Vikan


Vikan - 28.08.1947, Blaðsíða 11

Vikan - 28.08.1947, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 35, 1947 11 Framhaldssaga: ---—-- SPOR FORTÍÐARINNAR ÁSTASAGA eftir Anne Dnffield stúlkan mín, mér þykir mjög vænt um yður, en ég hefi alltaf skilið yður sem barn — og það eruð þér líka. í>ér vitið alls ekki um hvað þér eruð að tala. Ég er svo gamall, að ég gæti næst- um því verið faðir yðar-------“ „En sú vitleysa. Ég veit vel, hvers vegna þú segir þetta. Þér finnst ég vera of ung, og þess vegna sé það ekki rétt gert af þér, að biðja mig að berjast við þá erfiðleika, sem munu verða á vegi okkar. Mér stendur svo hjartanlega á sama, bara ef þú getur fengið skilnaðinn fljótt, svo að við getum gifzt sem fyrst. Ó, vesling Michael, þú hefir verið svo góður, og þú mundir vera það framvegis, ef ég leyfði þér það, en það kemur ekki til mála. Það er kominn tími til að þú njót- ir lífsins. Það hefir verið aum ævi hjá gömlu norninni-------“ „Þegið.“ Hann lagði höndina yfir munn henn- ar. „Hvernig dirfist þér að tala þannig um kon- una mtna-------“ „En hún er það!“ Sybil ýtti hönd hans frá sér. „Hún er ómöguleg, og þú veizt það vel. Þú ert til aðhláturs með þessa gömlu, ljótu, afbrýði- sömu — ■—“ „Viljið þér þegja, ég vil ógjarnan slá yður, en hamingjan veit-------“ „Gerðu það bara, ef þig langar til þess, mér þætti vænt um það, Michael." „Ó, guð minn góður — —“ tautaði Michael hjálparvana. „Þú skalt bara láta undan, Michael,“ bætti Sybil við. „Ég ætla mér ekki að sleppa þér, eða öllu réttara að láta þig sleppa mér.“ „Barn — hvað í ósköpunum á ég að segja? Hlustið á mig og þegið á meðan. Ég elska yður ekki — ég hata að vera harðorður, en þér virð- ist ekki skilja mig annars. Ég elska yður ekki. Ef það er mér að kenna, að þér haldið það, þá þykir mér það mjög leitt. — Mér hefir fundizt ég vera eins og eldri bróðir yðar, og ég hélt að yður fyndist það líka. Ég hefi eltki af ásettu ráði gefið yður ástæðu til að halda annað, Sybil.“ „Þú hefir gefið mér góðar og gildar ástæður," svaraði hún. „Ekki svo ég viti til,“ svaraði hann reiðilega. „Upp á síðkastið hefi ég þvert á móti reynt að sýna yður hið gagnstæða. Ég viðurkenni, að ég var farinn að finna, að — vinátta okkar mundi mæta misskilningi hjá nokkrum persónum, og í hálfan mánuð hefi ég reynt að opna augu yðar.“ „Já, það veit ég. Ég er ekki blind, og ég skildi þig. Þú getur ekki blekkt mig, elskan mín. Þú gerðir það vegna þess, að þú varst hræddur við Albertu og ekki viss um mig. En nú, þegar þú hefir fengið að vita sannleikann, þarftu ekki lengur að vera með þessi látalæti." „Látalæti — hvernig?" hrópaði hann skelfdur. „Að láta sem þú sért ekki ástfanginn í mér. Michael, vertu ærlegur og hughraustur. Ertu ennþá hræddur? Hræddur við Albertu og hjóna- skilnaðinn ? Þess þarftu ekki, ég skal bæta þér það upp.“ „Er ómögulegt að sannfæra yður?“ hrópaði hann. „Verð ég að endurtaka það, sem ég hefi sagt hvað eftir annað. Hafið meðaumkvun með mér, Sybil. Haldið þér, að mér sé ánægja í að þurfa að fullvissa yður um, að ég kæri mig ekki um yður? Ég hefi aldrei komizt í annað eins. Mér þykir vænt um yður eins og barn, en öðru- vísi ekki. Mér þykir þetta afar leitt — ég hefði ekki fyrir nokkum mun viljað gera á hluta yð- ar, en ég held, að þér læknist fljótt af þessum hugarórum yðar, ef ég er berorður. Svo skulum við ekki tala meira um þetta. Ég verð að fara inn — við verðum bæði — —“ „Farið þá,“ hrópaði Sybil æst. „Farið til Al- bertu, sem þér elskið, til ljóta, gamla maura- púkans yðar!“ „Já, nú fer ég,“ sagði Michael, sem var ná- fölur. „Ég fer til konunnar minnar, sem ég elska og virði meira en nokkra aðra konu, og ég ráð- 1 egg yður að muna þessi orð mín.“ Hann var of reiður til þess að bíða eftir henni. Honum stóð alveg á sama, hvort hún yrði kyrr úti í garðinum eða ekki, og fór. Sybil kastaði sér endilangri á jörðina og brast í grát. Einhver vera læddist þar að, beygði sig yfir grátandi stúlkuna — tvær sterkar hendur lyftu henni upp, og lág, hás rödd, en þó svo blíð og ástúðleg, sagði: „Nú er stoltið orðið að engu. Ef til vill takið þér á móti vináttutilboði minu?“ Á meðan Sybil og Michael töluðust við, var 14 dansinn leikinn, og dansaði Linda þá við Axel greifa. Hann var ákveðinn í að láta ekkert skerða vináttu þeirra. Hún var samt dálítið viðutan, því að hún hafði tekið eftir Helen og Michael, og séð hann verða órólegan og fara. Þegar hann kom inn aftur eftir drykklanga stund, þá bað hann aftur um whisky og sódavatn. Linda veitti þessu öllu athygli, enn fremui’ að bróðir hennar drakk óvenju mikið, og var því áhyggjufull yfir hvernig á þessu stæði. Hún sá hann fara með glasið sitt inn í stofuna, þar sem Alberta sat og spilaði bridge. Hann settist á stól við hliðina á konu sinni og horfði á þau spila, en Sybil birtist ekki. Linda var mjög skarpskyggn kona, og hún vissi, að eitthvað hlaut að búa undir þessu, og hún gat sér til um réttu ástæðuna. En hvað nú? Hún þekkti Sybil það vel, að hún vissi að Sybil mundi ekkert skeyta um það, þó að hún vekti lmeyksli með óvarkárni og geð- ofsa. Albertu vegna — og allra þeirra vegna — einnig Sybil •— varð hún sem fyrst að finna barn- ið. „Býðið augnablik eftir mér héma,“ sagði hún við Axel greifa, og gekk að spilaborðinu, brosti til þeirra, sem þar sátu, vék sér að Albertu og spurði, hvernig spilamennskan gengi. Því næst snéri hún sér að bróður sínum og beygði sig til að laga slipsið hans, um leið og hún sagði hlæjandi: „Þú lærir aldrei að binda rétt slipsið, Michael," og bætti síðan ofurlágt við: „Hvar er Sybil?“ „Úti í garðinum," svaraði hann og leit skyndi-’ lega í augu hennar. Hún kinkaði kolli, og þau skildu hvort annað. „Jæja, nú ertu eins og þú átt að vera,“ sagði hún brosandi og fór til Axels greifa. „Viljið þér ganga út í garðinn, Axel og bíða út í laufskálanum, þangað til ég kem eða kalla á yður?“ „Já, Linda." Hann hneigði sig og fór, undrandi yfir þessari einkennilegu ósk hennar. Hljóðfæra- slátturinn byrjaði, og K kom til Lindu. „Getið þér ennþá talið rétt?“ spurði hann. Þetta er fimmtándi dansinn. „Já, ég veit það ,“svaraði hún, „en ég verð að biðja yður að afsaka, því ég hefi fengið slæman höfuðverk og ætla að ná mér í aspirin." „Það var leiðinlegt.“ „Það er ekkert alvarlegt. Það líður fljótt hjá, en í augnabíikinu er mér ómögulegt að dansa —.“ Hin venjulega ytri rósemi hennar var horfin, og hún liktist ungri stúlku. Hún sá að úr augum hans, sem horfðu á hana, skein alvara, umhyggju- semi og eitthvað meira. Hana grunaði ekki, að honum fannst hún aldrei hafa verið jafn aðlað- andi og nú, þegar hún var óróleg, sem hann hélt að stafaði af kvölum. Hann kreppti hendurnar, um leið og hann svaraði vingjamlega og kurteis- lega, eins og hans var vani. „Auðvitað farið þér, ungfrú Summers. Ég vildi óska, að þér gætuð hvílt yður I 15 mínútur. Ég er hræddur um, að þér séuð mjög þreyttar.“ ’ „Þetta líður strax hjá, og ég kem strax aftur.“ „Þá kem ég og krefst dansins, sem þér lofuðuð mér. Gleymið þvi ekki.“ „Ég skal ekki gleyma því.“ Hún fór brosandi frá honum og gekk upp stig- ann. Svo læddist hún niður aðrar tröppur og komst út um hliðardyr út í garðinn -— þar lá stígurinn, sem lá að þeim stað, er hún vonaði að finna Sybil. Hún hélt að enginn hefði séð sig, en K hafði veitt þessu eftirtekt, því hann langaði ekki til að dansa við aðra, og hafði gengið inn í, borð- stofuna til þess að líta eftir undirbúningnum að kvöldverðinum — síðan gekk hann út í garðinn og sá þá grannri stúlku bregða fyrir. Hver þremillinn! Þetta var ungfrú Summers. Það var hvoi'ki hægt að villast á göngulagi hennar né hvíta kjólnum með slóðanum. Hún hafði sagt, að hún ætlaði upp í herbergið sitt. Hvemig í ósk- öpunum gat staðið á því, að hún var þarna á ferli? Hún gekk í áttina til ávaxtalundarins. Hann hnyklaði brúnimar og reyndi að finna skýringu á athæfi hennar. Hún hefir auðvitað tek- ið inn aspirínið og ætlað að vita, hvort sér batn- aði ekki betur við að fá sér frískt loft. Hún var ekki af þeirri tegund kvenna, sem þykir gaman. að liggja í rúminu. En þó hann teldi sér trú um þetta, var hann undir niðri órólegur og tortrygg- inn. Ég þekki hana ekki, ég skil hana ekki. Ég er ástfanginn í henni — og nú hefi ég enga von um að vinna hana. Fjandinn hirði allt kvenfólk. 1 45 ár hefir mér tekizt að halda frelsinu óskertu, en nú er svo komið, að mér er eins innanbrjósts og rómantískum unglingi — hann brosti beisk- lega, gekk inn og bað Evu, sem varð himinlifandi, að dansa við sig. „Ungfrú Summers og Axel greifi eru aftur horfin,“ sagði Eve. „Eru þau horfin?" spurði hann kæruleysislega. „Já, það hlýtur eitthvað að vera bogið við það. Það er í annað sinn, sem þau hverfa." „Ég held, að þér hljótið að hafa augun í hnakkanum, kæra Eve, þar sem þér getið fylgst með gjörðum ungfrú Summers og annara í þess- ari veizlu," sagði K brosandi. „Hvemig dirfist þér — hvað eruð þér að gera hér?“ Þegar Hussein lyfti henni upp, starði Sybil á hann með heiftugum, tárvotum augum. „Ég hefi rétt til þess að vera hér í ávaxta- lundinum," svaraði hann rólega. „Ég hefi keypt uppskeruna i ár.“ „Þér hafið engan rétt til þess að vera hér á þessum tíma nætur!"

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.