Vikan


Vikan - 02.01.1947, Blaðsíða 7

Vikan - 02.01.1947, Blaðsíða 7
VTKAN, nr. 1, 1947 7 Sannkallaður þorpari. Framhald af bls. 4. var, er hann frétti, að Lily ætlaði í þriggja vikna ferðalag með stóru línuskipi. Og á farþegalistanum mátti sjá, að Páll Fald- ing var meðal farþeganna. Mikael komst að þeirri niðurstöðu að hann yrði að hitta Lily einu sinni enn þá, ef ekki til annars, þá til þess að láta hana vita, hversu heimskulegt það væri af henni, að ætla að giftast öðru eins fífli og Páll væri. Hann hrifsaði símann. Hún var ekki heima. Með stuttu millibili endurtók hann upphringinguna, og tveimur tímum seinna hljómaði rödd hennar raunverulega í eyr- um hans. — Halló, þetta er ungfrú Ballum. — Góðan daginn, Lily. Þetta er Mikael. — Mikael? Hvað þá, ert þú í bænum enn þá? sagði hún með undrun í röddinni. — Já, ég vil fá að hitta þig, svaraði hann höstugur. — Ég er önnum kafin við að búa mig. En við skulum sjá. Þú getur fengið að tala við mig í hálf tíma, klukkan fimm í eftirmiðdag. — Mikael bölvaði í hljóði. — Þú veist ósköp vel, að um það leyti verð ég að vera við blaðið. — Ég hélt að þú þyrftir endilega að hitta mig. — Þe§s þarf ég líka, hróþaði Mikael og lagði heyrnartólið á. Hann hafði tekið eina af þessum skyndilegu ákvörðunum, sem síðar á æfi hans áttu að gera hann frægan. Þennan sama. eftirmiðdag átti Mikael viðtal við erlendan stjómmálamann, sem var þarna á ferðalagi, og á eftir þaut hann upp í ritstjórnarherbergið. Vinna hans lét hann gleyma öllu öðru. Það var -ekki fyrr en um tíuleytið að hann hafði lokið verki sínu og einmitt þá kom Pétur Molan upp til hans. — Ætlarðu ekki að borða kvöldverð? spurði Pétur. — Þú getur bölvað þér upp á það, svar- aði Mikael. — Við skulum fá okkur konga- máltíð. Og á eftir átt þú að hjálpa mér að ná í stiga.-------- Það var á þeim tíma sólarhringsins þegar allir menn, að undanteknum nætur- vörðum, pylsuvagnamönnum, andfætling- um okkar hins vegar á hnettinum og ung- um sveimhugum, eru komnir til náða — það er að segja um miðnætti. Gamli bíl- stjórinn hans Péturs nam staðar fyrir utan dyrnar á villu Ballums forstjóra, og Mikael steig út úr honum og tók stigann á herðar sér. — Þetta er ekki nema fimm mínútna verk, mælti hann. Það var ekkert ljós í glugganum hjá Lily, en glugginn stóð opinn. Mikael kleif upp stigann og stakk höfðinu inn í her- bergið. — Lily, hvíslaði hann. Ekkert svar. Hann kallaði aftur, og nú nokkuð hærra, og skyndilega var kveikt ljós í herberginu við hliðina á rúminu. Lily settist upp og glápti á hann. — Þetta er ég, Mikael, sagði hann hljóð- lega. — Fyrirgefðu að ég kem nokkuð seint, en ég var önniun kafinn klukkan fimm. Af vinnu minni, eins og þú munt skilja. Farðu í einhverjar flíkur og komdu með mér. — Það geri ég aldrei, sagði hún og lagði áherzlu á hvert orð. — Þú ert ert ... — Þorpari, bætti Mikael við. — Komdu nú. Ef þú kallar kem ég inn til þín. Eng- inn mun trúa því að ég sé hér án vitundar þinnar eða vilja. Flýttu þér nú dálítið. — Aldrei að eilífu. I einu glæsilegu hoppi var Mikael kom- inn inn í herbergið. Lily leit á hann með skelkuðu augnatilliti og sveipaði teppinu fastar um sig. TJrræðaleysi hennar hrærði Mikael. — Lily, mælti hann blíðlega. — Ég elska þig. Auðmýktin í rödd hans gerði hana aft- ur hugrakka. — Var það ekki það sem ég sagði. Þú ert sannarlegur þorpari. — Jæja, þá segjum við það. Með snör- um handbrögðum reif hann hana út úr rúminu með teppi og öðrum rúmbúnaði. Hann þrýsti henni fast að sér og kyssti hana æðisgengið, og hún virtist sjá að von- laust væri að bera sig á móti. Til þess að verjast því að hún dytti lagði hún meira að segja annan arminn um háls honum. Framh. á bls. 14. Innilegustu óskir um farsœlt nýtt ár færum við öllum. Viðtœkjaverzlun ríkisins. 9 & I Gleðilegt nýár 1 v Ml $ Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. v V $ »5 v v Prjónastofan Hlin. * V 8 4 I V 4 4 4 V V 5 voooooooocoooooooooooooooooooooooooooooocoooooooooooc ♦»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>; Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Verzlunin Björn Kristjánsson Jón Björnsson & Co. Gleðilegt nýár! Þökkum viöskiptin á liðna árinu Kexverksmiðjan Frón h.f. OOCCCCOOCCCCCCCCCCCCCCCCCOCCCCOCCCCCCCCCCCCCOCCCCOCCS

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.