Vikan - 09.10.1947, Side 3
VIKAN, nr. 41, 1947
3
Finnlandsför Armanns 1947
Síðastliðið sumar varð mjög viðburðaríkt í sögu
þessa gamla og góða íþróttafélags, því að aldrei
hefir það tekið þátt í stærra íþróttamóti en þá.
Dagarnir 29. júní til 3. júlí
voru sannarlegir hátíðisdagar
og verða hinir eftir minnileg-
ustu fyrir milli 40—50 Ármenn-
inga, því að þá daga stóð yfir í
Helsingfors hin mikla íþrótta-
hátíð Finna, sem eftirfarandi
þjóðir tóku þátt í: Belgía, Dan-
mörk, Egyptaland, England,
Finnland, Holland, Portúgal,
Luxemburg, Ungverjaland,
af himdruðum þúsunda Finna,
en geysimikið aðstreymi utanað-
komandi manna hafði verið ti
borgarinnar. Staðnæmst var á
þrem aðaltorgum: Stórtorginu,
Sölutorginu og Járnbrautar-
torginu. Gulin biskup talaði af
tröppum stórkirkjunnar á úti-
guðsþjónustu, er hófst kl. 11
f. h.
Þennan dag klukkan tvö var
Islenzku þátttakendurnir ferðbúnir í skrúðgönguna miklu á íþróttahátíð-
inni í Finnlandi. Fremst er borið nafn Islands. Að baki fánaberanum t. v.
er Jens Guðbjömsson, form. Ármanns og fararstjóri. Kona hans var í
íslenzkum búningi í göngunni. Að baki fánabera t. h. er Jón Þorsteins-
son iþróttakennari.
síðan mótið sett á Olympsleik-
vanginum, en þar er rúm fyrir
um sextíu þúsund áhorfendur.
Ræður fluttu forseti íþróttasam-
bandsins, Karikoski, fram-
kvæmdastjóri hátíðarhaldanna,
Kaskela, og forseti Finnlands,
Paasikivi, sem setti þetta mikla
íþróttamót. Var Finnlandsfor-
seta afhent nafnaskrá með rúm-
um átta hundruð þúsund nöfn-
um, eh peningum var á þann
hátt safnað til að standast
straum af kostnaði við hátíðina,
að hver maður, sem skrifaði
nafn sitt á skrána, greiddi 20
mörk (um eina krónu).
Það voru þrír íþróttaflokkar,
sem fóru frá Ármanni fyrir
hönd I. S. 1. á mótið: Úrvalsfim-
leikafiokkur kvenna og karla og
glímuflokkur. Allir flokkarnir
voru undir stjórn hins ágæta
íþróttakennara, Jóns Þorsteins-
sonar, en fararstjóri var for-
maður Ármanns, Jens Guð-
björnsson. Þessir íslenzku flokk-
ar höfðu f jórtán sýningar í sam-
bandi við íþróttamótið í Hels-
ingfors og þar að auki þrjár
sýningar í Wierumaki, þrjár í
Iieinola og þrjár í Stokkhólmi.
Islenzki kvennaflokkurinn sýndi
oftast allra kvennaflokkanna og
ummæli blaðanna voru á þá leið,
að hann væri fremstur kven-
flokka Norðurlanda í jafnvægis-
æfingum á hárri slá. íslenzku
þátttakendurnir í þessu mikla
móti eru afaránægðir með för
sína, enda stóðu þeir sig vel og
var tekið með ágætum af Finn-
um.
Þetta eru finnsku fimleikamennirnir i
skrúðgöngunni.
Fánaborgin, sem fór fyrir hinni miklu
og glæsilegu skrúðgöngu á götum
Helsingfors.
Rússland, Tékkóslóvakía, Tyrk-
land og Svíþjóð. Stjórn íþrótta-
sambands Finnlands bauð þess-
um þjóðum til mótóins, í sam-
ráði við utanríkisráðuneytið
finnska.
Það voru sextíu þúsund
íþróttakonur og menn, sem þátt
tóku í þessari mikilfenglegu
íþróttahátíð, enda voru áttatíu
og þrjár sjálfstæðar íþróttasýn-
ingar og keppnir þessa daga.
Þátttakendur mættu á leikvang-
inum kluklcan sjö árdegis sunnu-
daginn 29. júní, til þess að taka
þátt í f jölmennustu og glæsileg-
ustu skrúðgöngu íþróttamanna,
scm sést hefir í Vestur-Evrópu.
Fánaborg var fremst í fylkingu
þessara sextíu þúsunda. Þjóðun-
um var stillt upp eftir stafrófs-
röð og stóð skrúðgangan um
götur Helsingfors yfir í tvær
klukkustundir. Glaðasólskin
____\ _ ••• Skruðgangan mikla fer um götur Helsingfors. Sextíu þúsund manns tóku þátt í henni, en hundruð þúsund Finn-
var og gongunm tagnaö mjog iendinga horfðu á hana. ,