Vikan


Vikan - 28.08.1947, Blaðsíða 4

Vikan - 28.08.1947, Blaðsíða 4
4 VIKAN. nr. 35, 1947 Ég, sem þekki lífið — Henri hafði séð of mikið til þess að trúa á kraftaverk! Og þó kom það í Ijós, að hann þekkti Iífið eins lítið og konuna, sem hann elskaði. Smásaga eftir Jens Gielstrup. Og svo fór hún. Þau Henri og Elna höfðu átt rauðkalk- að hús í útjaðri ekrunnar, nú var því lokað. Það brakaði ekki lengur í vippu- brunninum, þegar kalt vatn var dregið upp úr jörðinni heldur bar hann við himin- inn eins og aðvarandi fingur. Henri varð að beygja sig undir hann, þegar hann fór. Græna grashliðinu skellti hann á eftir sér eins og til þess að setja punkt fyrir aftan hluta af tilverunni. En þegar hann hafði gengið spölkorn, varð hann að nema stað- ar og líta til baka. Hann grillti í rauðu múrana bak við greinar barrtrjánna. Þannig hafði heimili hans og hennar verið. Henri var kaupmaður, einn þeirra sem setur sér takmark og nær því. Hann hafði hitt Elnu í fyrsta skipti í veitingahúsi, þar sem hún söng nýtízku ljóð fyrir troð- fullu húsi — hún var þá þegar orðin vel- þekkt. Upp frá því var Henri alltaf þar sem Elna söng — aðdáandi, sem sat á fremstu bekkjunum, gefandi fegurstu blómanna. Og dag nokkurn hittust þau og töluðu saman, og þeim degi lauk með því að annar betri rann upp. Hann sagði víð hana: „Ég elska þig!“ Hún bað hann um að bíða dálítinn tíma, til þess að hún gæti áttað sig á tilfinning- um sínum — og játaðist honum svo. „Er þér ekki sama, þó að ég sé tólf ár- um eldri?“ spurði hann. Elna var ung en gáfuð; hún, svaraði: „Ég er fædd með listamannsblóð í æðum, eilífan óróleika, löngun til þess að lenda í æfintýrum og afreka eitthvað á sviði listanna og ást á hinni mislitu hlið tilver- unnar, en þú ert kaupmaður rólegur, ákveðinn og kaldur í lund.“ „En ég elska þig!“ greip hann framí. „Ekkert af öllu þessu mun koma á milli okkar. Þú munt finna ró á heimili okkar — hugsaðu til þess, hvað þú ert ung. Hér er ein hlið lífsins, sem þú hefir aldrei þekkt!“ Hann var eldri og sigraði þess vegna, þau giftust dag einn, er haustið kom til landsins með köldum vindi og blés rauð- og gulflekkót blöðin af trjánum. Henri keypti húsið hjá ekrunni, reisti bílskúr hjá því, svo að hann gæti á hverjum degí ekið í bæinn og heim. Elna hætti sínu starfi og varð kona Henri Hammershólm forstjóra. Þeim hamingjusömu finnst árin líða fljótt, en þeim sem leiðist hugsa til fimm, sex ára eins og þau væru kvöl, sem hefir gleymst og horfið fljótt. Áttunda sumarið eftir septemberbrúðkaupið sagði Elna ró- leg Henri frá því, að hún yrði að fara frá honum. Það var listamannseðlið, sem gerði uppreisn gegn því að vera grafið alla ævi, þó að það væri í fallegu, rauðu húsi með öllum nýtízku þægindum, bifreið og eiginmann, sem var ákaflega hugsunar- samur og viðurkenndur fyrir að vera ó- venjulega duglegur kaupmaður. Á þeirri stundu, sem Elna sagði að hún færi frá honum, vissi Henri, að hann mundi alltaf elska hana. En hann lét ekki í ljós þá tilfinningu sína. Hann hugsaði með sér, að fólk hefði gleymt Elnu, hún var ekki lengur kornung, röddina hafði hún ekki notað 1 átta ár. Það var alveg áreiðan- legt, að það yrði tilfinnanlegur ósigur fyrir hana — og þá myndi hún snúa aftur til mannsins síns. Elna verður að læra af lífinu, álykt- VEIZTU —? § 1. Það skeði eitt sinn, að snjór kveikti eld § í jámbrautarvagni, sem var fullhlaðinn | jámi. Hvemig gat slíkt skeð? \ 2. Hvenær byrjaði Hekla að gjósa að = þessu sinni? | 3. Hverrar þjóðar var rithöfundurinn | Hjalmar Bergman og hvenær var hann | uppi ? i 1 4. Hvenær kom Winston Churchill, þá í forsætisráðherra Breta, til Reykjavík- = ur á stríðsárunum ? \ 5. Hvenær var fyrsta hreppabúnaðarfé- 1 lagið stofnað hér á landi og hvað hét 5 \ það ? | i 6. TJr hverju er þetta: „Einu ljúflings iagi ljóðar fugl og aldan blá.“ i 7. Hvað vom margir heimilisfastir í i Reykjavík, þegar henni var veitt kaup- 1 staðarréttindi og hvenær var það? | 8. Hvenær var komið með fyrsta Fordbíl- i inn hingað frá Vesturheimi ? i 9- Hvenær hóf Morgunblaðið göngu sína ? | i 10. TJr hverju er þetta: „Helgum frá döggvum himnabrunns j 1 mun hjartað þiggja fró." Sjá svör á blaðsíðu 14. aði Henri — úr því að hún vill ekki læra af mér. Ég hefi séð of mikið til þess að hafa trú á kraftaverkum, ég, sem þekki lífið. Og nú var hún farin — hann lokaði rauða húsinu og gekk yfir ekruna niður í dalinn hinumegin, þvert yfir mýrina eftir gangstignum, sem fólkið í héraðinu hafði troðið niður í aldaraðir; báðumegin við hann voru botnlaus fen. Henri þekkti stíginn; við endann á hon- um var breiða engið og þar bakvið þorpið. Hann setist að í kránni og fékk herbergi alveg. niður við jörðina, það var rakt af mýrargufu og með kuldalegri rafmagns- peru í miðju lofti, kalt vatn með járn- bragði, og allstaðar fullt af mýflugum, sem flugu inn í kvöldkyrrðinni og settist á hvítt loftið. Henri settist við borðið og skrifaði til fyrirtækis síns, að hann hefði tekið sér sumarleyfi um óákveðinn tíma. Á hverjum degi hugsaði hann um það, hvar Elna væri og hvort það borgaði sig að fá betra herbergi áður en hún kæmi aftur. Það fór brátt í taugamar á honum, að það kom ekkert lífsmark frá henni. „Nú er það stoltið, sem angrar hana,“ hugsaði hann gramur. Eplin vom orðin þroskuð og það var aftur komið haust. Sólin virtist hlaupa hratt bakvið skýin og birtan frá henni blossaði upp og dó út. Þessi umskipti náðu líka inn í veitingastofuna, þar sem Henri húkti við borðið sitt eins og hann væri að verða því samvaxinn, dauðþreyttur á því að vera einn og mjög hissa á því að Elna skyldi ekki koma aftur. Hann hafði nokkrum sinnum komið til rauða hússins, en það var autt og yfirgefið. Það hvein í brunninum, þegar vindurinn blés. Veitingamaðurinn hét Klaus, og dag einn sagði hann við Henri: „Ætlar forstjórinn ekki í hringleikahús- ið 1 kvöld?“ „Hvaða hringleikahús ?“ „Hringleikahús! Það fóru tveir af þess- um blessuðum trúðvögnum framhjá um hádegisbilið og þeir hafa sett upp tjald hérna hinumegin á ökmnum til þess að hafa sýningar í einn dag. Forstjórinn ætti nú að fara þangað og skoða það, héma hinumegin við mýrina. Það er ekki of mikið af skemmtunum hérna á staðn- um —“ „Hvemig dettur þeim í hug að koma með hringleikahús hingað að vetrarlagi?“ spurði Henri þurrlega. „Það er nú ekki kominn vetur enn,“ sagði Klaus. „Þeir hafa líklega álitið að það mundi borga sig — og í trúnaði sagt, herra for- stjóri, foringi flokksins er svarti Bertil!“ „Þekki hann ekki.“ „Hann fær sér við og við dropa við þorstanum, og svo kemur hann upp trúð- flokki, hvar sem honum dettur það í hug.“ „Látið mig þá hádegisverðinn minn!“ sagði Henri eins og hann nennti ekki að Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.