Vikan


Vikan - 02.01.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 02.01.1947, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 1, 1947 vitaO ekki opinbert ennþá. Ég œtti raunar ekki að tala um það við neinn, en þetta er leynileg ákvörðun þeirra á milli.“ „Eruð þér að segja mér, að þau séu trúlofuð ?“ „Nei. Ég sagði, að það væri ekki opinbert, MacMahon. Þér megið ómögulega láta það fara lengra — þau eru svo ung og þetta er þeim svo viðkvæmt ennþá, blessuð börnin ímynda sér að enginn viti neitt nema þau sjálf. En svo mikið er víst að Sir John hefir gefið þeim blessun sína. Hann er glaður, að sjá Wöndu þannig borgið í framtíðinni. Ég vissi að þetta myndi gleðja yður, þar sem þér eruð vinur Sir Johns og yður þykir vænt um Wöndu eins og okkur öllum. Bill er ágætis rnaður." „Já, það er hann. Ef ég væri í klípu, myndi ég vera feginn að hafa hann við hlið mér. Hann er maður, sem á mikla framtíð fyrir sér og mun gera konu sína hamingjusama. En mér hefir aldrei dottið í hug, að Wanda væri ástfangin af honum.“ „Hún er svo mikið bam,“ sagði Rachel bros- andi, „og auk þess feiminn. En við skiljum hana og Bill líka. Þetta er henni fyrir beztu. Haldið þér það ekki?“ „Jú,“ sagði Sherry seinlega. „Það mun verða henni fyrir beztu.“ Wanda hafði vonað að Sherry myndi biðja hana aftur um dans, en það gerði haim ekki. Og þótt hún væri hvað eftir annað í sama hóp og hann við skenkiborðið virti hann hana naumast viðlits. 1 lok dansleiksins var bros Wöndu orðið stirt og óeðllegt, en hún minnti sjálfa sig á morgun- daginn — þá.átti hún að sjá Sherry aftur — já hann hafði sagt: „Ég skal líta eftir henni." Morguninn eftir fór Rachel aftur í borgina, án þess að Wanda færi með henni. Hún var með hatt á höfðinu, þegar hún kom að morgunverðar- borðinu og sagðist ætla verða samferða Sir John, þegar hann færi á skrifstofuna. Hún ætlaði að láta þvo og leggja á sér hárið. „Þú verður að hvíla þig, Wanda. Við komum seint heim í kvöld og svo vöktum við svo lengi í nótt. Ætlið þér alls ekki að koma með okkur, Sir John?" bætti hún við. En Sir John sagðist ákveðið ekki fara. Hann var ekki sérlega hrifinn af að ungu stúlkurnar færu þangað, en þar sem Herewardshjónin vildu það endilega og virtust vera svo hrifin af Rachel, vildi hann ekki spilla fyrir þeim ánægjunni. Það var heldur ekki neitt athugavert við það — hon- um hafði skilizt, að allt svo nefnda heldra fólk í Kario sótti þennan stað. Auk þess voru lávarðs- hjónin mikilsmegandi fólk og var hann glaður yfir, að þeim skyldi geðjast svona vel að Rachel. En hanrí hugsaði ekkert frekar um, hvers vegna honum þætti það svo mikilsvert. Rachel ók með honum yfir til Kairo og kom aftur með hárið hreint og logagyllt eftir hár- þvottinn. Hún minntist ekki á, að hún hefði gert neitt meira en að fara á hárgreiðslustofu. Stúlk- urnar voru tvær heima seinni hluta dagsins, en klukkan níu óku þær til Sepheards, þar sem þær borðuðu með Herewardshjónunum. Sherry, sem var í boði, ætlaði svo að koma og sækja þau klukkan ellefu. Wanda sat á svölunum hjá hinu fólkinu, þegar Sherry kom upp tröppurnar. Hún hafði hjart- slátt og elti hann með augunum, þegar hann gekk upp að borðinu til þeirra. Hann horfði á hana á móti, en það var ekkert hægt að ráða af svip hans. Hann heilsaði fólkinu og settist niður til að fá sér kaffisopa. Skömmu seinna héldu þau af stað — fyrst óku þau í leigubíl og fóru svo fótgangandi. „Þetta er skemmtilegt," hvíslaði frú Hereward. Þau voru nú stödd í hverfi, sem aðeins inn- fæddir menn bjuggu í. Við mjóa götu, sem þau gengu eftir stóðu há, hvít hús með svölum og lokuðum gluggahlerum. Á neðstu hæðunum voru hér og þar ávaxta- og vínverzlanir — og eigend- ur þeirra sátu snöggklæddir á dyraþrepunum og nutu kvöldsvalans. Allt í einu nam Sherry staðar fyrir utan stórt, fallegt hús og barði þar að dyrum. Einhver gægðist út um rifu, en opnaði svo hljóðlega hurð- ina. Þau komu irm í skuggalegt anddyri. Þjónn- inn sem lauk upp fyrir þeim sagði eitthvað við Sherry. Þau urðu vlst að bíða þar til umsjónar- maðurinn kæmi með bók, til að skrá nöfn þeirra í hana. Það fór hrollur um Wöndu. Sherry, sem stóð við hlið hennar spurði, hvort henni væri kalt. „Nei!“ „En það er hrollur í yður?“ „Já, af eftirvæntingu." „Finnst yður svo gaman að þessu ævintýri ?“ „Nei, — það er ekki það-------“ „Hvað þá?“ Hún leit á hann og færði sig nær honum, því að hún var allt í einu knúinn innri hvöt, sem húa réði ekki við. Hin þrjú höfðu snúið sér að dyrunum, sem var lokið upp fyrir fleiri gestum — Elm ofursta og fleirum, sem þau þekktu. Sherry kinkaði kolli til þeirra, en stóð kyrr við hlið Wöndu. „Eruð þér hræddar? Þetta er ekkert hættulegt." Hann var alvarlegur og brosti ekki og enginn heyrði hvað hann sagði við hana vegna hláturs og skvaldurs í fólkinu. „Ég er ekkert hrædd — auk þess -------“ „Auk þess hvað?“ „Þér sögðust ætla að líta eftir mér.“ „Það verður ekki nauðsynlegt. Þetta eru allt kunningjar yðar.“ Hann kinkaði kolli til hinna karlmannanna í anddyrinu. Augu Wöndu voru stór og spyrjandi. „Eru þér ekki líka vinur rninn?" stamaði hú» og aftur var hún gripin undarlegri tilfinningu og bætti við. „Ég vil heldur að þér verðið með mér.“ Hann leit á hana, en af augnaráði hans varð ekkert ráðið. „Já, stúlka mín, en það er bara ekki hægt,“ sagði hann blíðlega. Hún dró andann djúpt. „Við hvað eigið þér?“ „Spyrjið sjálfa yður,“ sagði hann rólega. „Þér hafið þegar ákveðið yður og hafið um leið valið rétt. En þar sem þér eruð búnar að því verður að gæta allra varúðar------“ „Varúðar!" Við hvað átti hann. Blessað barniði Teikning eftir George McManus. Mamman: Farðu nú varlega vinur og láttu ekki Lilla meiða Pabbinn: Ég vissi, að Lilla mundi takast þetta vel — sig. hann er sannarlega efnilegur drengur! Pabbinn: Það er engin hætta á því. Lilli verður mikill maður. Lilli: Go — go! hann hefir hæfileika til þess, en það er um að gera að byrja snemma á þvi að kenna honum, hvemig hann á að haga sér í lífinu. Pabbinn: Sjáðu, pabba, Lilli, sjáðu! Lilli: Go! Lilli: Da-da-da! Lilli: Da!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.