Vikan


Vikan - 28.08.1947, Blaðsíða 15

Vikan - 28.08.1947, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 35, 1947 15 til dæmis, 25 þúsund krónur eða meira í Landsbankanum eða Útvegs- bankanum í Reykjavík fái ekki vexti, nema af einhverjum hluta upphæð- arinnar, sé öll upphæðin í einni sparisjóðsbók, en myndi fá vexti af allri upphæðinni, væri hún í mörg- um bókum, enda þótt allar bækurn- ar væru á sama nafni? Og sé svo, við hvaða hámark er þá miðað ? Virðingarfyllst. Dalamaður. Svar: Bankarnir greiða 2% í vexti af sparisjóðsfé, upp að 25 þús. krón- um, og enga af því, sem þar er fram yfir, heldur ekki, þó að því sé skipt á fleiri en eina bók, ef bækurnar eru á sama nafni. Húsgögn Klæðaskápar, ritvélaborð, kommóður, forstofuskápar, saumakassar, spila- borð, dagstofuhúsgögn, bókahillur. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Hringbraut 56. Símar 3107 og 6593. PÓSTURINN. Framhald af bls. 2. sóknir á skrifstofu nefndarinnar, Skólavörðustíg 12. Gengi dönsku krónunnar er 135,57 (100 danskar krónur sama og 135,57 ísl. krónur). Kæra Vika! Ég er fastur kaupandi þinn og langar nú (í fyrsta sinn) að biðja þig að svara eftirfarandi i næsta pósti þínum. 1. Hvaða vexti greiða bankarnir af sparifé manna (hve mörg %)? 2. Er það rétt, að maður sem á, Czechoslovakia IMetal & Engineering Works National Corporation sem er samband tékkneskra vélaframleiðenda, er framleiða einhverjar þær beztu vélar, sem til eru á heimsmarkaðinum, geta afgreitt nú þegar vélar og verkfæri hingað til lands. Þeir, sem hafa í hyggju kaup á þeim, ættu sem fyrst að tala við umboðið hér á landi, sem veitir allar upplýsingar. A Vélsmiðjan Sindri Hverfisgötu 42. Gagnfræðaskólinn í Reykjavík Þeir, sem sótt hafa um inntöku í 1. bekk í haust og fæddir eru 1932 eða fyrr, mega gera ráð fyrir að komast í skólann. Einnig þeir, sem fæddir eru 1933 og hafa í aðaleink. úr barna- skóla 7,00 eða meir, en ekki þeir, sem lægri ein- kunn hafa, þótt sótt hafi. Fleiri umsóknum verður ekki tekið á móti. Skólinn byrjar væntanlega um 20. sept. Ingimar Jónsson. hún svaraði undir eins áður en hann var kominn til hennar: „Ég vissi að þú mundir koma, Henri, og ég veit að þú kemur til þess að taka mig með þér og losa mig við Bertil. Hlust- aðu nú rólegur á mig — ég vil ekkifara aft- ur í rauða húsið , þó að mér þyki vænt um það á vissan hátt og þó að mér þyki vænt um þig; það getur aldrei gengið, því að út- þráin lokkar mig í burtu, og af því að ég elska þig á þann hátt. Er hægt að ásaka mig fyrir það, að ég sem var svo ung, þeg- ar ég kynntist þér gat ekki skilið muninn á aðdáun og ást.“ ,,En Elna hvers vegna einmitt Bertil. . .. „Af því að ég elska hann — með öllum hans göllum og löstum — elska hann af því að ég get ekki annað, og hann á mig og ég hann og ekkert getur aðskilið okkur. Það, sem þér finnst hranalegt og ljótt, finnst mér oft gott og indælt, og ég vil ekki skipta á trúðvagni og rauða húsinu. Hér finn ég frið í sálu minni — og hér er maðurinn sem ég elska — skilurðu það, Henri? Geta menn af þínu tagi skilið þá hlið konunnar og lífsins?“ Henri skildi. Allt í einu snéri hahn við og gekk aftur stíginn yfir mýrina, því lengra sem hann fór, því hraðara gekk hann, að lokum þaut hann áfram að staðn- um þar sem hann hafði ýtt Bertil út af stígnum. En þegar hann kom þangað, var ekkert að sjá. Sefið bærðist í næturblæn- um, en Henri gekk sljór í áttina að kránni. Bertil sat í veitingastofunni og gortaði af því að hann hefði dottið í mýrina og komizt upp úr af eigin rammleik. „Það var alveg eins og að einhver ýtti mér út í!“ sagði hann. Henri sem lengi hafði staðið í dyrunum og látið feginstilfinninguna streyma um sig allan, sagði við Klaus: „Gefið veslings manninum heitt romm- toddy, kuldinn hefur lamað hann!“ Við Bertil sagði hann: „Hvers vegna farið þér ekki heim, eigið þér ekki konu heima?“ Bertil kinkaði kolli ósköp venjulega, en það brá fyrir einhverjum gæðaneista í dökku augunum hans. Og Henri gekk inn í hráslagalega lier- bergið sitt og sagði upphátt við sjálfan sig: „Og ég sem hélt, að ég þekkti lífið!“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.