Vikan - 18.12.1947, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1947
9
Fimm daga villa niðursetnings.
Allur sá mikli f jöldi unglinga, sem nú
er að alast upp í bæjum og borg á Is-
landi, hefir litla hugmynd um, við hve
kröpp kjör, erfiða vinnu og illan aðbún-
að ótal börn og unglingar urðu að búa
hér á landi fyrr á tímum. Þá voru menn
varnarlausari gegn myrkrinu og kuld-
anum en nú. Það er hollt að þekkja sögu
þjóðar sinnar og einstaklinga hennar,
þá skilja menn betur landið sitt og
sjálfan sig og meta réttar hvorttveggja.
Grein þessa hefir Einar kennari og rit-
höfundur Guðmundsson skráð og kom
hún í V. bindi Islenzkra þjóðsagna, sem
hann hefir safnað, en H.f. Leiftur gefið
út. Myndirnar, sem fylgja greininni, eru
þó ekki í heftinu. Þær hefir blaðið út-
vegað.
Albert Júlíua Jónsson. Síðustu ár ævi
sinnar var hann á Nauteyri í Norður-
Isafjarðarsýslu og þar mun myndin
tekin nokkru áður en hann dó.
Um 1876 var tíu ára gamall drengur,
Albert Júlíus, á sveit hjá vandalausum á
Kaldrananesi í Strandasýslu. Var hann
lausaleiksbam, foreldramir Jón Björasson
og Kristín Jónsdóttir, örsnauð vinnuhjú og
gátu Utla ræktarsemi sýnt honum. Þá var
þríbýli í Kaldrananesi. Átti húsbóndi
Alberts Júlíusar 20 ær, eina kú og tvö
hross. Fjalfylli af hafís var stundum á
vetmm í Bjamarfirði þau ár, svo að
Bjamfirðingar gátu eigi stuðzt við veiði-
skap. Kartaflna- og gulrófurækt höfðu
þeir enga, en hins vegar var grasatekja
nokkurt búsílag. Albert Júlíus bjó við
þröngan kost og vinnuhörku í Kaldrana-
nesi. Flautirnar hossuðu einatt ekki hátt í
honum. Hann hafði eigi annað ofan á sig í
rúminu en eitt brekán og pokagarma. Á
vetrarnóttum vaknaði hann því oft af
hrolli. Heimtufrekja þótti þá af sveitar-
ömögum að fara fram á að fá yfirsængur.
Framan af sumri sat Albert Júlíus yfir ám
frá miðmorgni til einnar stundar eftir nátt-
mál. En á vetmm stóð hann yfir fé klæð-
lítill oft í skafrenningi og jafnan myrkr-
anna milli að kalla. Atlæti hafði hann
slæmt.
Mánudag einn í ágústmánuði fékk hús-
bóndi Alberts Júlíusar tvær bikkjur að láni
frá Ásmundamesi til þess að reiða á hey
heim af engjum. I Kaldrananesi var
tveggja stunda heybandsvegur, og fór Al-
bert Júlíus á milli, rak baggahestana heim,
var látinn ganga sjálfur, en reið þó reið-
ingshesti aftur á engjarnar. Á mánudags-
kvöld er Albert Júlíus mjög lúinn, en er
aðrir ganga til náða, á hann að skila láns-
bikkjunum. Ekki var honum léður hestur
til að ríða á heim. Rúmri stundu fyrir mið-
nætti leggur hann af stað, hefir silfurbúna
svipu í hendi — eina verðmæta muninn, er
hann átti. Hann nær háttum í Ásmundar-
nesi, skilar bikkjunum og labbar af stað
heim. Þá haltraði klukkan til eitt. Þegar
hann kemur að næsta bæ, Klúku, er hann
svo sárþreyttur, að hann treystir sér ekki
að ganga heim, ætlar að biðjast gistingar.
En fólkið var allt í fastasvefni, og kom
hann sér ekki tii að vekja upp. Leggur hann
sig þá til svefns á bæjarvegg.
Um hánótt vaknar Albert Júlíus og
skelfur mjög. Er hann allur orðinn hálf-
blautur, því að sótþoka með súld er skoll-
in á. Albert Júlíus sprettur upp, ætlar sem
skjótast heim, flýtir sér svo, að hann
gleymir svipunni á bæjarveggnum. En svo
svört er þokan, að hann villist. Hann hleyp-
ur við fót, er hann verður þess var, á erfitt
með að vera rójegur. Undir morgun kemur
hann að nátthaga nokkmm, sér þar 30 ær,
tvær með klukkur í homi, forystuær. Kann-
ast hann þá við, að þetta er í Goðdölum, af-
skekktasta bæ f jarðarins. Labbar hann að
bænum og kveður dyra. En enginn kemur
út. Býst Albert Júlíus við, að þokunni stytti
upp um dagmál, heldur, að hann rati sömu
leið aftur, og fer af stað. Smalinn í Goð-
dölum vaknar við, að barið er að dymm,
klæðir sig hægt og fer út. Hann sér slóða
í hánni á túninu og ný spor í leirgötum að
nátthaganum, en engan mann. Þá var Al-
bert Júlíus nýhorfinn í þokuna.
Albert Júlíus villist nú upp f jall nokkurt.
Ekki léttir þokunni um dagmál. Verður
hann þá ráðvana, gengur ýmist eða hleypur
þann dag allan, finnur engin ber, hefir ekk-
ert annað að nærast af en blávatn. —
Næstu nótt, miðvikudagsnótt, þorir hann
enga hímu að sofa fyrir kuldasúld, er á
rjátli alla nóttina. Oftast varð fyrir honum
eggjagrjót og annað skófrekt land. Geng-
ur hann nú alveg niður úr öðrum skónum,
en gat kemur á hinn. Verður hann brátt
sárfættur á skólausa fætinum, því að
sokkurinn hlífir skammt. Þegar hlýjast var
um daginn, lagði hann sig á mosakambi,
en hrökk upp með andfælum eftir á að
gizka eina stund og hélt áfram göngunni.
Ekki stytti þokunni upp þann dag, og
hvergi rakst hann á berjaland. Viðurværi
hans var enn tómt blávatn.
Nótt hina næstu, fimmtudagsnótt, er
hann allt af á rjátli vegna kulda. En í dög-
Kaldrananes á Ströndum. (Þorsteinn Jósepsson tók myndina).