Vikan


Vikan - 18.12.1947, Blaðsíða 3

Vikan - 18.12.1947, Blaðsíða 3
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1947 3 Ævintýraleg ferð í eintrjáning Islenzk stúlka, Margrét Guðmundsdóttir frá Keykjavík, fór í sumar ásamt fimm sænskmn félögum sínum í eintrjáningum frá upptökum Ljusnanárinnar í Svíþjóð til árósanna. Ljusnan er ekkert lamb að leika sér við. Hún á upptök sín í norsk-sænsku landamæraf jöll- unum í 1149 m. hæð og fellur, ýmist logntær um gróðursæla dali eða straumhörð um flúðir og kletta, 65 km. leið til Bot- neskaflóans. Þrisvar hafa verið gerðar til- raunir til að fara ána á bátum frá upptökum til ósa. Árið 1850 reyndi það sænskur maður, en varð að hætta eftir einn dag. Tveir Englendingar gerðu til- raunina 1913, en eftir að þeir höfðu lent í lífshættu hvað eft- ir annað, gáfust þeir upp eftir nokkra daga. 1 sumar var þriðja tilraunin gerð — og hún tókst. Fjórir karlmenn, ljósmyndarar frá Stokkhólmi, — og tvær stúlkur, önnur sænsk og hin íslenzk, Margrét Guðmundsdóttir frá Reykjavík, unnu þetta afrek. Þau notuðu þrjá eintrjáninga, sem þau sendu með járnbraut- arlest upp með ánni. 1 fyrstu gekk allt að óskum, áin rann lygn og tær milli grasigróinna og skógivaxinna bakka. En í Ljusnedal byrjuðu erfiðleikarn- ir. Þar verður áin straumhörð og botninn grýttur. íbúunum varð starsýnt á þetta ferðafólk, enda höfðu margir þeirra aldrei séð eintrjáning fyrr, og spáðu þeir ekki góðu um ferðina. En ferðafélagarnir létu það ekki á sig fá og þóttust, færir í flest- an sjó. „En þegar við komum til Rördn og Midskogsbygget,“ segir einn ferðafélaganna, Sven Gillsáter, í grein í sænska Þessi mynd gefur góða hugmynd um stundum að fara í land til að tæma ólguna í ánni. Oft gaf á og varð þá bátinn vatni. Hér sést Margrét Guðmundsdóttir í eintrjáningnum til hægri og hin sænska vinstúlka hennar til vinstri. 1 sumum straumköstunum var svo vandsiglt, að ,,skipstjórinn“ varð að fara útbyrðis til að stýra milli steina, en Margrét situr í eintrjáningnum sem eins konar kjölfesta. — Við fætur hennar er skipskötturinn ,,Fossakalli“. myndablaðinu Se, „lækkaði heldur á ökkur risið. Þar belj- aði áin fram og við vorum fimm tíma að komast þrjá km. Svo skall mýrkrið á. ísköid rigning. Mýbit. Við hefðum af öllu hjarta uniiaö .beztu óvinurn okkar að lenda í þessu. Ýmist urðum við að vaða ána og stýra bátunum milli steinanna, sem höfðu blátt áfram segulmagnaðan eigin- leika til að vera sífellt þar sem sízt skyldi, eða við stikluðum á steinum og héldum í þrjátíu metra langan kaðal, sem víð ,,stýrðum“ bátunum með. Þess á milli létum við skeika að sköp- uðu, stýrðum eftir beztu getu í trausti þess að enginn steinn tæki upp á því að gægjast upp um bátsbotninn. Um miðnætti komum við á áningarstað. Alla leið frá Ilede til Linsall gnæfði Sanfjall á aðra hönd í máttugri tign sinni. Áin óx að vatnsmagni, rödd hennar varð dimm og þung og í djúpum, straumhörður álunum brunuðu bátarnir áfram með fleygiferð. Öðru hvoru skullu öldur inn yf- ir bátana aftan frá og þá urðum við að fara í land til að tæma þá. Lafoss, stærsti fossinn í ánni, er ófær öllum nema sjálfsmorð- ingjum, og við tókum því þann kost að bera báfana og farang- urinn niður fyrir fossinn. Það var ekki áhlaupaverk! ... I Fárila og Ljusdal vorum við einn dag, og skoðuðum hina kunnu klakstöð í Jdrvsö. Til að vinna upp slórið rerum við um nóttina í tunglskini eftir Tve- sjön og Orsjön, til Vállsta og Arbrá. Ég minntist á tunglskin. Hvers vegna fara menn til Ha- waii? Hvers vegna syngja menn um Honolulu og Kúba og Rio de Janeiro, en ekki um Ljusn- an? Það hlýtur að vera yfirsjón, sorgleg gleymska. Við getum vottað, að Tvesjön býr yfir eins mikilli fegurð og rómantík og unnt er að njóta. Þar er allt sem hugurinn girnist: silfurbelti mánaskinsins á logntæru vatn- inu, seiðmagnaður þyturinn í dimmum skóginum, ástarsöng- ur náttfuglanna, andardráttur náttúrunnar, sefandi en þó þrunginn lífi. Jæja, hversdags- leikinn birtist aftur í Arbrá- straumnum í líki timburflota, sem verið var að flytja niður Framhald á næstu síðu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.