Vikan


Vikan - 02.01.1947, Blaðsíða 4

Vikan - 02.01.1947, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 1, 1947 Sannkallaður þorpari. SMÁSAGA ETTA var á þeim tíma sólarhringsins, þegar allir menn, að undanteknum næturvörðunum, pylsuvagnamönnunum, andfætlingum okkar hinsvegar á hnettin- um og ungum sveimhugum, eru komnir til náða, — það er að segja um miðnætti. Mikael Trent stóð og hringdi dyrabjöll- unni hjá Ballum framkvæmdarstjóra. Hann varð að hringja margoft áður en opnað væri. Ung stúlka 1 grænum sam- kvæmiskjól kom í ljós út 'úr myrkri for- stofunnar. Mikael fann að hjarta hans barðist ákaft. Ó, hversu fögur hún var. — Ég opnaði af því ég var hrædd um að þú mundií' vekja pabba, sagði hún með rödd, sem greinilega kom beint úr kæli- skápnum. — Gerðu mér þann greiða að fara leiðar þinnar. — Já en Lilly, ég kom bara til þess að biðja þig fyrirgefningar. — Já, þú ert eflaust búinn að sjóða sam- an einhverja sögu. En ég hef ekki nokkra löngun til þess að hlusta á hana. — Láttu nú ekki svona, Lilly. Ekki gat mig grunað að Zita Zarova færi að finna uppá því að deyja í dag. Ég hef setið blý- fastur í ritstjómarskrifstofunni í allt kvöld við að semja eftirmæli. — Ég hefi heyrt minnst á eitthvað, sem kallað er sími. Engin maður — að minnsta kosti enginn almennilegur maður — læt- ur unga stúlku sitja og bíða eftir sér á kaffihúsi. Mikael langaði mikið til að taka til hennar og hrista hana eins og hvolp. — Ég er búinn að segja að mér þykir þetta afar- leitt. En ég þurfti að annast verk mitt, og það varð að sitja fyrir. Hugsaðu þér mig sitjandi þama á smóking og hamast á ritvél við að skrifa um þóttafulla film- stjörnu, sem í ofanálag er dauð, og allan þennan tíma varð ég að rembast við að vera ekki að hugsa um þig. — Um mig ? Fyrst þú gast nú ekki einu sinni gefið þér tíma til að hringja.. Nei, það er bara þetta, að þú ert skotnari í vinnu þinni en í mér. Mikael horfði lamaður á hana, en sagði svo allt í einu: — Ef ég nú býð þér í góm- sætan miðdegisverð á þriðjudaginn, held- urðu þá ekki að þú gætir fyrirgefið mér? Sérfræðingur í jökulfræði hefði ef til mátt greina örlítinn vott um hláku, er hún svaraði: — Og svo kemurðu auðvitað ekki frekar en núna — ég á við ef eitthvað markvert ber til tíðinda í bænum, eða það þarf að hafa viðtal við einhvern... — Það kemur ekkert uppá, sagði hann sannfærandi. — En ef eitthvað kynni nú að koma fyrir? — Þú ert meiri rugludallurinn. Hún þaut þegar í stað uppá nef sér. — Á ég að segja þér hvað ég kalla þann mann, sem umgengst stúlkur á sama hátt og þú. Það er sannkallaður þorpari. Mikael, hinn háskólagengni, ungi efni- legi blaðamaður við aðalblað bæjarins, gat ekki varist því að reka upp skelli- hlátur. Þorpari. Það hafði þó enginn kall- að hann áður. En hlátur hans jók ein- göngu reiði hennar. — Þorpari, sagði ég, hrópaði hún og skellti í lás við nefið á hon- um. Mikael labbaði heim á leið. Hann þurfti að hugsa. Lilly var falleg stúlka, en hún hafði verið gerð brekótt í uppvextinum. Og var nú alveg laust við að hún hefði upp- lag til þess að verða vargur? Hann mátti vera hamingjunni þakklátur fyrir að augu hans höfðu nú loks opnast fyrir þessu. En skyndilega datt honum annað til hugar. Nú, er hann hafði misst Lily hafði hann jafnframt misst framtíðaratvinnu þá, sem hann hafði gert sér von um að fá, þegar hann hefði gefist upp á blaða- mennskuþvarginu. Áður en hann kynntist Lily hafði Ballum framkvæmdarstjóri ver- ið góðvinur hans, og hann hafði lofað hon- um því, er tækifæri byðist, að beita áhrif- um sínum til þess að koma honum að við stjórnarerindrekstur. En svo hafði hann orðið fegurð Lilyar að bráð. Nú bjóst hann við að hún bæri hann út við föður sinn, og þá voru vonir hans þar að engu orðnar. VEIZTU — ? 1. Kafbátar eru meira ofansjávar en í i kafi. Hvers vegna ? f 2. Hver er nyrzti bær á Islandi? 3. Hvár var amtmannssetur norðanlands = 1783—1874 ? I I 4. Hvað getur fló stokkið langt? 5. Hvert er þvermál tunglsins? 6. Til hvaða eyjaklasa telst Lúzon? 7. Hvaðan er jazzinn kominn? 8. Hvað heitir verzlunarmálaráðherra i Bandaríkjanna ? f 9. Stytting á hverju er orðið Gestapo? 10. Hverrar þjóðar er málarinn Picasso? = Sjá svör á bls. 14. i Það var annars ljóta farganið að hún skyldi láta svona. Það síðasta sem hann hugsaði um, áður en hann festi svefninni, var að hann skyldi hitta Lily aðeins einu sinni enn þá, til þess að hann gæti sagt henni frá skoðun sinni á brekabörnum, sem væru að sletta sér fram í málefni karlmannanna. Nokkrum kvöldum síðar sá hann hana - á fjölmennum dansleik, og fyrst í stað stóð hann og gapti. Það var ekki vegna þess að hún væri að dansa við Pál Falding — hann hafði alltaf vitað að Páll mundi birtast undir eins og hann sjálfur hætti að vera verndari hennar — en hann undr- aðist þá uppgötvun sína, að hún var alls ekki eins fögur, eins og hann hafði gert sér í hugarlund. Nei, raxmverulega er hún hálf leiðinleg ásýndum, föl og þreytuleg, hugsaði hann, er þau lögðu af stað saman í dansinn. Nokkra stund dönsuðu þau án þess að mæla orð af vörum, og svo sagði hann: — Ég kom hingað til þess að skýra fyrir þér þá eiginlegu merkingu orðsins: Þorpari. Ég er búinn að fletta þvi upp. Hann leit á hana og sá sér til undrunar, að nú var hún aftur töfrandi fögur. Það var aftur kominn glampi í augun og sem snöggvast vottaði fyrir þeirri háðulegu til- finningu hjá honum, að hann væri enn hrifinn af henni. — Já, líttu á, þorpari, byrjaði hann, en þá var dansinn búinn, og þegar hljóðfæraslátturinn skömmu síð- ar hófst að nýju, kom Páll eins og elding og hrifsaði hana af honum. Það var ekki fyrr en hálftíma síðar að honum gafst á ný tækifæri til þess að bjóða henni í dans. Hún kinkaði náðarsam- lega kolli til samþykkis, og svo dönsuðu þau af stað steinþegjandi. En allt í einu brosti hún, svo geislandi og töfrandi, að á örlitlu broti úr sekúndu bráðnaði hjarta hans. — Lily, mælti hann, — ég elska þig. Við skulum gleyma þessu öllu og vera góð- ir vinir aftur. Það var ekki fyrr en hann hafði sagt þetta, að hann veitti því eftirtekt að brosinu, þessu geislandi og töfrandi, var stefnt yfir öxlina á honum. Hann sveifl- aðist í hring og sá þá smurðan kollinn á Páli. Þegar dansinum var lokið hneigði hann sig kurteislega og fór út úr salnum. 1 dyrunum mætti hann Ballum forstjóra, sem, að því er honum virtist, leit kulda- lega til hans og lét sér nægja að kinka lítil- lega kolli til hans um leið og hann gekk fram hjá. Lily hafði auðvitað lapið allt í föður sinn og borið honum illa söguna. Næstu tvo daga varð Mikael enn fyrir alvarlegum áföllum. Blaðið, sem hann vann við, hafði í huga að senda hann til útlanda. Verkefnið, sem hann átti að fá, virtist hið glæsilegasta, en vinur hans Pétur Molan, hafði sagt við hann: — Þetta er argasta forsending, vinur sæll. Þú mátt vera var- kár. Annars fer illa fyrir þér. Þetta varð Mikael ærið umhugsunarefni. Hann reyndi hvað eftir annað, að ná tali af Ballum for- stjóra, en árangurslaust. Síðasta áfallið Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.