Vikan


Vikan - 28.08.1947, Blaðsíða 9

Vikan - 28.08.1947, Blaðsíða 9
YIKAJST, nr. 35, 1947 9 Þessi mynd er frá réttarhöldum í Niimberg, sem haldin voru nýlega yfir þýzkum iðjuhöldum. Voru þeir sakaðir um að hafa stutt Hitler til valda og veitt honum aðstoð til að vígbúast. Hér sjást á ákærubekknum talið frá vinstri: Flick, Konrad Kaletsch, Otto Steinbrink, Hermann Terberger og Bemhard Weiss. Frétta- myndir Þetta er mynd af Martin Bormann, staðgengli Hitlers, sem Bandamönn- um hefir ekki enn tekizt að finna, hvorki dauðan né lifandi. Alltaf öðru hverju em að koma upp kviksögur um, að hann hafi sést, nú fyrir skömmu í Malmö í Svíþjóð. Var sagt að hann hefði komizt yfir til Dan- merkur, en lengra var slóð hans ekki rakin. Stúlkan í bílnum er að tala í símann í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá fæðingu langafa hennar Alexanders Graham Bell, þess sem fann upp símann. Til vinstri sést hún í búningi frá 1875 og er hún að tala i fyrsta símatækið, sem langafi hennar bjó til. Afmælisdagurinn var 3. marz síð- ast liðinn. Hungrið herjar enn i löndum Evrópu þó að tvö ár séu liðin frá styrjaldar- lokum. Á myndinni sést tékkneskur unglingspiltur með reifaðar hendur og höfuð vegna útbrota af völdum fæðuskorts. Hann er að drekka mjólk, sem ameríski Rauði krossinn útbýtir meðal tékkneskra bama og unglinga. Tvær kvikmyndaleikkonur, Deborah Kerr (til vinstri) og Myrna Loy sjást hér til beggja handa við rnann að nafni Clark Gable, sem sumir munu kannast við. Clark Gable er að skéra afmælistertuna sína, sem samstarfs- menn hans gáfu honum á 46. afmælisdegi hans nú fyrir skömmu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.