Vikan


Vikan - 18.12.1947, Blaðsíða 30

Vikan - 18.12.1947, Blaðsíða 30
30 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1947 kannske skipt um glös inn um gluggann „Skipt um glös?“ „Já. Ég á við það, að ungfrú Johnson hafði alltaf glas með vatni á borðinu hjá sér. Hún hef- ur kannske talið, að einhver hefði komið að glugg- anum og skipt um glös þannig.“ „Hvað haldið þér um þetta, dr. Reilly?“ „Ef um morð er að ræða, þá hefur þetta sjálf- sagt verið gert á þennan hátt,“ svaraði dr. Reilly. „Enginn mundi drekka saltsýru í stað vatns, ef hann væri með fullu ráði eða vakandi. En sé einhver vanur að drekka glas af vatni að nótt- xmni til, þá gæti sá eða sú teygt sig eftir glas- inu og drukkið úr þvi megnið af innihaldinu, ef hann er hálfsofandi, án þess að verða þess var fyrr en um seinan.“ „Hvað stendur borðið langt frá glugganum ?“ spurði Maitland og sneri sér að mér. „Er hægt að teygja sig með höndina inn á það, ef staðið er fyrir xitan?“ „Já, ég býst við að það sé hægt með því að halla sér inn um gluggann,“ svaraði ég. „Voru dyrnar læstar, þegar þér komuð að þeim í nótt?“ spurði Maitland. „Nei.“ „Þá hefur hver sem var getað farið inn í her- bergið og skipt þannig um glös.“ „Já, að vísu.“ Dr. Reilly sagði: „Það er ólíklegt, að nokk- ur hafi kosið að fara inn í herbergið til að skipta um glös, ef hægt var að gera það að utan. Mað- ur í fastasvefni vaknar mjög oft við fótatak i herberginu hjá sér, þótt hann taki ekki eftir ýmsu öðxni." • „Já — en ég er ekki aðeins að hugsa um glas- ið,“ svaraði Maitland eins og utan við sig. Hann sneri sér nú aftur að mér og spurði: „Þér segist vera þeirrar skoðunar, að þegar konan taldi að hún væri að deyja, hafi hún viljað gefa yður til kynna, að einhver hefði skipt um glas í gegn um gluggann, látið hana hafa saltsýru í glasi í stað vatnsglass hennar. En hcfði ekki verið nær að nefna nafn þess, sem þetta gerði?“ „Það er ekki víst, að hún hafi vitað, hver gerði þetta,“ svaraði ég. „Nei, segjum það gæti verið, en hvers vegna reyndi hxin þá ekki að segja yður hvað það var, sem hún þóttist hafa komist að í gærkvöldi? Finnst yður það ekki hafa staðið nær?“ Dr. Reilly greip aftur fram í og sagði: „Þegar maður er að deyja, þá er hætt við að hann hafi ekki lengur hæfileika til að yfirvega orð sin eða hugsa um skipulega framsetningu. Hvað þessa konu snertir, er mjög skiljanlegt, að eitt atriði hafi verið efst í huga hennar: Hönd morðingj- ans, sem kom inn um gluggann og byrlaði henni eitur í stað vatns. Þetta hefir hún talið mjög mikilvægt atriði, og henni hefir fundizt, að hún yrði að láta einhvem vita það. Og þetta var líka mikilvægt. Hún hefir viljað gefa til kynna, að hún hefði ekki framið sjálfsmoi'ð. Hefði hún getað talað meira, er liklegt að hún hefði sagt: „Þetta er ekki sjálfsmorð,“ eða eitthvað því líkt, í stað þess að segja aðeins: „Glugginn .... glugg- inn . .. . “ Maitland yfirforingi bankaði með fingrunum í borðið nokkra stund, án þess að svara. Síðan sagði hann: „Mér skilst, að engin sönnun sé enn fengin fyrir því, og meira að segja litlar líkur, að ekki hafi verið um sjálfsmorð að ræða. Hvað haldið þér um þetta, dr. Leidner?“ Dr. * Leidner svaraði ekki strax og Maitland endurtók spui'ningu sína. Þá leit dr. Leidner upp og sagði hægt, en ákveðið: „Ég tel, að um morð sé að ræða. Anna Johnson var ekki þannig gerð kona, að líklegt sé, að hún hafi farið að fremja sjálfsmorð." „Þótt hún hafi ekki verið líkleg til að fremja sjálfsmorð undir venjulegum kringumstæðum, þá gætu þær ástæður hafa verið fyrir hendi, að hún hafi gripið til þess úrræðis." „Eins og hvaða ástæður?“ Maitland laut niður og tók upp pakka, sem ég hafði áður tekið eftir að hann lagði þar við hliðina á stólnum sínum. Hann hóf nú þcnnan pakka upp á borðið og virtist hann vera þung- ur, því Maitland beitti talsverðu afli við þetta. „Það er dálítill hlutur i þessum pakka,“ sagði hann. „Við fundum hann undir nSmi ungfrú John- son. Hver veit, nema hann geti gefið okkur skýr- ingu á einu og öðru?“ Hann leysti umbúðirnar af pakkanum og kom þá í ljós stór hverfi- eða kvainarsteinn. Þetta var ekkert merkilegt í sjálfu sér — við höfðum oft séð slika steina og fjöldinn allur af þeim hafði fundizt við uppgröftinn í ár. En það sem vakti eftirtekt okkar á þessum steini, var daufur, dökkleitur blettur á einum stað á hinu hringmyndaða yfirborði hans, og við þennan blett loddu nokkur hár, sem líktust mest mannshári. „Þetta er nokkuð fyrir yður að athuga, dr. Reilly,“ sagði Maitland. „Ég; tel. fyrir mitt leyti. engan vafa á því, að þetta.sé'hluturinn, sem: frú Leidner var myrt með!“ « 26. KAFLI. Þetta var hræðilegt. Dr. Leidher brá sv.o, að ég bjóst við að líða mundi yfir hann og sjálf var ég ekki of styrk. Dr.. Reilly lfeit ál kvarnar- steininn og spurði: „Eru nokkur fingraför á honum?“ „Nei, engin.“ Dr. Reilly tók upp stækkunargler og skoðaði áðurnefndan blett i gegnum það. „Q-já. Svoliti- ill snepill af mannsskinni. — og hár, ljóst. hár. Já, ég verð að rannsaka þetta nánar, auðvitað, en mér virðist engixm vafi komast hér að. Fannst. undir nimi ungfrú. Johnson — segið þið?' Þurf- um við þá frekari vitna við ? Hún hefir þá. verið völd að morðinu, en síðan gripið til þessa ör- þrifaráðs. Þetta er annars aðeins tilgáta min.“' Dr. Leidner gat aðeins hrist höfuðið og; muldr- að: „Nei, ekki Anna, ekki Anna.“ „Ég veit ekki, hvar hún hefir falið' þennan. stein til að byrja með,“ sagði Máitland. „Við rannsökuðum hvert einasta. herbergi eftir- morðið á frú Leidner. En hvar sem það hefir verið,. þá hefir hún síðar ekki verið ánægð með þann felustað og flutt steininn inn í herbergi sitt, sem hún vissi að búið var að rannsaka. Verið get- ur lika, að hún hafi flutt steininn inn til sín eftir að hún ákvað að fremja sjálfsmorð.“ „Ég trúi þessu ékki',.‘“ sagði hún hátt. „Ég veit ekki, hverjú trúa skal,“ sagði Mait- land. „Við þurfum fyrst að rannsaka hvarf séra Lavignys og ástæðúna fyrir því. Drengimir mxn- ir em að leita að honum og hver veit, hvar hann er niður kominn? Kannske liggur hann myrtur í einhverjum skurðinum, vesalings maðurinn." „Ó — nú man ég----------,“ byrjaði ég. „Hann nefndl þennan náunga alltaf rangeygða manninn," sagði ég. „Rangeygða manninn ? “ endurtók Maitland. „Já, það er eitthvað skrítið við þennan rangeygða mann. Hvi I fjandanum skyldu lögreglumennirn- ir mínir ekki geta haft upp á þessum rangeygða manni ? “ „Ætli það sé ekki vegna þess, að hann er alls ekki rangeygður?*1 sagði Poirot. „Haldið þér þá, að hann hafi gert sig rang- eygðan viljandi? Er það hægt, Poirot?“ „Skökk augu geta komið sér vel,“ svaraði Poi- rot aðeins. „Já, það segið þér satt. En ég vil nú fara að hafa hendur í hári hans, hvort sem hann er rang- eygður eða ekki!“ „Mér þykir líklegt, að hann sé kominn yfir landamæri Sýrlands," sagði Poirot. „Ég hefi varað þá við í Tell Korehek og Abu Kemal og reyndar í öllum varðstöðvum við landa- rnærin." „Hann hefir varla farið eftir þjóðvegunum, held- ur þá leið, sem smyglaramir fara venjulega," sagði Poirot. „Haldið þér það?“ spurði Maitland undrandi. „Þá væri rétt að senda símskeyti til Dier ez Zor.“ „Ég sendi þeim skeyti í gærkveldi og bað þá að vera á verði, ef þangað kæmu tveir karlmenn saman, enda þótt þeir hefðu vegabréf sín í bezta lagi, að því er virtist." Maitland starði undrandi á Poirot. „Senduð þér skeyti þangað ? Hva’ — — ? Tveir menn, seg- ið þér — ha?“ Poirot kinkaði kolli. „Já, það er um tvo menn að ræða,“ sagði hann íbygginn. „Heyrið þér, Poirot,“ sagði Maitland. „Ég held að þér ættuð að leysa frá skjóðunni og segja okkur allt, sem þér vitið um þetta. Þér hafið haldið einhverjum upplýsingum leyndum fyrir okkur, hygg ég.“ „Nei — það er varla hægt að segja," svaraði Poirot. „Ég sá skyndilega í morgun við sólar- upprás, hvemig í þessu liggur." Ég býst ekki við að. nokkur okkar hafi veitt MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. 1. Maggi: Þegar þú ert tilbúinn, kallar þú og 3. Eitthvað gengur nú á! ég hleyp og skelli aftur hurðinni. 4. Maggi: Tönnin var fastari en skráin. Raggi: Allt í lagi, Maggi. * t

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.