Vikan


Vikan - 09.10.1947, Page 5

Vikan - 09.10.1947, Page 5
VTKAN, nr. 41, 1947 5 Framhaldssaga:--------------------------- Hver var afbrotamaðurinn ? ———--------------------Sakamálasaga eftir Agatha Christie „Yður minnir þá fastlega, að það væri um hálf tvö leytið, sem bæði þér og drengurirui voru fjarverandi úr garðinum ?" „Já, það getur aldrei hafa skeikað mikið frá þeim tíma, en auðvitað get ég ekki sagt það nákvæmlega." Poirot snéri sér að dr. Reilly. „Þetta kemur þá heim við athuganir yðar á líkinu, dr. Reilly — er það ekki?“ „Jú, það gerir það,“ svaraði dr. Reilly. Hercule Poirot strauk mikla, hrokkna yfirvar- arskeggið. „Eg held að við getum slegið því föstu," sagði hann alvarlegur á svipinn, „að frú Leidner hafi verið myrt einmitt á þessu tíu mínútna tímabili." 14. KAFLI. Það varð dálítil þögn — og það var eins og hroliur færi um alla í herberginu. Ég held að á þessu augnabliki hafi ég fyrst trúað því, að dr. Reilly hefði rétt fyrir sér. Ég faim það á mér, að morðinginn væri hér í herberginu, sæti á meðal okkar —■ og hlustaði eins og við. Einhver af okkur ... Ef til vill hefir frú Mercado fundið þetta líka, því skyndilega rak hún upp snöggt, skrækt óp. „Ó, ég get ekki að því gert,“ andvarpaði hún. „Ég — 6, þetta er svo hræðilegt." „Reyndu að vera róleg og herða upp hugann, María," sagði maðurinn hennar. Hann leit afsakandi á okkur. „Hún er svo viðkvæm. Hún tekur allt svo nærri sér.“ „Mér — mér þótti svo vænt um Lovísu," stam- aði frú Mercado. Ég veit ekki, hvort lesa hefir mátt tilfinnmgar mínar út úr andlitssvip minum, en svo mikið er víst, að ég varð þess skyndilega vör, að Hercule Poirot starði á mig og einkennilegt bros lék um varir hans. Eg leit kuldalega á hann á móti, en þá snéri hann sér að frú Mercado og sagði: „Vilduð þér, frú Mercado, segja mér hvað þér höfðuð fyrir stafni eftir hádegið í gær?“ „Ég var að þvo mér um hárið," sagði frú Mercado með grátstafinn í kverkunum. „Það virð- ist hræðilegt að hafa ekki vitað neitt um það, sem fram fór. Ég var svo ugglaus og önnum kafin." „Voruð þér inni í herberginu yðar?" „Já." „Og fóruð þér ekkert út?“ „Nei, ekki fyrr en ég heyrði bifreiðina koma. Þá fór ég út og frétti, hvað fyrir hafði komið. Ó, það var hræðilogt," „Kom þetta yður á óvart?" Frú Mercado starði á Poirot og augu hennar opnuðust meira og meira. „Hvað eigið þér við, herra Poirot? Haldið þér að-------.“ „Hvað ég á við, frú? Þér eruð nýbúnar að segja mér hve vænt yður þótti um frú Leidner. Hún gæti hafa trúað yður fyrir einhverju." „Já, þannig — —. Nei, nei, blessunin hún Lovísa sagði mér aldrei neitt um sig — ekki neitt, sem verulegu máli skipti. Auðvitað sá ég, að henni leið illa og var biluð á taugum. Hún var líka svo hrædd við bessi einkennilegu fyrirbrigði — klappið á gluggana og allt það.“ „Allt tómar ímyndanir, minnir mig þér köll- uðuð þetta," skaut ég inn i, því ég gat ekki á mér setið. Mér þótti vænt um að sjá, hve vandræðaleg hún varð við þessi orð mín. Ég varð þess aftur vör, að Poirot leit á mig glottandi. Síðan tók hann til máls, eins og ekkert hefði i skorist: „Svo þér segið, frú Mercado, að þér hafið verið að þvo yður um hárið — og þér urðuð emskis sérstaks varar. Munið þér eftir nokkru, sem komið gæti okkur að gagni við að upplýsa málið?" Frú Mercado þurfti ekki að hugsa sig um. „Nei, alls engu. Þetta er allt mjög leyndardómsfullt! Það er enginn efi á þvi — alls enginn efi — að morðinginn hefir komið að utan. Það — sko — hlýtur að vera.“ Poirot snéri sér að manni hennar. „Hvað hafið þér, herra Mercado, fram að færa?“ Jósep Mercado hrökk við. Hann fiktaði við skeggið hálf skjálfhentur. „Já, þáð hlýtur að vera. Hlýtur að vera," muldraði hann. „Hver ætti svo sem að hafa viljað gera henni mein? Hún var svo góð og prúð------.“ Hann hristi höfuðið. „Hver, sem myrt hefir hana, hlýtur að vera djöfull í mannsmynd — já, djöfull!" „Hvað höfðuð þér fyrir stafni eftir hádegið í gær, herra Mercado ?“ „Ég?“, svaraði Mercado og horfði út í loftið. „Þú varst í rannsóknarstofunni, Jósep", sagði. kona hans, til að hjálpa honum. „Já, hvað er þetta — auðvitað. Ég er þar venjulega". „Hvenær fóruð þér þangað?" Jósep Mercado horfði spyrjandi og vandræða- legur á konu sína. „Þegar klukkuna vantaði 10 minútur i eitt, Jósep". „Já, einmitt, þegar hana vantaði 10 minútur i eitt". „Komuð þér nokkuð fram í garðinn eftir það fjnrr en klukkan um þrjú?" „Nei — það held ég ekki". Hann hugsaði sig um. „Nei, ég er viss um, að ég gerði það ekki“. „Hvenær heyrðuð þér fyrst um það„ sem gerst hafði?" „Konan mín kom og sagði mér frá því. Það var hræðilegt að heyra — voðalegt. Ég get jafn- vel ekki enn trúað því almennilega, að þetta sé satt“. Skyndilega byrjaði hann að skjálfa: „Þetta er hræðilegt . . . hræðilegt ...“ Frú Mercado reyndi að hughreysta hann: „Já, já, Jósep, okkur finnst það líka öllum, en við verðum að herða upp hugann. Annars verður þetta aðeins þimgbærara fyrir vesalings dr. Leidner". Ég sá á dr. Leidner, að honum leið illa, enda trúlegt að honum líkaði ekki þetta tal. Hann leit á Poirot eins og hann væri að biðja hann um að hætta yfirheyrslu þeirra hjónanna. Poirot brá skjótt við: „Ungfrú Johnson, hvað getið þér sagt okkur?" „Ég býst við, að ég geti lítið sagt ykkur að gagni," svaraði imgfrú Johnson. Hin hæga og skýra rödd hennar verkaði mjög róandi á mann, eftir skjálfraddaða skrækhljóðið í frú Mercado. „Ég var við vinnu mina í dagstofunni", hélt ungfrú Johnson áfram, „að taka afsteypur af innsiglum." „Urðuð þér nokkurs sérstaks varar?" „Nei“. Poirot leit snöggt á hana. Hann hafði tekið eftir þvi sama og ég, að í svari hennar — þessu eina nei-i leyndist einhver óákveðnis-hreimur. „Eruð þér alveg vissar um þetta, ungfrú? Er um eitthvað að ræða, sem þér munið óljóst eftir?" „Nei — það held ég ekki —“ „Eitthvað, skulum við segja, sem þér sáuð út undari yður, án þess að þér gætuð gert yður grein fyrir að þér hefðuð í raun og veru séð það?“ „Nei, alls ekki", svaraði hún ákveðið. „Eitthvað, sem þér heyröuð, þá. Eitthvað, sem þér eruð ekki vissar um, hvort þér heyrðuð eða ekki — er það ekki?“ Ung^frú Johnson brosti. „Þér gangið hart að mér, herra Poirot. Ég er hrædd um, að þér séuð lítið að bættari, þótt ég segi yður eitthvað, sem ef til vill er aðeins ímyndun í mér“. „Svo það er þá um eitthvað að ræða, sem þér — hvað á ég að segja — ímynduðuð yður að hafa orðið varar við?“ Ungfrú Johnson sagði hægt eins og hún væri að vega hvert orð á tungu sinni: „Ég hef ímynd- að mér — síðan — að einhvemtíma um eftir- miðdaginn hafi ég heyrt lágt hróp. Ég þori reynd- ar að fullyrða, að ég heyrði eitthvert ógreinilegt angistaróp. Allir gluggarnir í dagstófunni voru opnir og maður heyrir ýmis konar hljóð að utan, þegar svo stendur á. Ég heyrði þá til dæmis, í /fólkinu, sem var að vinna á akrinum. En eins og ég sagði — síðar meir hef ég einhvemveginn fengið þá flugu i höfuðið að------að það hafi , verið rödd frú Leidner, sem ég heyrði. Ég hef velt þessu talsvert fyrir mér og þetta hefur vald- ið mér áhyggjum. Mér hefur komið til hugar að hefði ég nú athugað þetta strax og hlaupið út til hennar — já, hver er kominn til að segja að það hefði ekki getað haft einhverja þýðingu?" Dr. Reiliy sagði valdsmannlega: „Svona, ung- frú, verið þér ekki að setja þetta fyrir yður. Ég er sannfærður um, að morðinginn hefur barið frú Leidner niður strax og hann kom inn í her- bergi hennar og hún þá þegar fallið örend á gólfið. Hún hefur aðeins fengið þetta eina högg, eins og líkið ber með sér, enda mundi hún hafa kallað á hjálp, hefði þetta einmitt ekki verið þannig." „Hvað sem því líður," sagði ungfrú Johnson, „þá hefði ég ef til vill getað komið nógu fljótt til þess að sjá morðingjann." „Hvenær haldið þér að þetta hafi verið, ung- frú?“ spurði Poirot. „Kannske nálægt klukkan hálf tvö?“ „Já, það hlýtur að hafa verið eitthvað um það leyti," svaraði ungfrú Johnson. „Þetta kemur vel heim við annað, sem við vit- um í málinu," svaraði Poirot. „Heyrðuð þér nokk- uð annað, glugga eða dyrum hnmdið upp, eða þessháttar?" Ungfrú Johnson hristi höfuðið: „Nei, ég minn- ist þess ekki." ,,Ég geri ráð fyrir að þér hafið setið við borðið. 1 hvaða átt snémð þér ? Húsagaröinum, fomleifa- geymslunni, skýlinu eða útveggnum?" „Ég snéri þannig að ég sá út í garðinn.'1 „Gátuð þér séð drenginn Abdullah þar sem hann stóð við þvottabalann?" „Já, það hefði ég getað, ef ég hefði litið upp, en ég var að vinna vandasamt verk og þurfti á allri minni athygli að halda við það.“ „Hefði einhver gengið fyrir gluggann, sem

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.