Vikan


Vikan - 09.01.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 09.01.1947, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 2, 1947 Það var enginn uppi. Hún var enn fastákveðin í að fara burt, þvi það var það eina rétta. Hún var að fullvissa sjálfa sig um þetta á meðan hún var að fara i dökku gröfgerðu kápuna og setja á sig litla brúna flókahattinn. Síðan setti hún á sig gömlu regnslána með stóru hettunni. Ein- hverja aura þurfti hún að hafa með sér fyrir fari í lestinni, en voru ekki nokkrir smáaurar í kápuvasanum? Jú, það hlaut að vera nóg. Kápa, hattur, regnslá með hettu og smápeningar — var það nokkuð annað, sem muna þurfti eftir? Æ, jú — hönzkunum hafði hún gleymt. Jæja, þá var hún tilbúin. Hún varð að flýta sér, þvi það var orðið nokkuð áliðið dags. Hún tafði sig ekki við að litast um í herberginu sínu — herbergi Crystals — því hún var fegin að vera laus við að koma þangað aftur. Þegar hún kom niður í anddyrið sá hún að nokkur sendibréf höfðu verið lögð þar á borðið. Hún veitti því athygli að eitt þeirra var stílað til hennar. Hún tók það og stakk því í vasann, um leið og hún gekk fram hjá. Pram að þessu hafði allt gengið eins og i sögu. Enginn hafði séð hana, enginn hafði reynt að stöðva hana. Hver veit nema Andy hefði á réttu að standa og það mundi ekki reynast svo erfitt að komast burt . . . Hún gat auðvitað ekkert vitað um það sam- tal, sem fram fór í einni skrifstofunni í lögreglu- stöðinni. Angel lögreglufulltrúi sat við stórt skrif- borð, sem hlaðið var alls konar skjölum, en ofan á þeim, á miðju borðinu, var lítil brún leðurtaska. Fyrir framan borðið stóð Funk litli. Nei, nú dreg ég þetta ekki lengur! Ég læt taka hana fasta nú í dag. Auðvitað hefir það verið hún, sem setti eitrið í lyfið hjá annari þeirra og í te-ið hjá hinni. Það er nóg af eitri í þessari tösku til þess að . . .“ ,,En þér hafið alls ekki spurt hana neitt um þessa tösku og þó hafið þér haft hana í vörzlum yðar allt frá því að . . .“ „Já, frá því að þér funduð hana í skápnum hennar, maður. En það ætti að vera óþarft að spyrja hana nokkuð um þetta. Ég vissi strax, að hún átti þessa tösku, og við vitum svo sem hvað í henni er, eintómt bannsett eitur! Ég hef undir- búið allt fyrir handtökuna, og sjáðu svo til, hvort þetta fer ekki allt eins og hef sagt. Þegar hún Sér þessa tösku, þá fellur henni allur ketill i eld. Og síðan kemur játningin." Funk stóð lengi kyrr og þögull. Síðan sagði hann hægt og rólega: „Það er mjög líklegt að þér, herra fulltrúi, hafið rétt fyrir yður. En gaman væri að eigandi bjórstofunnar leysti frá skjóðunni fyrst.“ „Ef hann vill ekki gera það með góðu, þá skal hann fá að gera það með illu.“ Funk sagði ekkert við þessu. „Hvað er nú, Funk?“ spurði Angel önugur. „Eruð þér ekki ánægður með þetta enn?“ „Nei, það er ég ekki.“ „Eruð þér enn á þeirri skoðun — þvert ofan í álit mitt — að taska þessi sanni, að hún sé sak- laus frúin?“ „Já, herra fulltrúi. Ég held það leiði af sjálfu sér, að ef hún hefir notað eitrið úr þessari tösku í þeim tilgangi, sem þér viljið vera láta, þá mundi hún hafa látið það vera sitt fyrsta verk að eyði- leggja töskuna, eða að minnsta kosti það, sem eftir var af eiturlyfjunum. Ég held að hún sé það vel viti borin að hún hefði ekki látið þetta vitna gegn sér, ef hún væri sek . . . Sjáið þér nú einu sinni enn, herra fulltrúi, hvað i töskunni er.“ Funk fór að tína glösin og. duftöskjurnar upp úr töskunni og raðaði þeim á borðið fyrir fram- an yfirmann sinn. Þá var skyndilega kallað úr næsta herbergi: „Funk, þeir eru að hringja frá klúbbmnn og spyrja hvort þér getið komið þangað strax. Það er enn eitthvað út af þessum þjófnaði í fata- geymslunni hjá þeim-------—.“ Jill hafði læðzt út ganginn, fram hjá lokuðum dyrunum á lesstofunni, farið í gegn um vinnu- stofu Stevens og út um hliðardymar. Loftið var kalt og rakt. Hún litaðist um í garð- inum og kom þá brátt auga á lögregluþjón, sem stóð úti við hliðið og hafði regnkápu yfir ein- kennisbúningnum. Hann sneri sér við og sá hana. Jill tók það ráð að ganga beint til hans, enda þótt hjartað hamaðist áf ótta og kviða í brjósti hennar, og spurði hann: „Má ég ekki ganga svolítið um hérna úti í garðinum? Mig langar svo til að anda að mér hreinu lofti." „Jú, gerið svo vel, frú Hatteriek," svaraði lög- regluþjóninni dræmt. Hann va,r þungbúinn á svipinn og fylgdist með henni, án þess þó að hann ætlaðist til þess að hún yrði þess vör. Nú kom erfiðasta atriðið. Nú, jæja, annaðhvort heppnaðist það — eða ekki, hugsaði Jill. Hún ætlaði að reyna að framkvæma þetta eins og Andy hafði .lagt fyrir, hvemig sem færi. Hún gekk nokkrum sinnum fram og aftur eftir grasflötinní, en síðan nam hún skyndilega stað- ar við limgerðið, sem var á milli túnblettar þeirra og blettar Guys. Eftir nokkur augnablik fór hún í gegn um opið á limgirðingunni, yfir grasflöt- ina hjá Guy og inn í gróðurskýli hans. Lögreglu- þjóninn skifti sér ekki af henni. Þegar hún var komin inn í gróðurskýlið staðnæmlist hún nokk- ur augnablik, eins og hún væri hikandi. Þetta hafði allt gengið eins og Andy sagði fyrir. Hún hafði getað búist við þvi að dymar á gróðurhús- inu væru lokaðar, en svo reyndist þó ekki vera. Lögregluþjóninn hefur án efa haldið, að hún væri að fara í heimsókn til Guy — var nokkuð athugavert við það, þótt hún vildi segja nokkur orð við málaflutningsmann sinn. En nú varð hún að halda áfram, því annars átti hún það á hættu, að lögreglumaðurinn tæki upp á því að elta hana. Hún leit út um einn gluggann og sá, að hann stóð kyr á sama stað, en henni virtist hann ein- blína á gróðurhúsið. Hún tók af sér regnslána og lagði hana undir einn bekkinn. Nú hreyfði lögregluþjóninn sig, og þá var um að gera að bíða ekki boðanna. Hann kom á eftir henni — nei, hann fór inn í húsið þeirra. Skyldi hann vera að sækja liðsauka? En hvað um það, hún vissi hvað hún ætlaði að gera. Henni var vel kunnugt um húsaskipun alla hjá Guy. Ef einhver ávarpaði hana, þá-------nei, það mundi enginn verða til þess. Guy var sjálfur í skrifstofu sinni núna og engir aðrir heima en eldhússtúlkan og ráðsmaðurinn. Hún gekk úr gróðuhúsinu inn í borðstofuna, þvert yfir and- dyrið og út um aðaldyrnar fram á götuna. Hún hvarf brátt í mannfjöldann — og regn- sláin, sem lögreglumaðurinn mundi svipast eftir, ef hann veitti henni eftirför, var nú falin undir bekk í gróðurhúsinu. Andy hafði ráðlagt henni að reyna að ná sér í leigubifreið, og nú sá hún einmitt eina hinumegin á götunni. Hún gaf öku- manninum merki og bifreiðin nam þegar staðar. Hún bað bifreiðastjórann að aka með sig að næstu ofanjarðarbrautastöð. Bifreiðastjórinn ók henni að einhverjum gatna- mótum, en hún mundi alls ekki síðar hvar þau voru. Hún heyrði aðeins skröltið I rafmagns- knúnum vögnum yfir höfði sér og hún varð að biða lengi í röð til þess að fá keyptan farseðil. Brátt mundi hún vera komin til Andy ■— á örugg- an stað. Regnið lamdi rúðurnar á vagninum. Farþeg- amir voru mjög þreytulegir og kuldalegir, og það var saggaloft í vagninum af blautum yfir- höfnum manna. Það rigndi enn, þegar hún kom að Anchor Street — stöðinni i úthverfi bæjarins. Hún fór að svipast eftir litlu kaffistofunni, sem Andy hafði sagt að væri þar á næstu grösum. Ekki leið á löngu þar til hún fann hana. Hún gekk inn og bað um einn bolla af kókó — og hún gat ekki annað en farið að hugsa um kvöldið, sem þau Andy höfðu setið saman í lítilli kaffi- stofu, svipaðri þessari, og Andy hafði sagt henni------------ Hvenær skyldi Andy annars koma? Hún drakk hægt úr bollanum. Hún heyrði blað- söludrengina hrópa fyrir utan og henni heyrðist ekki betur en þeir væru að hrópa eitthað um nafn hennar. En hún vildi ekki kaupa sér blað, vildi ekki lesa það sem í þeim stóð. Hún hafði með öllu gleymt bréfinu í vasa sín- um. Klukkan var langt gengin 8, þegar Andy kom loksins. Hann var órólegur og gaf sér varla tíma til að heilsa henni. Hann bað hana að koma með sér og fór á undan út úr kaffistofunni og bað hana að fylgja sér. Þau gengu niður dimma hlið- argötu og komu þar að bifreið. Það var ekki bíllinri hans Andy, heldur einhver önnur bifreið, sem Jill hafði aldrei séð áður — gamalt og beigl- að skrifli, sem varla mundi geta gengið nema stuttan spöl í einu. Það var eins og Andy hefði fengið hann í bílakirkjugarðinum. Andy opnaði dyrnar fyrir henni. „Inn með þig,“ sagði hann. MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. 1. Raggi: Skyldi ég nú fá nokkuð? 2. Raggi: Þetta er ljóta flækjan! 3. Maggi: Það er eitthvað bogið við þetta. 4. Maggi: Ertu að veiða — eða prjóna?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.