Vikan


Vikan - 28.08.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 28.08.1947, Blaðsíða 6
6 VTKAN, nr. 35, 1947 ekki gert sér grein fyrir því, hvað þessi síðustu orð hennar voru einkennileg. Við snerum heim á leið eftir dálitla stund. Þegar við vorum komnar heim undir húsið, greip frú Leidner skyndilega í handlegg mér, svo fast, að við lá að ég hrópaði upp yfir mig af sársauka. „Hvað er þetta, ungfrú? Hvað er maðurinn að gera?“ Skammt fyrir framan okkur, þar sem gangstíg- urinn lá fram með einni hlið húss leiðangurs- manna, sá ég hvar karlmaður nokkur stóð. Hann bar klæðnað Evrópumanna og virtist standa á tánum og vera að reyna að gægjast inn um einn gluggann á húsinu. Þegar við komum nærri, varð hann var við okk- ur og lagði af stað eftir götunni á móti okkur. Frú Leidner greip aftur í handlegg mér. „Ungfrú,“ hvíslaði hún. „Ungfrú . . .“ „Svona, svona," sagði ég hughreystandi. „Þetta er ekkert. Þetta er allt í lagi.“ Maðurinn gekk fram hjá okkur. Þetta var Irak- maður, og strax og frú Leidner sá það, varp hún öndinni léttilega. „Þetta var þá aðeins lrak-maður,“ sagði hún. Við héldum áfram leiðar okkar, og þegar við komum heim að húsinu, leit ég á gluggana.til að aðgæta, hvað maðurinn hefði verið að skoða. Eg gat ekki séð neitt grunsamlegt, enda voru glugg- amir svo hátt á veggnum, að ekki varð séð inn að utanverðu. „Þetta hefir aðeins verið forvitni í manninum," sagði ég. Frú Leidner kinkaði kolli. „Já, aðeins forvitni," svaraði hún, „en rétt sem snöggvast hélt ég -----.“ Hún þagnaði skyndilega. Ég hugsaði með mér: Þér hélduð hvað? Það Iangaði mig að vita. Hvað hélduð þér? En nú var ég þó nokkru nær: Ég vissi að það, sem frú Leidner óttaðist, var raunveruleg- ur maður — maður með holdi og blóði. 8. KAFLI. Það er dálítið erfitt að ákveða, hverju helzt skal segja frá af því, sem gerðist fyrstu vikuna, sem ég dvaldi í Tell Yarimjah. Þegar ég hugsa um þetta timabil núna, sé ég að margir smá- atburðir gerðust þá, atburðir, sem ég vissi ekki þá að hefðu neina sérstaka þýðingu eða bentu til þess, sem síðar gerðist. Nú skil ég gildi þessara atburða fyrir gang málsins og skal því ryfja nokkra þeirra upp. Þegar hér var komið sögu, var ég enn litlu nær um hvaða óheilla atburðir lágu i loftinu — ég var undrandi, óróleg og vissi aðeins að eitt- hvað var ekki eins og það átti að vera. Það var ábyggilegt að eitthvert taugastríð átti sér stað í raun og veru milli leiðangursmanna, einhver óánægja eða kvíði. Jafnvel Bill Coleman, gárunginn, gat ekki varizt að minnast á þetta. „Þessi staður á ekki við mitt skaplyndi," heyrði ég hann segja. „Eru þau alltaf svona hundsleg?" Hann var að tala við Davíð Emmott, hinn að- stoðarmanninn. Mér líkaði prýðilega við Emmott, framkoma hans var • frekar vingjamleg. Hann hafði eitthvað fast og ákveðið við sig, eitthvað hressilegt í þessari lognmollu óvissunnar. — „Nei,“ svaraði hann. „Þetta var allt öðruvísi í fyrra." . En hann var þagmælskur um þetta og sagði ekki meira. „Verst er að vita ekki, hvað eiginlega er að,“ sagði Coleman önugur. Emmott ypti öxlum, en svaraði engu. Eg átti skemmtilegt samtal við ungfrú Johnson um þetta efni. Mér líkaði alveg sérstaklega vel við hana. Hún var vel að sér, blátt áfram í fram- komu og greind. Hún dáðist mjög að dr. Leidner og leyndi því heldur ekki. Við þetta tækifæri sagði hún mér sögu hans frá því hann var ungur maður. Hún vissi um alla staði, sem hann hafði unnið á við uppgröft og árangur þeirra leiðangra. Ég þori næstum að ábyrgjast, að hún kunni svo að segja utanbókar hverja þá grein eða skýrslu, sem hann hafði skrifað um þetta. Hún taldi hann færastan allra þálifandi fornfræðinga. „Hann er svo blátt áfram og hrokalaus," sagði hún. „Hann miklast aldrei af verkum sínum. Enginn nema mikilmenni getur verið jafn alþýð- legur." „Þetta er alveg rétt,“ svaraði ég. „Miklir menn þurfa ekki að slá um sig.“ „Hann er líka svo vel gerður maður," hélt hún áfram, „og svo skemmtilegur. Ég gæti sagt yður frá því, hvað við vorum hamingjusöm og ánægð — hann og Richard Carey og ég — fyrsta árið, sem við vorum hérna. Okkur leið svo vel. Richard Carey var með honum i Palestinu og þeir hafa verið vinir síðastliðin tíu ár. Sjálf hefi ég þekkt hann í sjö ár.“ „Hann er reglulega laglegur maður, hann Ric- hard Carey," sagði ég. „Já, -— það má víst segja,“ svaraði hún stutt í spuna. „En hann er nokkuð þögull og hægur," bætti ég við. „Hann var það ekki hérná áður fyrr,“ svaraði ungfrú Johnson fljótmælt. „Það er aðeins síðan -----Hún þagnaði skyndilega. „Aðeins siðan —?“ endurtók ég spyrjandi. „Já, ekki meira um það,“ sagði ungfrú John- son alvarleg á svipinn. „Það er svo margt breytt frá því, sem áður var.“ Ég svaraði engu. Ég vonaði, að hún mundi halda áfram — og það gerði hún reyndar — og hló við, eins og hún væri að reyna að draga úr gildi orða sinna. „Ég er nú svo gamaldags," sagði hún. „Mér finnst að konur fomfræðinganna ættu heldur að sitja heima, ef þær hafa engan áhuga á starfi manna sinna. Það gerir aðeins illt verra að þær séu að flækjast með, þegar svo stendur á.“ „Eigið þér við frú Mercado?" spurði ég. „Nei, hana!“ Ungfrú Johnson gat ekki varizt brosi, þegar ég kom með þessa tilgátu. „Nei, ég átti við frú Leidner. Hún er mjög lagleg kona — og maður getur auðveldlega skilið, að dr. Leidner skyldi hafa fallið fyrir henni, eins og sagt er —. En hún á ekki heima héma. Hún — kemur öllu í uppnám." • Ungfrú Johnson var þá sammála frú Kelsey um það, að öll óánægja hér hefði komið hingað með frú Leidner. Ef svo var, hvaðan kom þá ótti sá og taugaveiklun, sem frú Leidner þjáðist sjálf af? Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. iV— JlT // A;' / (A. \ aiðJLL.1Jwjí 1 V J /v Mamman: Þetta minnir mig á, þegar við vomm trúlofuð, elskan. Manstu, hvað það var gaman? Pabbinn: Hvort ég man! Ég sá ekki sólina fyrir þér, og ég sé hana raunar ekki enn. 1. golfleikari: Þetta var laglega slegið hjá þér! 2. golfleikari: Svei mér, ef ég held ekki, að boltinn hafi farið rétt hjá holunni! 1. golfleikari (í fjarska): Ég sé stöngina. Ég held að boltinn minn hafi lika farið rétt hjá henni. 1. golfleikari: Lagsmaður! Ég hitti holuna í einu höggi! 2. golfleikari: Og ég líka, lagsmað- ur! Mamman: Sérðu, hvað þessir golf- leikarar em ánægðir með lífið? Pabbinn: Já, ég gat ekki fengið af mér að segja þeim eins og var!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.