Vikan


Vikan - 09.01.1947, Blaðsíða 2

Vikan - 09.01.1947, Blaðsíða 2
PÓSTURINN Kæra Vika! Eftir hvern er úti kyrrt er allt og hljótt og byrjar ekki eitt erindið svona: Fuglinn hýr er fyrrum svaf? Ljóðelsk. Svar: Það er eftir Helga Hálf- dánarson. 1 Vasasöngbókinni eru þessi þrjú erindi: TJti kyrrt er allt og hljótt, ekki kvik á nokkru strái. Vindar sofa sætt og rótt, sjávaröldur kúra í dái. Víður himinn, lögur, láð ljóma sunnugeislum stráð. Ungleg brosa grös á grund, gróður prýðir laut og bala. Blómleg skreyta birkilund blöðin bræn í hliðum dala. Fifill undir fögrum hól faðminn breiðir móti sól. Fuglinn hýr, er fyrrum svaf fjarri byggð í skorum kletta, vetrarblundi vakinn af, víða þreytir flugið létta, hátt í lofti hörpu slær, heilsar vori röddin skær. Kæra Vika! Eru salamöndrur til hér á landi? Getur þú lýst þeim eitthvað fyrir mér ? Patti. Svar: Nei, þær eiga ekki heima VIKAN, nr. 2, 1947 hér á landi. Þær eru af flokki frosk- dýranna og er svofeld lýsing á þeim I Dýrafræði Bjarna Sæmundssonar: „Vatnasalamöndrur á Norðurlöndum eru á stærð við eðlur og svipaðar þeim í útliti, hafa flatt höfuð, sival- an háls og bol, smáar fætur, með klólausum tám og þunnan sundhala. Húðin er ber, en hefir á sér vörtur, er gefa frá sér slím, sem heldur henni rakri, þegar þær eru á landi. Salamöndrur þessar lifa á smádýr- Framh. á bls. 15. Orðsending frá íslendingasagnaútgáfunni: Hinni nýju útgáfu Islendingasagna hefur þegar verið svo vel fagnað af íslenzkum bókamönnum, að auðséð er, að þeir kunna að meta kosti hennar: vandaðan texta, smekklegan frágang, ódýrt verð, — en þó sérstaltlega, að hér eru allar þess- ar sögur og þættir gefnar út í fyrsta sinn og það er látið fylgjast að, sem saman á. Þetta munu menn þó kunna að meta enn betur, þegar nafnaskráin kemur í einu lagi, töfralykillinn að þessu safni. Utgáfunni hafa þegar borizt mörg tilmæli og áskoranir mætra manna að láta hér ekki staðar numið. Eftir rækilega athugun hefir nú verið afráðið að prenta á næstu árum þessa flokka fornrita með sama sniði: I. Sturlunga sögu, Biskupa sögur (hinar eldri) og hina fornu Annála til 1430 — með sameiginlegri nafnaskrá. — Sturlunga saga og Biskupasögur gerast samtímis, fjöldi sömu manna kemur þar við ýmsar sögur. Enginn getur haft full not Sturlungu án Biskupa sagna. Má til dæmis nefna, að í Sturlungu er einungis prentaður síðari hluti Hrafns sögu, en fyrri hlutinn í Biskupa sögum. Annálar verða þessum sögum samferða, aulc ýmsum fróðleik við þær og taka við, þar sem þær hætta. Þarna fá íslendingar í einu lagi allar helztu heimildir um tímabilið frá 1100 —1430, hinar örlagaríkustu aldir sögu sinnar. H. Sæmundar-Edda, Snorra-Edda, Fornaldar sögur allar og Þiðriks saga af Bern. Alkunnugt er, að úr Sæmundar-Eddu eru algjörlega glötuð mörg hetjukvæði, sem eru einungis þekkt úr endursögn Völsunga sögu. Þiðriks saga er alveg ókunn almenningi á Islandi, en fjallar um sama efni sem hetjukvæði Eddu. Því að- eins að maður hafi þetta allt saman með sameiginlegri nafnaskrá, eiga menn greiðan aðgang að öllum höfuðheimildum um goða- og hetjusögur Norðurlanda. Vegna þess, að nú er í ráði að gefa Heimskringlu út í ódýrri útgáfu og Flateyjarbók, sem er nýprentuð, hefir inni að halda þær Noregsk munga sögur, sem vantar í Heimskrin glu, mun varla verða hugsað til að gefa þær sögur út fyrst um sinn. En hins vegar mun verða undirbúin útgáfa Riddarasagna, en þær hafa aldrei verið prentaðar nema á stangli, em allar uppseldar og fágætar, margar hinna beztu óprentaðar, en eru mjög skemmtilegar og hafa löngum verið allra sagna vinsælastar. Kjörorð Islendingasagnaútgáfunnar eru: Ekki brot, heldur heildir. Saman í heild það, sem saman á. ISLENDINGASAGNAðTGÁFAN. Pósthólf 73. Seyhjank. Útgefandi: VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.