Vikan - 05.12.1946, Page 6
6
VIKAN, nr. 49, 1946
búin að segja það, sem ég ætlaði mér. Að síð-
ustu langar mig til að biðja þig að gefa Bill ekki
strax afsvar. Hugsaðu um það —.“
„Ég þarf ekki að hugsa meira um það,“ svar-
aði Wanda. „Ég þekki sjálfa mig. Hvers vegna
viltu endilega að ég giftist Bill,“ bætti hún við
skyndilega.
Augnaráð Rachelar varð flóttalegt og hún varð
hörkuleg á svipinn. Hún var ekki falleg á þessu
augnabliki, en hún breytti óðara um svip aftur.
„Af því að ég veit að það myndi verða þér til
gæfu.“
' „Ég skil það,“ sagði Wanda. Raehel kyssti
hana lauslega.
„Og nú skulum við ekki tala meira um það.
í>ú ert þreytt. Góða nótt, barnið gott.“
„Bíddu augnablik. Þú sagðist ætla að þegja
um þetta — um okkur Bill, Rachel? Þú segir
engum frá því?“
„Auðvitað ekki — þú veizt, að þú mátt treysta
méf fyllilega."
„Það geri ég líka.“
En þegar Rachel var farin, stóð Wanda lengi
hreyfingarlaus, niðursokkin í hugsanir. Að
lokum áttaði hún sig, strauk hárið, sem fallið
hafði fyrir andlit hennar, aftur, hristi höfuðið,
eins og hún væri að bægja leiðinlegum hugsun-
um frá sér. Hún slökkti Ijósið og fór upp í rúmið,
en hugsanirnar vildu ásækja hana.
„Vill Rachel að ég — að mér sé bolað burt af
heimilinu, svo að hún geti losnað við mig?“
Wanda vaknaði í leiðu skapi morguninn eftir.
Hún kveið fyrir að hitta Rachel. Það voru komin
einhver leiðindi á milli þeirra, sem erfitt var að
gleyma.
En Rachel virtist ekki taka eftir neinu —• hún
var alltaf jafn ástúðleg og umhyggjusöm.
Ungu stúlkurnar og Sir John riðu út og Wanda
kom óðara auga á Bill, þegar þau komu inn á
skeiðvöllinn. Hún varð taugaóstyrk og togaði
ósjálfrátt i taumana. En Bill hleypti á stökk til
hennar — var glaður og kátur eins og venjulega.
Wanda horfði þakklát á hann og eitt augnablik
varð andlit hans alvarlegt. Hann kinkaði kolli
eins og hann væri að staðfesta loforð sitt um að
kvelja hana ekki meira, og óð svo elginn um
daginn og veginn eins og venjulega.
Wöndu létti — 1 nú var þessu öllu lokið. Bill
myndi ekki leggja meira að henni og Rachel
hafði auðsjáanlega ákveðið það sama. Og nú var
ekki um annað fyrir hana að gera, en að vera
sjálf eðlileg og reyna að hrista hinar andstyggi-
legu hugsanir af sér, sem höfðu kvalið hana
kvöldið áður.
Frú Conyers, sem ekki reið út þennan dag,
hrópaði til þeirra. Hún stóð undir trjánum,
ásamt eldri manni, konu og ungri stúlku, sem
þau þekktu ekki. Reiðfólkið stanzaði og Bessie
Conyers kynnti vini sína, sem bjuggu á Shepe-
ards.
Þetta var auðugt og tigið fólk frá Englandi,
og það hafði verið mikið talað um komu þess.
Allir vildu kynnast þvi. Það var talað saman um
stund, en svo sagði frú Conyers skipandi, eins og
hennar var vani.
‘ „Wanda, ég vil að þú borðir með okkur morg-
unmat í klúbbnum. Þú og Helen verðið að kynn-
ast strax. Það gerir ekkert til, þótt þú sért í
reiðfötum og þú getur einu sinni frestað að fara
í steypubað þar til eftir hádegi."
Wanda svaraði þessu játandi, reið hægt aftur
til hestaþjónsins, sem beið þar skammt frá og
fékk honum hestinn. Frú Conyers og vinir hennar
komu á eftir gangandi. Framkoma Bessie hafði
verið nokkuð áberandi — hún hafði valið Wöndu,
án þess að líta á Rachel.
„Bessie hefði vel getað boðið okkur öllum að
borða með þeim,“ sagð Sir John, þegar hann og
Rachel riðu heim.
„Ég held, að ég sé ekki vel þokkuð af þeim,“
sagð Rachel brosandi.
„Jæ—ja!“ Hann sperti upp augabrúnirnar.
„Nei. Frú Conyers þykir mjög vænt um Wöndu,
en ég held, að henni sé lítið um mig gefið."
„Hvers vegna ætti henni að vera það.“
„Fólk er nú með ýmsa hleypidóma, Sir John.
Ég held að henni finnist ég hafa tekið mér of
mikið fyrir hendur. Það getur líka vel verið, en
ég gerði það nú bara til að hlífa Wöndu litlu.“
„Það þurfið þér ekki að segja mér. En hvað
kemur það Bessie við.“
„Ekkert!“ sagði Rachel og leit á Sir John, „satt
að segja finnst mér engum koma það við, hver
sér um heimilið, nema yður sjálfum."
„Það hélt ég nú líka!“ Sir John kastaði höfðinu
til drembilega — þetta særði stærilæti hans.
„En ég held, að frú Conyers finnist sér koma
allt við, sem skeður í Kario. En mér er alveg
sama um það, en ég þoli bara ekki að hún æsi
Wöndu upp á móti mér.“
„Reynir hún það? En það getur ekki verið.
Wöndu þykir svo afar vænt um yður.“
„Já, henni þótti það,“ sagði Rachel hægt, „og
mér finnst líka mjög værit um hana. En núna í
seinni tíð hefir mér fundizt framkoma hennar
gagnvart mér hafa breytzt. Og mér þykir það
leitt.“
„Þér ætlið þó ekki að segja mér —“ nú var
athygli Sir Johns fyrir alvöru vöknuð.
• „Æ, þér megið ekki halda að ég sé að kvarta.
En ég held að ég hafi gert mig seka í misskiln-
ingi_ Ég gerði þetta einungis í góðum ásetningi,
en ég held að Wöndu finnist ég vera of afskipta-
söm og fröm. Ég er ekki viss um nema ég ætti
að fara héðan.“
„En, góða Rachel, þetta er gremjulegt. Eftir
allt, sem þér hafið gert fyrir hana — og okkur.
Ég veit ekki, hvernig við ættum að vera án yðar ?
Ég vil ekki heyra það nefnt á nafn, að þér farið
frá okkur.“
„Mér þætti líka afar leiðinlegt að fara,“ sagði
Rachel hreinskilnislega. „Ég hefi aldrei verið eins
hamingjusöm og ánægð og hérna."
Hann var bæði hrærður og gramur á svipinn,
þegar hann leit á hana.
„Ég ætla að tala við Wöndu. Ég vil ekki hafa
þessa heimsku. Við höfum boðið yður að vera
hérna eitt ár — og lengur, ef hægt er. Ég bæði
furða mig á og er reiður yfir þessari barnalegu
afbrýðisemi — ég tala við hana í dag.“
„Nei, nei, það megið þér ekki gera, það gæti
haft illar afleiðingar. Og auð þess —,“ hér þagn-
aði hún.
„Auk þess •— hvað?“
Blessað
barniðl
Telknlng eftir
George MeManus.
1. skrifstofumaður: Þú kemur nú út með okkur að borða.
2. skrifstofumaður: Fyrstaflokks máltíð.
3. skrifstofumaður: Það er tilbreyting að borða ekki heima.
Pabbinn: Ég varð að fara heim, enda fæ ég hvergi betri mat heldur en
heima hjá mér.
Pabbinn: ívú er ég búinn að missa af þremur
strætisvögnum, skyldi sá næsti hafa nokkurt
rúm fyrir mig.
Mamman: Frænka mín kom og fékk all-
an mat, sem ég átti í ísskáprium.
Pabbinn: Ég verð að taka þessu einsog
hetja, þó að mér þyki allt bezt heima hjá mér.
Maðurinn: Hvað sem þið segið um þennan hótelmat, þá
vildi ég helzt borða heima hjá mér — ef ég fengi þar
lika vln með matnum!