það, hver sá er. .. Nú, jæja, Jiíl. Sleppum þessu.“ Hann horfði fast í augu hennar. „Það var dálítið annað, sem ég vildi tala um. Viltu gera það, sem ég bið þig um? Ég er kröfuharður og fer fram á það, að þú lokir augunum fyrir ýmsu, sem þú sérð og sýnir mér fullt traust. En viltu treysta mér og gera það, sem ég bið þig um?“ Gera það, sem hann hafði beðið hana um, treysta honum, hugsaði Jill. Það þýðir, sam- þykkja það, að Alicia verði kyrr — samþykkja það, sem óþolandi var! Hún stóð skyndilega upp og gekk í áttina til dyranna. „Ég verð að samþykkja!" sagði hún hátt, en rödd hennar var ekki eins eðlilega og hún hafði óskað. Hún lá andvaka næstu nótt og var að hugsa um það, sem hann hafði sagt. Og líka um það, sem hann hafði látið ósagt. Það var einkum tvennt, sem hann hafði ekki minnst á, og þótt einkennilegt væri, höfðu blöðin heldur ekki minnst á þessi atriði í hinum ýtarlegu frásögnum sinum. Annað var það, að hringt hafði verið í simann til Bruce, nóttina eftir morð Juliet, og hann beðinn að koma til sjúklings út í bæ, en síðar reyndist vera um gabb að ræða. Hver hafði hringt, og hver var tilgangurinn með þessu? Bruce hafði ekkert minnzt á þetta, en lögreglunni hlaut að vera kunnugt um það, þar eð lögregluþjónn hafði verið í fylgd með Bruce. Bruce var því ekki heima, þegar hún varð þess vör, að einhver hefði verið inni í herbergi hennar. Hitt atriðið, sem hann hafði ekki minnzt á, var liturinn á höndum Juliets. Bruce hafði að- eins einu sinni fyrir nokkru síðan minnzt lítils- háttar á þetta. Lögreglan hafði ekki minnzt einu orði á það við blöðin, að því er virtist. En þetta var þó atriði, sem blöðin rpundu hafa gert sér mat úr, hefðu þau vitað um það. Hvernig gat staðið á þessum lit? Hafði hún komið við eitthvað, sem litaði svona frá sér? Eða gat þetta stafað af einhverjum aukaverk- unum eitursins? Jill hafði a,ldrei orðið vör við svona verkanir eiturlyfja allan þann tíma, sem hún stundaði hjúkrun. Bruce virtist ekki leggja mikið upp úr þessu atriði, því hann hafði aðeins minnzt lauslega á það. En vera kann, að hann hafi samt sem áður talið það hafa mikla þýðingu og því með vilja lagt svona lítið upp úr því. Hafi það verið Alicia, sem læddist inn í her- bergi hennar og hellti gráleita duftinu í glasið, þá gat það ekki verið hún, sem hafði hringt til Bruce í því skyni að fá hann að heiman. Hún hefði ekki getað gert hvortveggja. Og þó — ja, því ekki það ? Það var sími i eldhúsinu með beinu sambandi við miðstöð, óháður innanhúss kerfinu. En skyldi hún hafa verið svona útreikn- uð og haft svona mikið fyrir þessu? Nei, annars. Alicia hafði varla gert þetta hvorttveggja. Það var kominn morgunn, og veðrið var jafn drungalegt og daginn áður. Madge var jafnfýld og veðrið daginn áður. Alicia lét færa sér morgunteið í rúmið. Steven var lasinn og leit mjög illa út og mælti varla orð af vörum. Bruce fór snemma að heiman. Jill hafði ákveðið að fara út í sjúkrahúsið og hafði gefið skipun um að bíllinn kæmi að dyr- unum á vissum tíma, en nefndi þó ekki við neinn, hvert hún ætlaði. Aður en hún lagði af stað fór hún inn í herbergið sitt, sem lögreglan hafði nú loksins opnað. Hún staðnæmdist augnablik á þröskuldinum og varð hugsað til þeirra Crystal og Juliet. Her- bergið hafði sýnilega verið rannsakað nákvæm- lega, enda var allt þar á tjá og tundri. Jill gekk beint að fataskápnum og byrjaði að leita. Hún hafði ekki leitað lengi, þegar Rachel kom inn í herbergið og spurði, hvort hún ætti ekki að hjálpa frúnni. Jill stökk niður af stóln- um, sem hún hafði staðið á og sagði mæðulega: „Ég er að leita að lítilli brúnni leðurtösku. Ég held, að ég hafi látið hana hér á einhverja hill- una. Hafið þér orðið varar við hana?" Nei, Rachel hafði ekki orðið vör við hana. Þær leituðu nú báðar nokkra stund, en án árangurs. Rachel hélt, að hún myndi eftir töskunni. „Var hún ekki frekar lítil og nokkuð snjáð? Já, ég man eftir henni. Ég tók hana sjálf upp úr kistu yðar og mig minnir, að ég hafi látið hana ofan í einhverja skúffuna. Það voru litlar öskjur í henni, pilluglös og einhver verkfæri, eins og yfirlæknirinn hefir í læknatöskunni sinni." „En heyrið þér, Rachel — það er annar hlutur til, sem horfið hefir. Hefir kannske einhver spurt yður um hann?“ „Hvað á frúin við?“ Blessaö barnið! Teikning eftir George RleManus. Mamman: Þú ættir að fara með Lilla í málaravinnustofuna hans vinar þíns, svo að Lilli venjist ungur á að skoða málverk og hafa vit á þeim. Pabbinn: Já, og vinur minn, málarinn, hefir aldrei séð Lilla. Pabbinn: Sæll, vinur, héma er ég kominn með erfingj- ann —- þótt þú sért listamaður áttu ekkert svona lista- verk! Málarinn: Láttu strákinn á gólfið, ég ætla að sýna þér nokkur málverk, fyrst þú ert kominn. Listdómarar koma hingað í dag til að skoða verkin. Málarinn (frammi): Þá Málarinn: Guð minn góður! Sjáðu, hvað strákur- skulum við koma aftur inn í inn hefir gert, hann hefir eyðilagt myndina! vinnustofuna og líta á nýjustu verkin. Lilli: Go — go! 1. listdómari: Þetta er stórkostlega fagurt! 2. listdómari: Svona fullkomna litasamsetningu hefi ég aldrei séð! 3. listdc'mari: Vinur minn, þetta er sannkallað listaverk — svona vel gert olíumálverk hefi ég aldrei séð áður! Pabbinn: Ég ætti ef til vill að segja þeim, að sonur minn hafi gert það.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.