Vikan


Vikan - 18.12.1947, Blaðsíða 11

Vikan - 18.12.1947, Blaðsíða 11
^tiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiintiinninr^ JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1947 11 ... Ný framhaldssaga: ..... ÁST LEIKKOIMUNNAR .............. Eftir FAITH BALDWIN „Vertu sæl, Sara,“ sagði hún, „og reyndu að gera sem fæst heimskupör. Einn ókosturinn við þig er, að minu áliti, hvað þú ert áhrifagjörn og fljót að apa eftir þeim, sem þú lendir með. Móðir þín er heimskingi. Maður hennar — sem ég hefi aðeins tvisvar séð — er mjög geðslegur, en þreklítill. Fer hún með hann eins og henni þóknast. Ég er alltaf hrædd, þegar Boycie er ekki með þér, því að enda þótt hún dekri óstjórn- lega við þig, hefur hún fremur áhrif á þig til góðs en ills. Sendu mér skeyti þegar þér dettur í hug, en skrifaðu ekki. Ég hefi ekki lengur góða sjón og skrift þín er alveg ólæsileg." „En þegar ég hafði einkaritara —“ muldraði Cherry. „Ég er fegin, að þú tókst hajia að minnsta kosti ekki með þér,“ greip Lucy van Steeden fram í fyrir henni. „Hún kom nú aöeins og var í nokkrar klukku- stundir á dag — „Þú last henni aldrei fyrir bréfin þín til mín,“ sagði amma hennar. „Þú sagðir bara: „Skrif- aðu ömmu fyrir mig,“ og svo gerði hún það. En ég hefi aldrei lesið meiri þvætting." Hún dæsti með fyrirlitningu og tók í hönd Cherry. „Vertu sæl, stúlka mín,“ sagði hún blíðlega og barðist við kökkinn í hálsinum. „Ef ég má vera hrein- skilin, þá finnst mér þú vægast sagt líta hlægi- lega út núna.“ „Við verðum að leggja af stað,“ sagði Boycie, sem stakk höfðinu inn úr dyragættinni, en þar sem hún heyrði síðustu setninguna, bætti hún við: „Hún getur ekki gert að því, frú van Steeden.“ Og það var satt, Cherry gat ekki gert að því. Hún átti að hitta ljósmyndara, blaðamenn og að- dáendur. Hún yrði ljósmynduð við borðstokkinn, brosandi út undir eyru. Hún bar blómvönd, þykkt lag af varalit og til- búin augnahár. Freknurnar voru huldar af and- litsfarða og undir augun voru máiaðir skuggar. Hún var klædd glæsilegri ullardragt og í loðkápu utan yfir. Á höfðinu hafði hún litlá hettu. Sem Sara Brown var hún óþekkjanleg, en engum gat dulizt, að hérna var Cherry Chester á ferð. Hún hafði verið undarlega þögul og viðráðan- leg síðustu dagana, hugsaði Boycie. Þessi hugsun kvaldi hana, því að þetta gat ekki boðað neitt gott. Það var alveg sama hverju hún stakk upp á, Cherry svaraði alltaf á sömu lund: „Alveg sjálfsagt, Boycie min.“ Skipið átti að fara um hádegi, eins og fyrr segir, en þær fóru fyrr um borð, því að Cherry þóttist þurfa að veita svo mörgum viðtal þar og helzt vilja hvíla sig um stund áður en skipið legði frá landi. Þetta var mjög viturlegt, en ólíkt Cher- ry. Boycie horfði fast á hana, en augu Cherry voru sakleysisleg, eins og í barni. „Jæja, það verður þá svo að vera,“ hugsaði Boycie. Horace var kominn til að kveðja. Hann hélt fast við áform sitt að bregða sér til Evrópu með- an Cherry væri þar. Auðvitað hafði Cherry ekki tekið þessari frétt með neinni auðsærri hrifn- ingu, en Lucy frænka hennar ýtti undir hann. „Hún veit ekki, hvað hún sjálf vill, Horace," hafði hún sagt. „Þú verður að vera þolinmóður, þvi að það er áreiðanlegt, að henni þykir vænt um þig!“ Horace kom akandi í bíl, sem siðan var send- ur með Hildu og Higgins-hjónin niður að höfn. Hilda átti að fara með húsmóður sinni, en Higg- ins-hjónin, sem búa áttu í íbúðinni í fjarveru Cherry, fóru aðeins til að kveðja. Horace, Boycie og Chérry fóru i einkabíl Cherry, sem var af nýjustu gerð. „Ég skil ekki hvers vegna þú hefir látið bílinn vera ónotaðan allan tíma þinn héma í New York,“ sagði Horace, sem var mjög hagsýnn maður. „Þú þarft ekki að ætla, að ‘þjónustufólk þitt hafi ekki notað hann.“ Bílstjórinn sendi honum hatursfullt augnaráð í speglinum, en honum létti auðsjáan- lega við svar Cherry. „Auðvitað ekki, því að ég leyfði Robinson að nota hann eftir vild. Það var bara vegna ömmu, sem ég notaði hann ekki sjálf. Þar sem ég gat glatt gömlu konuna með þvi að nota vagninn hennar, datt mér ekki í hug annað en að gera það. Amma hatar bíla, en lifir í anda upp árin í kringum 1890.“ Á hafnarbakkanum var Horace ýtt til og frá af blaðamönnum, skólastúlkum og slæpingjum og fannst honum þetta virðingu sinni ósamboðið. Þegar um borð i skipið kom, varð þetta sízt betra. Hann var skelfdur yfir ágengni blaðamann- anna og hvað Cherry var leikin í að tala við þá. Káetumar, sem Cherry voru ætlaðar, voru full- ar af blómum, skeytum og ávaxtakörfum. „Er eitthvað til í þeim orðrómi, að þér og Ho- race Steeden —-------?“ spurði einn blaðamann- anna Cherry. „Eigum við nokkuð að tala um það?“ svaraði hún og brosti sinu blíðasta brosi. „Við erum góð- ir vinir,“ hélt hún áfram, „og höfum verið það frá barnæsku — — en auðvitað er ég talsvert miklu yngri en Horace." Hún brosti aftur og varð hugsað til hins feita, sveitta Horace, sem hafði togað í flétturnar á henni og hrekkt hana á allar lundir þegar hún var smástelpa. Hún minntist þess einnig, að einu sinni hafði hún gabbað Hor'ace til að reykja einn vindil stjúpföður síns, með þeim árangri, að hann hafði stórskemmt gólfábreiðu Lucy frænku sinn- ar með spýju sinni. Cherry leit á klukkuna. Það voru þrír stundar- fjórðungar þar til skipið átti að leggja af stað. Hún bað því blaðamennina að fara, og fór sjálf inn i káetu sína, þar sem Boycie og Hilda voru fyrir. Hilda vor önnum kafin við farangur hús- móður sinnar. „Er Horace farinn?“ „Ekki ennþá — en hvað ætlast þú nú fyrir?“ „Mér er svo illt í höfðinu, Boycie. Það er alveg satt.“ Cherry horfði biðjandi á hana. Það var ekki um að villast, stúlkan var hálflasleg; það voru rauðir dílar í kinnum hennar og augun gljáðu, eins og af sótthita. „Reyndu að losna við Horace — farðu með hann upp á þilfar og komdu honum í land. Ég átti að veita einhverri ungfrú Pedersen frá einu kvikmyndablaðinu viðtal. Er mér það mikilvægt, að tala við hana, — en hún hefir ekki sýnt sig enn. Þú værir góð, ef þú gætir fundið hana fyrir mig, en segðu öllum öðrum, sem um mig spyrja, að það sé vonlaust að ná mig tali.“ Boycie til mikillar furðu, vafði Cherry handleggjunum um háls hennar og kyssti hana ástúðlega. „Þú ert hreinasta perla," sagði hún að endingu, þegar hún sleppti henni. Boycie hristi höfuðið, þegar hún gekk inn í næstu káetu, þar sem Horace beið. „Cherry hefir höfuðverk," sagði hún við Horace. „Hún ætlar að leggja sig út af.“ Horace næstum læddist á tánum að dyrunum til þess að ónáða Cherry sem minnst. „Ég er nú ekki dauðvona, svo að þetta er ó- þarf,“ sagði Cherry, sem kom fram í dyragætt- ina og rétti honum höndina kuldalega. „Vertu sæll.“ „Sara, ég get ekki skilið við þig svona,“ sagði Horace ástríðufullt." „Þú neyðist samt til þess,“ Hún hrifsaði að sér höndina og brosti. „Við sjáumst nú aftur,“ og hún lokaði hurðinni við nefið á honum. „Ungfrú Medford," sagði Horace, hrifinn, á leiðinni upp á þilfar, „var þetta ekki nokkurs konar loforð, sem hún gaf mér. Var henni ekki alvara, á ég við?“ „Hvemig á ég að vita það ?“ sagði Boycie. „Hún veit sjaldnast sjálf, hvað hún hefir sagt eða hverju hún hefir lofað.“ Horace stóð lengi við landganginn og ætlaði aldrei að ljúka við að kveðja Boycie. Þegar hún var loks orðin laus við hann, varð hún að sinna ýmsu fólki, sem spurði eftir Cherry, og segja því, að leikkonan gæti ekki veitt þvi viðtal. Allt þetta gerði hún með mikilli mælsku, eins og sá einn getur, sem hefir miklu reynslu að baki sér i því efni. Það var því ekki fyrr en löngu siðar, að hún gat hafið leit sína að þessari fyrmefndu ungfrú Pedersen, og fékk hún einn skipsdreng- inn i lið með sér. Leituðu þau í öllum sölum og göngum, en það kom fyrir ekki. Engin ungfrú Pedersen fannst, Boycie gaf samt ekki upp leit- ina fyrr en skipið var komið frá hafnarbakkan- um og stefndi til hafs. Þá loks sneri hún aftur til káetunnar. „Jæja, þá emm við loks komnar af stað,“ sagði hún glaölega um leið og hún kom í gætt- ina. „Ég vildi að þú gætir gert þér i hugarlund, hvað mér er illt í fótunum." Ekkert svar. Þama í káetunni var ekkert ann- aðnað að sjá en blóm, sælgætisöskjur og skeyti. Boycie hrakkaði ennið og gekk að dyrunum að svefnkáetunni. Þar stóð ferðakista og fleiri fögg- ur, en hvorki Cherry né Hilda —.“ Hún hefir farið upp á þilfar, hugsaði Boycie gröm í bragði. En hvað þetta var líkt henni — en þó undarlegt, að hún skyldi ekki rekast á hana þar uppi. Skipið var að visu stórt — — Hún settist á rúmið, en kom þá auga á bréf, sem blasti við henni á koddanum. „Elsku góða Boycie! Vertu hvorki hrædd né reið við mig. Ég er strokin burt, og hjálpaði Hilda mér til þess. Ég hefi skipt um föt og tek með mér tösku, sem ég var búin að setja sjálf ofan í. Ég hefi mikið af peningum og vegabréfið mitt, og fer nú til sveitabæjar uppi í fjöllunum, sem tek- ur á móti ferðafólki, og dvel þar um tíma. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur út af mér, því að við hittumst svo seinna, og skal ég þá með fyrirvara láta þig vita um áform mín. Blöðin mega ekki komast að þessu, því að þá fer allt á annan endann, og amma min má ekkert vita, því að hún fengi aðsvif við slíka frétt sem þessa. Þegar þú ferð á land í Englandi, sendir þú ömmu skeyti og segir að okkur líði vel og við séum komnar. Það nægir, því að hún býst ekki við frekari fréttum frá mér í bráð. Sýndu Syl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.