Vikan


Vikan - 09.10.1947, Page 6

Vikan - 09.10.1947, Page 6
6 veit út í g'arðinn, munduð þér þá ekki hafa tekið eftir því?“ „Jú, það tel ég víst.“ „Það hefir enginn gert það?“ „Nei.“ „En hafi einhver gengið yfir miðjan húsagarð- inn, munduð þér þá hafa veitt því eftirtekt ?“ „Ég býst varla við því, nema ef ég hefði — eins og ég sagði áðan — litið upp fyrir einhverja tilviljun." „Tókuð þér eftir því, þegar drengurinn Abdullah fór frá vinnu sinni fram fyrir portdym- ar ?“ „Nei.“ Það varð dálítil þögn. Ungfrú Johnson leit snöggt upp og sagði: „Mér þykir leitt, herra Poirot, ef ég hef leitt yður á villigötur með þessari frásögn minni. Þegar ég hugsa um þetta, þá held ég líka að ég hefði ekki getað heyrt í frú Leidner, þótt hún hefði hrópað upp yfir sig. Fornleifageymslan var á milli herbergis hennar og dagstofunnar, sem ég var í — og mér skilst að gluggarnir á herbergi hennar hafi verið lokaðir, þegar við komum að þeim.“ „Hvað sem nú þessu viðvíkur, ungfrú, þá skuluð þér ekki setja þetta fyrir yður,“ sagði Poirot vingjarniega. „Þetta skiptir ef til vill ekki neinu máli.“ „Nei, ef til vill ekki. Þetta hefir samt sem áður talsverða þýðingu fyrir mig, af því mér finnst að ég hefði kannske getað aðhafst eitthvað.“ „Setjið þér þetta ekki fyrir yður, Anna mín,“ sagði dr. Leidner blíðlega. „Þetta hefir ef til vill verið hróp í einhverjum Arabanum, sem hefir verið að kallast á við annan úti á akrinum." Ungfrú Johnson roðnaði dálítið við hið blíð- lega ávarp dr. Leidner. Mér sýndist jafnvel tár spretta fram í augum hennar. Hún leit undan og sagði óvenju fljótmælt: „Ef til vill hefir þetta verið þannig. Venjulegir hlutir vekja hjá manni allskonar ímyndanir eftir svona hræðileg atvik.“ Poirot leit í vasabók sína. „Hvað hafið þér fram að færa, herra Carey?,“ spurði hann eftir nokkra þögn. Richard Carey talaði hægt með áherzlulaus- um málhreim: „Ég býst við að ég hafi litlu við að bæta. Ég var úti við uppgröftinn og þangað voru mér færðar fréttirnar um það, sem skeð hafði." „Munið þér eftir nokkru, sem gerðist næstu daga fyrir morðið og bent gæti okkur á rétta braut í rannsókninni?", spurði Poirot. „Nei, alls engu." „En þér, herra Coleman?„“ spurði Poirot þá. „Ég var nú utan við þetta allt saman," svaraði Coleman, og helst var að ætla af hreimnum I rödd hans að honum þætti þetta miður. „Ég fór til Hassanieh í gærmorgun til að sækja peninga til útborgunar á kaupi manna. Þegar ég kom aftur, skýrði Emott mér frá því, sem skeð hafði og ég var sendur aftur til að ná í lögregluna og dr. Reilly." „En áður — dagana næstu á undan?" „Ja — þá var nú allt í uppnámi hér éiginlega, eins og þér vitið. Það var krafsað í fornleifa- geymslunni — hendur og andlit komu á glugg- ana hjá frúnni — eins og þér vitið,“ hann leit á dr. Leidner, sem hneigði höfuðið til samþykkis. Mér finnst líklegast að þér komist að raun um að einhver náungi hafi komið að utan og gert þetta. Það hefir verið einhver fimur í faginu." Poirot virti hann fyrir sér nokkur augnablik. „Eruð þér Englendingur, herra Coleman?" spurði hann síðan. „Já, það er ég. Hreinræktaður Englendingur". „Er þetta í fyrsta sinn, sem þér eruð hér?“ „Já — þér eigið kollgátuna". „Eruð þér vel að yður í fornleifafræði ?“ Þessi spuming virtist koma Coleman í nokk- ur vandræði. Hann roðnaði og leit út undan sér á dr. Leidner eins og skömmustulegur skóla- drengur. „Nei, ég hef nú lítið kynnt mér þetta“, svar- aði hann loks. „Ég er satt að segja ekki nátt- úraður fyrir vísindamennsku -— -—“ Poirot mótmælti þessu ekki. Hann barði eins og utan við sig með blýantsendanum i borðið og lagaði síðan á sér yfirvararskeggið. „Mér virðist, sem við getum þá ekki gert meira í þessu að svo komnu", sagði hann eftir nokkra stund. „Ef einhver ykkar kynni siðar að muna eftir einhverju, sem ekki hefur komið upp í huga hans nú, væri það vel þegið, ef hann eða hún vildi segja okkur frá því. Nú held ég væri bezt að ég talaði nokkur orð við þá dr. Reilly og dr. Leidner eina.“ Þetta var merki um að við hin mættum fara. Við stóðum öll upp og gengum til dyranna. Þeg- ar ég var komin fram í gættina, var kallað til mín. „Ungfrú Leatheran, vilduð þér annars ekki vera kyrrar hér hjá okkur“. Það var Poirot, sem kallaði. Ég gekk aftur inn í herbergið og settist í sætið mitt. 15. KAFLI. Dr. Reilly gekk um gólf. Þegar allir voru famir út, lokaði hann dyrunum vendilega. Sið- an leit hann spyrjandi á Poirot og lokaði því næst gluggunum á útveggnum, en hinum hafði þegar verið lokað. Eftir þetta settist hann í sætið sitt. „Jæja“, sagði Poirot. „Þá erum við orðin ein og ótrufluð og getum talað saman í næði. Við höfum nú heyrt, hvað leiðangursmenn hafa fram að færa í þessu máli og — En hvað er þetta, ungfrú góð, hvað eruð þér nú að hugsa?" Ég roðnaði upp í hársrætur, því var ekki að neita, að þessi einkennilegi maður hafði skarpa athyglisgáfu. Hann hafði séð það á mér, að ég var að velta dálitlu fyrir mér — og virtist sjá hvað það var. „O — það er nú ekkert —“, sagði ég hikandi. „Svona, ungfrú", sagði dr. Reilly. „Látið ekki sérfræðinginn þurfa að toga þetta út úr yður“. „Þetta var í rauninni ósköp ómerkilegt", sagði ég fljótmælt. „Mér datt aðeins í hug, að jafnvel þótt einhver leiðangursmanna hefði í raun- inni vitað eitthvað, sem máli skipti, þá mundi hann hafa verið tregur til að segja það svona upp yfir alla og einkum þó í viðurvist dr. Leidners". Ég var dálítið undrandi, þegar ég sá herra Poirot kinka kolli ákaflega til samþykkis. „Þetta er alveg rétt — alveg rétt“, sagði hann. „Þér hafið nákvæmlega rétt fyrir yður, imgfrú. Þessi fundur — eða hvað ég á að kalla það — var boðaður í ákveðnum tilgangi. Þér vitið, að VIKAN, nr. 41, 1947 í Englandi eru hestamir leiddir fram til sýnis áður en veðreiðarnar byrja, svo menn geti séð útlit þeirra og dæmt dugnað þeirra og hæfileika eftir því. Svipaður var tilgangurinn með sam- komu okkar. Ég var að virða fyrir mér þátt- takenduma". Dr. Leidner sagði með þjósti: „Ég trúi því alls ekki, að nokkur leiðangursmanna sé sekur eða meðsekur um þennan glæp!“ Síðan snéri hann sér að mér og sagði hálf skipandi: „Mér þætti vænt um, ungfrú, ef þér vildu skýra herra Poirot nákvæmlega frá því, sem ykkur konu minni fór á milli fyrir tveim dögum". Ég byrjaði strax á frásögn minni og reyndi eftir megni að nota sömu orðin og orðatiltækin, sem frú Leidner hafði notað í samtalinu. Þegar ég hafði lokið máli mínu, sagði Poirot: „Þetta var ágætt. Þér hafið ágætt minni og segið skipulega frá. Þér munuð verða mér til mikils gagns við starf mitt hér“. Hann snéri sér síðan að dr. Leidner. „Hafið þér þessi bréf?“ „Já, ég er með þau í vasanum. Mér datt í hug að þér munduð brátt vilja sjá þau“. Poirot tók við bréfunum og las þau. Hann virti þau síðan nákvæmlega fyrir sér. Ég hafði búist við því, að hann mundi strá yfir þau einhverju dufti, eða skoða þau undir smásjá — en svo* mundi ég eftir þvi, að hann var gamall maður og þess var þá ekki að vænta, að hann fylgdist með öllum nýungum í starfsgrein sinni. Hann las aðeins bréfin eins og hver og einn les venju- lega bréf. Hann lagði bréfin á borðið fyrir framan sig að afloknum lestri þeirra, ræskti sig og sagði: „Jæja þá, við skulum þá leggja þetta niður fyrir okkur sem greinilegast og í réttri röð. Elsta bréfið var sent konu yðar skömmu eftir að hún giftist yður, dr. Leidner. Hún hafði að vísu fengið bréf áður, en hún eyðilagði þau. Næst elsta bréfið kom nokkru síðar, og skömmu eftir móttöku þess sluppuð þið hjónin nauðlega und- an dauða af gaseitrun. Síðan fóruð þið hjónin hingað og í næstum tvö ár bárust engin fleiri bréf. I byrjun þessa árstímabils fóru þau að berast að nýju — það er, á síðustu þremur vikum: Er þetta ekki rétt?“ „Jú — alveg rétt,“ svaraði dr. Leidner. „Konan yðar bar það með sér, að hún var' skelfingn slegin og að ráði dr. Reilly var ungfrú Leatheran ráðin hingað til að annast frú Leidner. Er það ekki líka rétt?“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.