Vikan - 05.12.1946, Síða 7
VTKAN, nr. 49, 1946
7
Fóstbrœður.
Framliald af forsíðu.
Árið 1926 fór hann í söngför til Noregs,
sem tókst mjög vel og var kórnum til mik-
ils sóma.
Árið 1929 fór 50 manna blandaður kór,
undir stjórn Sigfúsar Einarssonar tón-
skálds, til Danmerkur í boði Dansk Kor-
forbund fyrir blandaða kóra. Karlaradd-
irnar í kór þennan lagði KarlakórK.F.U.M.
til að öllu leyti.
Tveim árum seinna eða 1931 fór kórinn
í aðra utanför sína og þá til Danmerkur
í boði danska karlakórsins Bel Canto. Og
var sú för sem hin fyrri mjög ánægjuleg.
Þar söng kórinn sjálfstætt ásamt danska
kórnum Bel Canto, norska kórnum Gul-
bergs Akademiska Kor, sænska kórnum
Orphie Drangar og finnska kórnum De
Muntra Musikantarna.
Á árunum 1919—1939 söng kórinn iðu-
lega um borð í erlendum skemmtiferða-
skipum, sem hingað komu.
Á síðastliðnu sumri gekst S.l.K. fyrir
söngför karlakórs um Norðurlönd, sem
myndaður var af söngmönnum úr „Fóst-
bræðrum“ og „Geysi“ og söngstjórar voru
Jón Halldórsson og Ingimundur Árnason.
Árið 1935 fór kórinn söngför til Vestur-
og Norðurlandsins og árið 1934 aftur til
Norðurlandsins.
Kórinn skipti um nafn árið 1936, og tók
Jón Halldórsson söngstjóri.
upp heitið „Fóstbræður", en það var nafn
á kvartett, sem starfaði í Reykjavík á ár-
unum 1905—1914 og var Jón Halldórsson
einn þeirra Fóstbræðra. Auk hans skipuðu
þennan kvartett þeir Pétur Halldórsson,
Einar Viðar og Viggó Björnsson.
Síðan 1916 hefir Jón Halldórsson alla
tíð haft söngstjórn kórsins á hendi, svo
þau eru orðin 29 árin í viðbót við þetta
eina, sem hann lofaði þeim félögum í upp-
hafi. Enda á kórinn engum einum manni
eins mikið að þakka og Jóni Halldórssyni.
Eftirtaldir menn hafa verið formenn
kórsins: Vigfús Guðbrandsson, 1916—19,
Hallur Þorleifsson, 1919—26, Björn E.
Árnason, 1926—29 og 1936—42, Guð-
mundur Ölafsson, 1929—32 og 1934—36,
Guðmundur Sæmundsson 1933 og Sigurð-
ur Waage 1942 og síðan.
Þess má geta, að af starfapdi félögum
hafa 5 menn auk söngstjóra starfað í 30
ár, en þessir menn eru Guðmundur Ólafs-
son, Hallur Þorleifsson, Helgi Sigurðsson,
Jón Guðmundsson og Sæmundur Runólfs-
son, þá hefir Magnús Guðbrandsson starf-
að í 26 ár, 7 menn starfað milli 20—30
ár og 11 menn 10—20 ár. 1 félaginu hafa
starfað frá stofnun þess til þessa dags
123 menn.
Núverandi stjórn kórsins er þannig skip-
uð: Formaður Sigurður Waage, ritari
Holgeir Gíslason og gjaldkeri Friðrik Eyj-
fjörð.
1. maður: Ég bað lœkninn um eitthvert ráð
við gleymskunni í mér.
2. maður: Og hvað gerði hann?
1. maður: Lét mig greiða læknishjálpina
fyrirfram.
Drengurinn: Það datt mús ofan í mjólkurbrús-
ann!
Móðirin: Náðirðu henni upp úr?
Drengurinn: Nei, ég henti ketti á eftir henni
ofan í brúsann.
LIÐNIR DAGAR
eftir
Katrínu Ólafsdóttur Mixa
Möfundur þessarar bókar,
frú Katrín Ólafsdóttir
Mixa, er dóttir Ólafs heit-
ins Björnssonar ritstjóra
Isafoldar, en sonardóttir
Björns Jónssonar, hins
þjóðkunna ritsnillings og
stjórnmálamanns.
I bóldnni lýsir hún dvöl sinni í Austurríki á ófriðarárunum. Frásögn hennar er létt og hrífandi. Hún lýsir fyrstu
áhrifum ófriðarins, hvemig þjóðin leit á ófriðinn eins og skugga, sem um stund myndi leggjast yfir landið, til þess að
þjóðin gæti á eftir átt bjartari og betri daga. Allt sem leggja þurfti af mörkum var gert með glöðu geði og allir vildu
geyma ögn af því bezta til þess að gleðja sig og vini sína með, þegar friður kæmist á að nýju.
En hún lýsir því líka, þegar myrkur örvæntingarinnar lagðist yfir land og þjóð, þegar fokið var í flest skjól og dauði
og eyðilegging blasti við, hvert sem litið var.
Og enn lýsir frú Mixa heimþrámii, þessu seiðandi afli, sem oft gerir vart við sig í f jarverunni, en mest þegar mönn-
um líður verst eða bezt. Og svo kemur lausnarstundin, frelsið, þegar hinn langþráði draumur rætist: HtJN ER Á
HEIMLEIÐ.
Bókaverzlun ísafoldar