Vikan


Vikan - 02.01.1947, Blaðsíða 3

Vikan - 02.01.1947, Blaðsíða 3
YIKAN, nr. 1, 1947 3 EG MAN ÞA TIÐ Á annan í jóluin hafði Leikfélag Reykja- víkur frumsýningu á Ég man þá tíð (Ah, Wilderness), gamanleik í þrem þáttum eftir Eugene O’NeiftVí þýðingu Boga Ólafs- sonar, en leikstjóri er Indriði Waage. Eugene O’Neill er af írskum ættum, fæddur 16. okt. 1888, í gistihúsi, þar sem nú er Times Square 1 New York, sonur James O’Neill, sem var frægur, róman- tískur leikari, er ferðaðist með umferða- leikflokk árum saman og lék alltaf sama leikinn, Greifann af Monte Christó. Eugene O’Neill fór sjö ára gamall í kaþólskan skóla, svo í liðsforingjaskóla, menntaskóla og háskóla, en úr háskólanum er sagt, að hann hafi verið rekinn eftir eins árs dvöl, en það var árið 1907. Hann kvæntist 1909, áður en hann fór í gullleit til Mið-Ameríku. Gull fann hann ekki, en þótti ferðin skemmtileg. Faðir hans kostaði hann, þvi að hann var efnaður og vildi allt fyrir son sinn gera. Um þessar mundir fór hann háseti á farmskipi til New York og kynnt- ist þá fyrst sjómannalífinu, sem hefir haft mikil áhrif á leikrit hans. I leikskránni er grein um O’Neill, eftir Guðm. G. Hagalín, og segir þar m. a.: „Árið 1910 réðst hann á norskt seglskip, er fór til Argentínu, og þar á gufuskip, sem flutti nautgripi til Suður-Afríku. Árið eftir kom hann á ný til New York, lifði þar hundalífi og réðst svo á skip til Southamp- ton í Bretlandi. Þegar hann kom úr þeirri för, rakst hann á föður sinn og leikflokk hans í New Orleans og gerðist leikari í flokknum. En brátt sagði leikstjórinn, að hann væri óánægður með frammistöðu sonar síns, og Eugene sagði þá fyrir sitt leyti, áð ekki væri hann síður óánægður með hið heittelskaða leikrit Greifann af Monte Christó. Þar með var lokið leikara- störfum hins verðandi stórskálds, en nú fékk hann stöðu sem blaðamaður í borg- inni New London. Þar naut hann vinsælda og aðdáunar, og er ekki gott að segja, Úr Ieiknum „Úg' man þá tíð“, eftir Eugene O’Neill. Talið frá vinstri: Þóra Borg Einarsson sem Lilly, systir Nat Millers blaðaútgefanda, Amdís Björns- dóttir sem Essie, kona Nats, Brynjólfur Jóhannesson sem Sid Davis blaðamaður, bróðir Essie, Þorgrímur Einarsson sem Arthur, sonur Millershjón- anna, Valur Gíslason sem Nat Miller, Margrét Magnúsdóttir sem Mildred, dóttir Millers- hjónanna og Róbert Arnfinns- son sem Richard, sonur Mill- ershjónanna. (Ljósm. Vignir). hvernig farið hefði, ef berklabakteríur hefðu ekki gerzt nokkuð umsvifamiklar í lungum hins velþokkaða blaðamanns. Um jólaleytið 1912 varð hann að fara á heilsu- hæli — og þar velti hann mjög fyrir sér vandamálum lífsins yfirleitt og viðhorfun- um í sínu eigin lífi...“ 1914 kom út fyrsta bók O’Neills, nokkrir leikþættir. Um sömu mundir kostaði faðir hans hann í frægan skóla, þar sem kennd var leikritagerð. Það fyrsta, sem leikið var eftir O’Neill, var einþáttungurinn Austur um haf með farm til Southampton. Það var sýnt í gömlu fiskhúsi af leikfélagi áhugamanna og þó er talið, að með þeirri sýningu hef jist nýtt tímabil í sögu amerískrar leikritagerðar og leiklistar. Með þessum leikflokki fór O’Neill til New York „og þar var leigt gamalt hest- hús. Á örlitlu leiksviði í hesthúsi þessu voru leikin ýms leikrit eftir O’Neill, og leikhúsgestir sátu á hörðum trébekkjum. Hann komst einnig 1 samband við annað leikfélag áhugamanna, og kallaði það sig Leikfélag Washington Square. Það lék eft- ir hann nokkur smáleikrit. Félög sem þessi voru mörg í Bandaríkjunum og voru þau eins konar Leikfélag Reykjavíkur að því leyti, að í þeim störfuðu einungis þeir Viihjálmur Finsen sendiherra Framhald af forsíðu. Á þessum árum stundaði Finsen líka blaðamensku. Árið 1913 lét hann af störf- um hjá Marconifélaginu og 2. nóv. sama ár stofnaði hann Morgunblaðið, í félagi við Ólaf Björnsson, ritstjóra ísafoldar. Þeir seldu bæði blöðin 1. júlí 1919, en Finsen var ritstjóri Morgunblaðsins til 1. jan. 1922. Þá fluttist hann til Noregs og gerð- ist blaðamaður við „Tidens Tegn“ í Osló, þar til 1934, að ríkisstjóm íslands bað hann að taka að sér stöðu sem attache við dönsku sendisveitina í Osló. 18. júlí 1940 ráku Þjóðverjar hann úr landi og gáfu honum 36 tíma frest til að pakka dóti sínu og korqa sér burt. Fór hann þá fyrst til Kaupmannahafnar og komst í samband við ísl. ríkisstjórnina fyrir atbeina sænsku sendisveitarinnar og var honum þá falið að halda til Stokkhólms og stofna þar sendiráð og þar hefir hann verið sendi- fulltrúi síðan, en var skipaður sendiherra í október í haust. Það var mikið starf að vera sendifulltrúi í Stokkhólmi á stríðsárunum, því að óskap- legur f jöldi mála fór um sendiráðið. Greiða varð fyrir viðskiptum, sem námu 60—70 millj. ísl. kr., bæði í þágu ríkisins og ýmsra stofnana. Eins var það mikið verk og oft erfitt en ánægjulegt að koma kveðjum milli ættingja og vina heima og erlendis, en það starf sendiráðsins mun hafa glatt f jölda manns hér og úti í heimi, og marg- ur þakklætisvottur verið sýndur fyrir það. Sjö ár munu nú liðin frá því, að Vil- hjálmur Finsen var hér heima síðast, en að öllum líkindum mun hann hverfa út aftur um miðjan janúar. menn, sem höfðu áhuga á leiklist — en ýmist stunduðu önnur störf eða drógu fram lífið á einhverju, sem til féll, vildu flest til vinna að geta helgað sig leiklist- inni, og mörgum var þeim það sama í hug, að styðja að sköpun nýrrar leikritagerð- ar, sem tæki til meðferðar ný viðfangs- efni . . .“, segir Hagalín ennfremur í áð- urnefndri grein. Fyrsta leikrit O’Neill, sem ekki er ein- þáttungur, var Beyond the Horizon (Utan við sjóndeildarhringinn). Það var leikið 1920 og gefið út líka. Því var vel fagnað og fyrir það fékk hann Pulitzer-verðlaun- in, þau bókmenntaverðlaun Bandaríkj- anna, sem mest þykir til koma, „og upp frá þessu jókst fé og frægð Eugene O’Neills, svo að hann þurfti sízt á því að halda,að gamli James O’Neill styrkti hann. En gamli maðurinn, sem aldrei hafði geng- ið af trúnni á þennan frámunalega fagur- eyga og sérkennilega son sinn, lifði það, að sjá Utan við sjóndeildarhringinn leikið og að sonur hans fengi Pulitzer-verðlaunin. Sú saga er sögð, að þá er hann frétti um verðlaunin, hafi hann risið úr sæti sínu og sagt brosandi, en þó með tárin í augunum: „Nú skal ég glaður deyja — en það er bara svo indælt að lifa.“ Leiksýningin í Iðnó á annan jóladag heppnaðist mjög vel og stóðu ,,gömlu“ leikararnir sig, eins og vænta mátti, ágæt- lega (Arndís, Brynjólfur, Valur, Þóra), en sérstaka athygh vakti leikur Roberts Arn- finnssonar í hlutverki Richards, sonar Millers blaðaútgefanda. Það var að mörgu leyti erfitt og lítill vandi að eyðileggja það í meðförunum, en því meiri vandi að gera þessu hlutverki jafngóð skil og Robert gerði, þegar þess er gætt, að hann er til- tölulega nýr á leiksviði. Mörg atriði eru bráðskemmtileg í leikn- um og tilsvörin hnyttin og hnitmiðuð, og var sýningin öll mjög ánægjuleg.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.