Vikan - 05.12.1946, Page 11
VTKAN, nr. 49, 1946
11
MIGNDN G. EBERHART:
SEINNI
Framhaldssaga:
■ ■■IlllllllllIIIIIIIIIIIIIIIlllIIIHKI
21 I
KONA LÆKNISINS
...................... ■iiiiiiiiiii
Eng'inn vissi um það, en Jill hafði heyrt orð
hans og hrópaði: „Bruce, Bruce!“ og þau mætt-
ust í dyrunum við borðstofuna.
„Jill . . . Þeir segja, að þú hafir komið fyrst
að henni.
„Já, það er rétt. Ó, Bruce . . . “
„Hver hefir verið valdur að þessu?“
„Ég veit það ekki . . . En það var einhver í
húsinu, því ég sá að ljósið var slökkt og — ■—■
Ó, Bruce-------.“ Hún skalf eins og af kulda, og
hann tók utan um hana og studdi hana og faðm-
aði hana að sér.
„Reyndu að vera róleg, Jill mín,“ sagði hann
blítt. „Ég verð að fara inn og-----.“
„Nei, farðu ekki frá mér, Bruce!“ sagði hún
í bænarrómi, en um leið sá hún nokkuð, sem fékk
hana til að stirðna upp.
Bruce hafði ekki farið úr frakkanum, en hann
hafði lagt hanzkana sína og hattinn á borðið. Hún
hafði lagt aðra hönd sína á öxl honum og hann
hægri höndina á öxl henni — og þá sá hún, að
meðfram naglsrótinni á löngutöng var dauf
rönd af storknuðu blóði. Það var ekki um að vill-
ast, því hún hafði séð blóð of oft til þess, að henni
skjátlaðist. Jill átti erfitt með andardráttinn —
því minningin um blóð á kápu Rachel var enn of
ofarlega í huga henni — og Bruce leit hvasst á
hana, en fylgdi síðan augnaráði hennar og leit á
fingur sinn. Hrukkur komu á enni hans.
„Annar hanzkinn rifnaði meðan á uppskurðin-
um stóð,“ sagði hann í afsökunarróm.
„Ég flýtti mér svo að komast heim, að ég gaf mér
ekki tíma til að bursta hendurnar nægilega. Upp-
skurðurinn tók langan tíma, og ég vildi komast
sem fyrst heim.“
Þar með var þetta mál leyst að eilífu, hvað
hann snerti. Hann bætti við:
„Bíddu hérna á meðan, Jill. Ég verð að fara
þarna inn og aðgæta, hvað þeir aðhafast."
Hann fór inn til lögreglumannanna, og augna-
bliki síðar höfðu þeir dreift sér um allt húsið og
rannsökuðu það frá kjallara og upp á háaloft.
Þetta var alveg eins og eftir dauða Juliet — nema
hvað það var enn verra.
Nú var enginn vafi á því, að um morö var að
ræða. Og nú efaðist enginn lengur um, að dauði
hinna tveggja ættu einnig orsakir sínar til morðs
að rekja.
Þegar Juliet féll frá, voru menn í vafa um or-
sakir að dauða hennar, og virðingin fyrir nafn-
inu Hatterick var þá enn svo mikil, að tekið hafði
verið á málinu „með silkihönzkum,“ eins ogblöðin
komust að orði. Nú var búið með það.
Allir, sem kalla átti sem vitni í málinu, voru
þegar skildir að, svo þeir gætu ekki borið saman
bækur sínar. •
Lögreglufulltrúinn Angel tók að sér að yfir-
heyra Jill sérstaklega, en Miller og Funk og ýms-
ir aðrir rannsóknarmenn lögðu einnig fyrir hana
nokkrar spurningar. Spurningar þeirra voru eins
og áður stöðugar endurtekningar. En smám sam-
an urðu spurningarnar mikilvægari og mikilvæg-
ari við þessar stöðugu endurtekningar og umstíl-
anir.
„Þér voruð einar heima, frú Hatterick ?“
,, Já. Það er að segja, Gross og ---.“
„Já, já. Við vitum það. Og þér sáuð, að ljósið
var slökkt þarna í stofunni, og var svo enginn
þar inni, þegar þér komuð þangað ?“
„Nei — ekki nema Rachel. Ég sá ekki aðra.
En nótnablaðið datt af hillunni, svo að það hlýt-
ur einhver að hafa opnað dyr eða glugga einhvers
staðar í húsinu, en hvar veit ég ekki.“
„Það er álit yðar, að myndast hafi loftstraum-
ur, nægilega sterkur til þess að blása nótnablað-
inu niður af slaghörpunni. Vitið þér um, hvort
nokkrar dyr voru opnar eða nokkur gluggi?“
„Nei. Gluggatjöldin voru dregin niður."
„Haldið þér í rauninni, að við trúum því, að
morðinginn hafi komizt út úr herberginu, án
þess þér hafið séð hann eða heyrt nokkuð til
hans?“
„Það veit ég ekki. Ég skýri aðeins frá því, sem
ég sá.“
Nú hættu þeir við þetta atriði og fóru að spyrja
um annaö. Hvenær hún hefði síðast séð Rachel lif-
andi. Hvað Rachel hefði sagt um græna litinn á
höndum hennar. Hvað hún hefði verið lengi ein
heima. En skyndilega komu þeir aftur að því
sama: „Þér sögðuð áðan, frú Hatterick, að þér
hefðuð séð ljós loga inni í herberginu."
Jill fór fram á að sent yrði eftir Guy Cole, en
það var ekki sent eftir honum. Hin vitnin hafa
ábyggilega farið fram á það sama, og það með
sama árangri.
Þegar komið var undir miðnætti voru rannsókn-
armennirnir búnir að komast að nokkrum föstum
staðreyndum. Rachel hafði verið stungin í bakið
af svo miklu afli, að hún dó næstum samstundis,
ef ekki alveg strax. Hattur hennar, hanzkar og
minnisbók lágu á rúminu í herbergi hennar á fjórðu
hæð, eins og hún hefði fleygt þessu frá sér í flýti.
Rannsóknarmennirnir álitu — með hliðsjón af
framburði Gross, herbergisþernanna og eldhús-
stúlkunnar — að Rachel hefði verið úti á göngu,
komið heim og farið beint upp í herbergið sitt,
tekið þar af sér hattinn, hanzkana og lagt af sér
minnisbókina í flýti og farið síðan niður í les-
stofuna. En -— þar eð hún var ekki í vinnufötun-
um og átti ekkert erindi í lesstofuna, var enginn
vafi á því, að einhver væri-þar, sem hún ætlaði að
finna. — Svo var þetta með litinn á höndum henn-
ar, þær báru enn merki um þennan leyndardóms-
fulla græna lit.
Jill sagði þeim allt, sem hún vissi um þennan
lit. Herbergisþernurnar höfðu líka séð þetta. En
Rachel sagðist sjálf ekki vita neitt um, hvaðan
þessi litlur var kominn, hvort sem það var nú satt
eða ekki.
„Ég aðvaraði hana,“ sagði Gross hikandi. „Það
var aðvörun-------.“
„Vitið þér, hvert erindi hennar var upp í her-
bergi sitt?“
Og Gross vissi það.
„Hún var að ná í dagbók,“ sagði hann. Það hlýt-
ur að hafa verið dagbókin yfir sjúkdóm fyrri frú
Hatterick." , »
Og nú varð Jill að koma til yfirheyrslu aftur.
Hún hafði haft nokkra stund til að hvíla sig uppi
í herberginu sínu — gamla herbergi Crystals, -—
en lögregluþjónn sat yfir hennir fram við dyrnar
og bruddi heslihnetur úr stórum pappírspoka.
Þegar rannsóknarmennirnir komu inn til þess að
yfirheyra Jill, stakk hann pokanum í vasann og
beið þess með eftirvæntingu að þeir færu aftur,
svo hann gæti á ný farið að fást við hneturnar.
Jill lá í legubekknum og hnipraði sig saman.
Hvað skyldi nú fara fram annars staðar í hús-
inu? Steven, Madge og Alicia voru fyrir löngu
komin heim, og einu sinni, þegar dyrnar voru
opnaðar, hafði hún heyrt að Andy var að tala við
einhvern niðri í anddyrinu. Hún heyrði að Andy
spurði:
„Hvers vegna má ég ekki tala við hana?“
„Fyrirskipanir eru settar til þess að þeim sé
hlýtt!“
„Nú jæja. Hvað segir lögfræðingur okkar um
það?“
Dyrunum var lokað, svo hún heyrði ekki svar-
ið við þessari spurningu. En ekki birtist Guy.
Hvað dagbókina snerti vissi Jill, að hún hafði
spurt Rachel um hana og að Rachel hafði neitað
því að hún vissi nokkuð um þessa dagbók. Þrátt
fyrir það var Jill samfærð um, að Rachel hefði í
rauninni vitað vel um það, hvar bókin var niður
komin.
„Hvað ætlaði hún sér með þessa dagbók?“
spurði einn rannsóknarmanna.
„Það veit ég ekki,“ svaraði Jill.
„Gross segir, að hún hafi verið að gráta í dag.
Hvers vegna grét hún?“
„Ég veit það ekki,“ svaraði Jill aftur — og þá
datt henni skyndilega i hug samtal þeirra Bruce
og Rachel inni í vinnustofu hans. Hún var viss
um, að það var Rachel, sem var inni hjá Bruce
og hún hafði heyrt að hún grét. Bruce hafði verið
öskureiður, en skyndilega breytti hann um tón
og sagði næstum biðjandi: „Náið þér nú í þetta
fyrir mig — og það strax!"
Ná í hvað? Dagbókina auðvitað. Bruee hafði
þá vitað um þetta! Það var ólíkt honum, þegar
hann var svona reiður að dylja skap sitt og tala
blíðlega eða biðjandi við fólk. Bruce hafði verið
að heiman allan seinni hluta dagsins og hafði
fyrst komið heim eftir að morðið hafði verið
framið og þá með blóðrönd á nöglinni! Jafnvel
þótt gúmmíhanzki hans hefði rifnað meðan á upp-
slturðinum stóð, hefði Bruce, sem var i eðli sinu
bæði smámunasamur og hreinlegur, aldrei hafa.
undir venjulegum kringumstæðum farið svo út
úr búningsherbergi sínu í sjúkrahúsinu, að hann
hefði ekki þvegið sér vandlega áður. Hann mundi
hafa burstað og nuddað hendur sinar og — —
en auðvitað gat þetta verið satt, að uppskurStir1
inn hefði tekið lengri tíma en hann bjóst við.
„Vitið þér þá ekki af hverju hún var að gráta?“
„Nei,“ svaraði Jill ákveðin.
Þetta samtal Rachel og Bruce var auðvitað ekki
nein sönnun, og því ætti hún þá að vera að minn-
ast á það við lögregluna?
Þegar rannsóknarmennirnir voru aftur farnir
og lögregluþjónninn frammi við dyrnar var bú-
inn að taka poka sinn upp að nýju, stóð Jill upp
og gekk út að glugganum til að opna hann. Á
sama augnabliki stóð lögreglumaðurinn við hlið
hennar og sagði:
„Ekkert ráp, kona góð. Gjörið svo v,el og sitjið
kyrrar á legubekknum."
„Ég ætlaði aðeins að opna gluggann," sagði Jill.
En það var ekki við það komandi, svo hún varð.að
fara aftur að legubekknum.
Klukkan um eitt um nóttina kom einhver að
dyrunum og kallaði lögregluþjóninn fram.
Hann stóð upp og fór fram og hallaði hurðinni
á eftir sér. Fyrst í stað hélt Jill, að hann mundi
koma inn aftur, en þegar langur tími var liðinn
og hann birtist ekki, hætti hún á að fara fram að
dyrunum og opnaði þær í hálfa gátt, en þá kom
hún auga á lögregluþjónin# við stigagatið og lok-
aði dyrunum í skyndi.