Vikan


Vikan - 02.01.1947, Blaðsíða 11

Vikan - 02.01.1947, Blaðsíða 11
V3KAN, nr. 1, 1947 11 OMiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimttmmKniimaiiiiifiMiMMitiiiiiiiiiiimfaimiiiniiimmiiiHiitMMiiiiMmtiMMittNSMtMiMiiniimiiiiiiiitniiiiiiiiifiiiiutiiiiiiiiiiuiMMiii MIGNDN G. EBERHART: Framhaldssaga: imiiimiMiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiii i,a 23 I SEINNI KONA LÆKNISINS Alicia hafði í orðum og látœði hegðað sér eins og leikarar, og Jill hafði fram að þessu ekki tekið hana alvarlega. Hún hafði getað horft á hana kæruleysislega, en við þessi síðustu orð brá henni svo, að hún leit undan og treysti sér ekki lengur til að horfa framan í hana. Hún yppti aðeins öxl- um og gekk hægt út að glugganum. Getur þetta — hugsaði hún. Nei, hún segir ekki satt! Hún tók á öllu, sem hún átti til, og gat stamað upp: ,,Þú ætlast þó ekki til þess að ég trúi þessu? Bruce hefur ekki-------“ „Hver hefir haft betra tækifæri til þess en hann?,“ greip Alicia fram i fyrir henni. „Hver heldur þú að hafi vitað betur en hann, hvemig hægt var að framkvæma þetta? Þetta er eina ástæðan til þess að við Bruce giftum okkur ekki. Bruce vildi að við giftum okkur skömmu eftir dauða Crystal, en ég vissi. — — — Nú, jæja, ef þú vilt heyra sannleikann í málinu, þá var ég hrædd. Ég vildi ekki láta draga mig inn í þetta mál, ef svo færi að það kæmist einhvem tíma upp.“ Þótt einkennilegt væri, trúði Jill þessu. Ef Alicia hefði vitað, eða rennt grun í, að Bruce hefði myrt Crystal, þá hefði hún verið hrædd. Hún hefði ekki verið hrædd vegna Bruce, né heldur vegna verknaðarins sjálfs, heldur aðeins sjálfrar sin vegna. Alicia hugsaði aðeins um sjálfa sig, og ógæfu annara eða bágindi komu henni ekki við. En að vera grunuð um morð var of mikið, jafnvel fyrir hana. „Jæja, hvað segir þú um þetta?" spurði Alicia óþolinmóð. „Hvað er það, sem þú segist vita og valdið getur því, að ég yrði strax tekin föst?“ spurði Jill í stað þess að svara. „Það er nokkuð, sem hefir úrslitaþýðingu í því efni,“ svaraði Alicia. „Það skiptir ekki máli hvað ég segi eða segi ekki, heldur hitt, hvort þeir finna það. Ég get komið í veg fyrir að það finnist og það mun ég gera, ef þú lofar að gera það, sem ég nefndi nú rétt áðan.“ „Ég lofa engu um það,“ svaraði Jill ákveðið. „Þú hlýtur að vera viti þínu fjær að koma með slíka uppástungu, Alicia!“ Alicia beið ekki boðanna, en sneri sér á hæl og gekk hröðum skrefum út úr lesstofunni. Jill fór að velt því fyrir sér, hvort hún væri ekki sjálf viti sínu fjær að hafa neitað tilboði Aliciu svona þverlega. Hún reyndi að gleyma augna- ráðinu, sem hún hafði fengið hjá Aliciu, þegar hún fór út, en hún gat það ekki. Hún reyndi einnig árangurslaust að sannfæra sjálfa sig um, að allt það, sem Alicia hafði sagt um Bruce og Steven, væri ósatt. „Það er ég, sem Bruce elskar," hafði hún sagt, en hún hafði einnig sagt: „Það var Bruce, sem myrti Crystal!" Við annað tækifæri áður, hafði Alicia ásakað hana sjálfa ' — Jill — fyrir að hafa myrt Crystal. Hafði það verið til þess að draga athyglina frá Bruce og henni sjálfri? Það hræðilega við þetta allt var þó, að Bruce hefði í rauninni getað verið valdur að dauða Cryst- al . . . Skömmu síðar fór Jill inn í herbergið sitt — og fann þá af einskærri tilviljun óvæntan hlut þar inni. Hún hafði gengið að legubekknum, sezt á hann og hallað sér upp að sessunum. Hún var niðursokkin í að hugsa um það, sem Alicia hafði sagt, og fingur hennar fálmuðu í eirðarleysi með- al sessanna — og þá rakst hún skyndilega á eitt- hvað ílangt,. sem falið var milli þeirra. Hún tók þetta fram og starði á það bæði hrædd og undrandi. Þetta var hnífur, hárbeittur uppskurðarhnífur og honum hafði verið vafið inn- an í ljósrauðan vasaklút, sem Jill átti sjálf. Henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds við þennan óvænta fund. Alicia hafði verið að tala um eitthvað, sem valda mundi því, að Jill yrði tekin föst þegar í stað, ef það fyndist. Það var heppilegt að lögreglan skyldi ekki hafa rann- sakað herbergið hennar, því þá hefði hún strax rekizt á hnífinn. Hún var enn með hnífinn milli handanna, þeg- ar henni var tilkynnt að Andy væri kominn og vildi fá að tala við hana. Þar sem Ady var heim- ilisvinur hafði hanp farið inn í vinnustofu Bruce og beið hennar þar. Jill fór í rúskinnsjakka með djúpum vösum, faldi hnífinn í einum vasanum og fór að hitta Andy. Það var eins með Andy og Aliciú að hann lok- aði dyrunum vandlega áður en hann sagði nokk- uð. Það fyrsta, sem hann sagði, var: „Hefir þú séð dagbókina um veikindi Crystal -----ég á við, þetta eina blað, sem rifið hafði verið úr henni?" „Já, Andy, ég hef séð það.,‘ Hann spurði hana ekkert út í það, hvað stað- ið hafði á þessu blaði. Hann var fölur og þreytu- legur og horfði óttasleginn til dyranna, eins og hann væri hræddur um að einhver gæti heyrt til þeirra. „Jill.-----Þú ert ekki örugg í þessu húsi. Þú getur ekki verið hér. Ég leyfi það ekki, að þú dveljir svo mikið sem einni nótt lengur undir þessu þaki.“ „En ég verð að vera kyrr. Ég get allt ekki kom- izt burt, þótt ég vildi.“ „Jú, þú getur komizt. Ég skal sjá um það. Hlustaðu nú aðeins á mig. Ég þekki gamla og góða konu, sem eitt sinn var sjúklingur minn, og hún er fús til að gera allt fyrir mig, sem ég bið hana um. Hún mun taka þér opnum örmum og gæta þín . . . Ég skal koma öllu þannig fyrir, að við sleppum héðan án þess nokkur verði þess var. Þegar þú ert svo kominn á öruggan stað, þar sem þér er óhætt að vera, þá getum við hringt til lögreglunnar og skýrt henni frá hvar þú ert, og þá geta þeir sett lögregluþjón á vörð í húsið hjá gömlu vinkonu minni, eða hvað þeir annars vilja aðhafast. En þeir geta ekki neytt þig til að dvelja í þessu húsi, þar eð líf þitt er í hættu hér. Þú hlýtur að skilja þetta, Jill,“ sagði hann að lokum, og það var ekki laust við að hann væri skjálfraddaður. Jill skildi þetta ofurvel. Hann tók þögn hennar fyrir samþykki og hélt áfram: * „Kemur þú þá ekki með mér, Jill?" Hún lokaði augimum og þreifaði með hendinni um hnífinn í vasa sínum. „Jú,“ sagði hún hægt, „ég kem. Segðu mér að- eins, hvernig við eigum að komast — og hve- nær.“ Andy hafði hugsað þetta allt út. Það var ósköp einfalt, að því er hann sagði. „Já, ef þetta tekst nú,“ svaraði Jill, þegar Andy hafði útskýrt ráðagerð sína. „Það tekst!" svaraði hann með sannfæringar- krafti. „Ef þeir halda, að ég sé að reyna að flýja" sagði Jill, „þá taka þeir mig strax fasta. Þeir gætu tekið það sem sönnun þess, að ég væri sek.“ „Nei alls ekki. Ef þeir gætu stöðvað okkur á leiðinni, þá yrði það þó aldrei verra fyrir þig en það er nú. En trúðu því, að þá mun ekki renna grun í neitt fyr en þú ert komin á örugg- an stað hjá gömlu vinkonu minni, og við hringj- um til þeirra og segjum þeim sjálf frá dvalar- stað þínum. Þeir geta ekki fundið neitt athuga- vert við það, þótt þú viljir komast burt úr þessu húsi, þegar þú leynir ekki fyrir þeim, hvar þú ert.“ Andy vissi ekki hina raunverulegu ástæðu fyrir þessari ákvörðun. Hún stakk hendinni i vasann. Andy var órólegur, því nú heyrðist ómur af sam- tali einhverra innan úr borðstofunni. Jill dró hnífinn skyndilega upp úr vasa sínum og hélt honum fyrir framan augun á Andy. „Sjáðu hvað ég er með hér, Andy,“ sagði hún hrædd. „Jill, hvernig í ósköpunum-----?“ Hún greip fram í fyrir honum og skýrði hon- mn frá því hvernig á þessu stóð. „Þá er þetta ákveðið, Jill, að þú kemur með mér. Nú ert þú beinlínis neydd til að fara héðan. Ó, þessi bölvaður kvenmaður!" „Áttu við Aliciu?" „Hún hatar þig, Jill. Samt hefði ég ekki haldið, að hún mundi genga svona langt i að sýna þér fjandskap. Það er bezt að þú fáir mér þennan hníf, svo ég geti eyðilagt hann eða falið hann einhvers staðar. Nú — — en fyrst verð ég að hringja til frú Brown og skýra henni frá þvi, að þú komir. Það er bezt að þú hefir engin föt með þér4 þvi jafnvel minnsta handtaska mundi geta vakið athygli lögreglumannanna og verða til þess að þeir stöðvuðu okkur. Þú getur altaf sent eftir dótinu þínu, þegar þú ert komin heim til frú Brown." Hann stóð upp og gekk til dyranna. „Þú bregzt mér ekki, Jill,“ sagði hann í bæn- arrómi. „Ég elska þig svo heitt. Ég get ekki hugsað til þess að láta þig dvelja enn eina nótt í þessu húsi." Þegar Andy var farinn og Jill fór að hugsa um ráðagerð hans, fanst henni þetta ekki eins einfalt og Andy vildi vera láta. Samt sem áður fanst henni ekki verða hjá því komist að fara burt úr þessu húsi. Það var ofdirfska af henni að vera kyr hér lengur, þegar farið var að leggja fyrir hana gildrur, eins og nú hafði verið gert með þessum hníf. Ef hún segði rannsóknarmönnunum frá þess- um hníf — hvað mundu þeir þá gera? Líklega það sama og þeir gerðu, þegar þeir fundu duftið í vatnsglasi hennar — það er að segja ekkert, hugsaði Jill. Hún virti fyrir sér klútinn, sem verið hafði utan um hnífinn. Það var líkt Aliciu að velja þennan klút, sem Jill átti og var svo áber- andi og einkennilegur, að allir mundu kannast strax við hann. Innan í þennan klút hafði hún lagt hníf, sem gat verið vopnið, sem Hachel var vegin með. Það mundi sjálfsagt aldrei koma í Ijós hver það var, sem sendi hana upp eftir dag- bókinni og réði henni síðan bana, en læddist sjálf- ur burt með dagbókina, án þess þó að vita, að í hana vantaði eitt blaðið, mikilvægasta blaðið. Þetta gæti verið morðvopnið.. . Og hvort sem þetta var nú sá hnífur, sem morðinginn hafði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.