Vikan


Vikan - 14.11.1946, Blaðsíða 3

Vikan - 14.11.1946, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 46, 1946 3 Tónskáldið Karl 0. Runólfsson grein. En brátt lagði hann prentarastarfið á hilluna og fékkst upp frá því eingöngu við tónlistarstörf, og nú er hann fyrir löngu orðinn þjóðkunnur sem tónskáld. Mér þykir líklegt, að Karl sjái nú ekki eftir því að hafa hætt við iðnina og geng- ið tónlistinni óskiptur á hönd, því að ann- ars stæði hann nú sennilega við kassann í einhverri prentsmiðjunni, en sæti ekki við kennarapúltið í Tónlistarskólanum, og er með öllu óþarft að benda á það, hvort starfið er honum hugleiknara. Sennilega væru þá einnig margar tónsmíðar hans ósamdar, sem þjóðin þekkir og gleðst við, auk þeirra, sem þjóðin á eftir að kynnast. Það kostaði hann samt nokkra baráttu við sjálfan sig að velja þessa leið. Röddin í brjósti hans benti honum á hana, en efa- semdirnar kvöldu hann. Prentarastaðan hefir ávallt verið álitin trygg og góð at- vinna, en öðru máli var að gegna með starf hljómlistarmanna, ekki sízt á þess- um árum, þegar hvorki var til útvarp né tónlistarskóli, sem veita mörgum slíkum mönnum beint og óbeint atvinnu. Hjá slíkum mönnum virtist ekkert annað fram- undan en sultur og seyra, nema um óvenju- lega hæfileikamenn væri að ræða. En hann var farinn að semja lög í laumi og fann hjá sér svo sterka tjáningarþörf, að hann gat ekki staðið á móti. Hann reyndi að hamla á móti og þagga niður röddina í brjósti sínu, því að honum fannst hann svo vanmáttugur samanborið við risana í tón- listinni. Og þegar hann var orðinn 25 ára gamall, eyðilagði hann handritin af öllum lögunum, sem hann var þá búinn að semja, og tókst að halda út í 3—4 ár, en þá sprakk stíflan, og árangurinn varð: Den farende Svend. „Síðan hefi ég ekki lagt út í það að reyna að hætta að semja lög,“ segir Karl, „og lái mér það, hver sem vill. Ég yrði honum sammála.“ Það er og ef til vill engin tilviljun, að hann eyðileggur handritin af þeim lögum, sem hann var búinn að semja, þegar hann var orðinn 25 ára gamall, eða árið 1925, því að þá fór hann til Kaupmannahafnar til hljómlistarnáms, og þá fær hann fyrstu verulegu kynnin af hinni æðri tónlist, bæði gamalli og nýrri, og við það fengið sjálfur alveg nýtt viðhorf til tónlistarinnar. I Kaupmannahöfn lærði hann að leika á trompet hjá Lauritz Sörensen og ennfrem- ur á fiðlu hjá Axel Jörgensen, en báðir þessir kennarar hans voru í konunglegu hljómsveitinni. Einnig lærði hann hljóm- fræði og hljóðfæraskrift (Instrumenta- tion) hjá Dyring, sem var stjómandi líf- varðarsveitar konungsins. í Kaupmanna- höfn var hann í tvö ár, en síðar hélt hann áfram námi í Tónlistarskólanum í Reykja- vík, og lærði þá tónsmíði eða að kompó- nera hjá dr. Mixa og síðar hjá dr. Victor von Urbantschitsh, á árunum 1934—1938, svo og að raddsetja hljómsveitarverk. í Framhald af forsíðu. þessum skóla lærði hann ennfremur fiðlu- leik hjá Hans Stephanek. Meðan Karl dvaldi í Kaupmannahöfn, lék hann í hljómsveitum, m. a. í öllum Beethovenssymfóníunum, nema þeirri ní- undu, svo og í helztu symfóníum Mozarts og Haydns og fleiri frægum hljómsveitar- verkum. Þetta var góður skóli og í honum fékk hann náin kynni af þeim hljóðfærum, sem notuð eru í hljómsveitum, hvernig þeim er beitt og verkunum þeirra. Þá fékk hann og þar fyrstu kynnin af nýtízku tón- list, sem þá þótti harla öfgafull, eins og t. d. tónsmíðum Stravinskys. Ef til vill má rekja til þessara ára áhrifanna í mörg- um síðari tónsmíðum Karls, sem eru djörf í hljómum og með nýtízkubrag, þótt á annan hátt sé en hjá hinum miklu fyrir- myndum í tónlistinni. Eftir að Karl kom heim frá Höfn varð hann brátt virkur kraftur í tónlistarlífi bæjarins, aðallega í Hljómsveit Reykja- víkur og lúðrasveitum. I Hljómsveit Reykjavíkur lék hann á fiðlu, þangað til hinn kunni trompetleikari Eggert Jó- hannesson járnsmiður féll frá, en þá tók Karl við hans hlutverki, enda hafa síðan margir góðir fiðluleikarar komið til sög- unnar. Karl hefir og farið út á land öðru hvoru og kennt og stjórnað lúðrasveitum, bæði á Akureyri, Isafirði, Hafnarfirði og víðar, en í Reykjavík hefir hann stjórnað Lúðrasveitinni Svanur í mörg ár og þar áður Lúðrasveit Reykjavíkur. Ennfremur hefir hann um skeið stjórnað hljómsveit Leikfélags Reykjavíkur. Síðustu átta árin hefir hann verið kennari við Tónlistar- skólann í Reykjavík og kennt þar hljóm- fræði og auk þess hefir hann kennt 2—3 síðustu árin nemendum að leika á trompet. Hann hefir ánægju af kennslustarfinu og segir, að margir nemendur séu námfúsir í bezta lagi, þótt hljómfræðin sé þurr og strembin fræðigrein. Af þessari upptalningu má sjá, að Karl á mikið starf að baki sér á sviði hljóm- listarlífsins í landinu og þá ekki sízt í sjálfri höfuðborginni. Hann byrjaði innan við fermingu að spila með og segir hann, að ávallt þyki honum gaman að spila fyrir bæjarbúa, þótt hann hafi bæði fengið skammir og þakkir fyrir, eins og gerist og gengur, og þegar á allt sé litið, þá sé hann ánægður með árangurinn, þótt hugur hans hafi alltaf staðið til meira en varð. Hann kveðst þakklátur forráðamönnum bæjar- ins og ríkisins fyrir góðan skilning á mál- efnum hljómsveitarmannanna, því að þeir hafi gert það, sem þeir gátu, til að létta þeim starfið, eftir því sem efni stóðu til. Langkunnastur er samt Karl hjá þjóð- inni sem tónskáld, og er ég þá kominn að merg málsins. Þeir, sem fylgzt hafa með tónskáldaferli hans frá byrjun, hafa sjálf- sagt tekið eftir því, að stílbreyting varð á tónsmíðum hans, er frá leið. Fyrstu tón- smíðar hans voru aðallega sönglög, samin fyrir einsöng eða kóra, og þau voru samin í hefðbundnum rómantísk-klassiskum stíl, eins og hann mótaðist á 19. öldinni. Frá þessum tíma eru einmitt þau lögin, sem kunnust eru og mestan þátt hafa átt í að gera hann frægan mann. Ég vil nefna sem dæmi lögin: „Den farende Svend“, sem erlendir gagnrýnendur luku upp einum munni um, er það var sungið á norrænni tónlistarstefnu, að væri hrein perla. Enn- fremur: „I fjarlægð“, og karlakórslögin „Förumannaflokkar þeysa“ og „Nú sigla Pramhald á bls. Y. Karl O. Runólfsson ],eikur einleik á trompet í hljómskálagarðinum. (Ljósm. Vignir).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.