Vikan


Vikan - 02.01.1947, Blaðsíða 10

Vikan - 02.01.1947, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 1, 1947 lillnminiHllllllltl(HIIIHIIIIIIIIIIIIIIinillll||ll|||l|HHMIIMUIUH||IIIIIIHIMIIIII • HEIIUILIÐ • Matseðillinn. Fiskbúðingur í skeljum. 180 gr. hveiti, 180 gT. smjör- líki, V, 1. mjólk, 8 egg, salt, sykur, pipar, sinnep. Jafningur er búinn til úr hveitinu og smjörlíkinu, þynnt út með mjólk- inni og látið kólna. Þegar það er orðið kalt, er rauðunum hrært sam- an við, ein í einu, því næst er krydd- ið látið í. Síðan eru eggjahvíturnar þeyttar og settar í. Látið í mót eða skeljar. Skeljarnar eru fyrst smurðar innan með smjöri; því næst er steytt- um tvíbökum stráð í. Svo er jafn- ingur settur í, þá fiskur og aftur jafningur. Tvíbökum steyttum stráð yfir og brætt smjör látið drjúpa í. Bakist við góðan eld, í skeljum 20— 30 mín., í móti c. 1 klst. Prinsessubúðingur. 100 gr. hveiti. 130 gr. sykur. 6 egg. 100 gr. smjör. % líter mjólk. Salt, vanille, kardi- mommur. Smjörið er brætt og hveitinu hrært I það, síðan er mjólkinni smáhellt út í og stöðugt hrært í pottinum, þang- að til þetta er orðið þykkt og jafnt, þá er það tekið af eldinum og látið kólna dálítið. Eggjarauðurnar eru hrærðar með sykrinum, þangað til þær eru orðnar ljósar og þykkar, þá eru þær hrærðar út í deigið ásamt ögn af vanille, kardemommum og salti, þá er hvítunum, vel þeyttum jafnað út í deigið. Búðingurinn er bakaður í móti með föstum botni og borinn heitur á borð í mótinu. Með honum er höfð saftsósa. Húsráö Með því að bera litlaust naglalalck á silfur-kertastjaka er hægt að hindra að falli á þá. Is er bezt að ná í sundur með því að lemja stóran nagla í hann. Moln- ar ísinn þá í sundur. Gleöilegt nýárl Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Landssmiðjan. MIIIIIIIIHIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllimillllllllllllllllllilllllllllliDIIIIIIIIIIMi 1 GLEÐILEGS NÝÁRS óskum við öllum okkar viðskiptavinum. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. | Þvottahúsið ÐRÍFA. .............................................................. IGleðilegt nýár! 1 Skipaútgerð ríkisins. | IVIATARÆÐI Þegar gestir komu að deginum og þeim var boðið inn, var þeim vana- lega gefinn hræringur í merkurskál og mjólk út á, því að ekki mátti taka upp eld, nema mikið lægi við, eftir að hann hafði verið byrgður niður. Ef tveir menn komu i einu, var þeim borinn hræringur í stærra íláti og þeir látnir borða við sinn barminn hvor, voru sumir kímileit- ir yfir því. Sumum gestum vildi Kristrún taka sérlega vel, var þá malað bankabygg og bakaðar lummur og hitað kaffi. Allt korn var malað heima á þeim árum. Kvömin var í eldhúsinu, og var þar oft ólifandi fyrir reyk og illt að standa við kvörnina. Ég mal- aði mikið á vetrum, var það erfitt, sérstaklega vegna þess, að ég var svo lítil, að ég varð að standa á kassa til þess að ná upp á kvörnina, og gekk þó illa. Oft þyrsti mig við kvörnina, en aldrei mátti ég drekka vatn. Krist- rún sagði, að ég fengi þá vatnssýki og svo þyrfti ég meira að borða. Ekki veit ég, hvað olli þvi, að ég var svo þyrst og langaði sárt í vatnað drekka, og fegin varð ég á kvöldin, þegar Kristrún lét mig bera inn vatn í litl- um bala til að þvo sér úr, að geta þambað úr honum á leiðinni inngöng- in, því að þar sá enginn til mín. Aldrei mátti leggja frá sér spón, þegar búið var að borða, nema hvolfa honum. Ef einhver lagði spóninn upp í loft, merkti það, að hann hefði ekki fengið nóg og vildi fá meira. Skal hér skýrt frá einu atviki, er ég minn- ist vel í þessu sambandi. Einhverju sinni sem oftar kom Guðmundur dúllari og baðst gist- ingar. Kristrún þvertók fyrir það, var lítið um hann og þótti hann lítils verður. Guðmundur rölti því áfram og stefndi upp að Uppsölum, sem er næsti bær. Þetta var á þeim tíma, er ánum var stíað fyrir fráfærur. Þegar Guðmundur var nýfarinn, lögðum við öll af stað úr bænum, nema Kristrún, til þess að stia ánum. Þær voru dreifðar um brekkurnar, fyrir ofan, og þurftum við að reka þær upp í f jallhús, sem eru uppi undir fjallshlíðinni, allangt fyrir ofan bæ- inn. Á leið okkar upp eftir fundum við Guðmund sofandi undir barði nokkru, og röskuðum við ekki ró hans. Lengi vorum við að snúast við ærnar og komum ekki heim fyrr en mjög seint, var Kristrún þá úti á hól að taka saman klíning. Hún var búin að skammta, og gekk nú hver að sinni skál, en þegar Ólafur ætlar að taka til matar sins, er skálin tóm. Varð Kristrúnu þá að orði: „Ekki er öll mæðan eins, og spónninn upp í loft.“ En það er af Guðmundi að segja, að þegar hann sá, að fólkið var horf- ið með ærnar, sneri hann aftur heim að Kúskerpi og sætti færi um að kom- ast að skál Ólafs, og tókst honum það greiðlega, þar sem Kristrún uggði ekki að sér. Sagði karl frá þessu á Uppsölum og þóttist hafa náð sér vel niðri. (Lok kafia úr bók- inni „Ég vitja þín æska“, eftir Ólínu Jónsdóttur). Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Soffíubúð. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. H.F. HAMAR. V V I I I V V $ v V V V Gleðilegt nýár! Þökkum það liðna. Á. Einarsson & Funk. Nora Magasin. • I .1 v ►J V v V V V ►;< í ►?< ►?< >>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>;

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.