Vikan


Vikan - 18.12.1947, Blaðsíða 18

Vikan - 18.12.1947, Blaðsíða 18
18 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1947 • HEIIUILiÐ Heimagerðir hlutir n■■■iiiii111111■■iiniii■■■■ii■■■1111111 Jólamaturinn Hrísgr jónagrautur með rú- sínum. 200 gr. hrisgrjón, 2 1. mjólk, ögn af salti, kanel, sykur og rúsinur. Hrísgrjónin eru þvegin vandlega, mjólkin sett yfir eldinn og þegar hún sýður, eru grjónin sett út í og hrært í þar til sýður aftur. Rúsínurnar eru þvegnar og þegar grauturinn hefir staðið í rúma þrjá stundarfjórðunga eru þær settar út í og grauturinn sið- an soðinn enn í stundarf jórðung. Bor- ið á borð með kanel, sykri og mjólk eða rjómablandi. Ekki má gleyma möndlunni og möndlugjöfinni, hún setur hátíðar- brag á máltiðina. Gæsasteik. Maukið, sem gæsin er fyllt með: 250 gr. sveskjur, tvö epli, 30 gr. sykur (2 sléttfullar matskeiðar), 3 sléttfullar matskeiðar rasp, 2 sléttfullar teskeiðár kardemomm- ur, 2—3 matskeiðar vatn. öllu er þessu blandað saman. Hreinsuð gæsin er fyllt með mauk- inu og saumuð saman, brúnuð lítið eitt í potti í fitunni, sem hefir verið tekin innan úr henni, söltuð, beina- soði hellt yfir hana, settur í sósuUt- ur. Steikt í pottinum í klukkutíma. Gæsin síðan sett í steikaraskúffu með hrygginn upp og steikt í ofnin- um í þrjá stundarfjórðunga. Steikt í það heila í kringum 3 klst. Ef skorpa á að koma á haminn, skal ekki ausa yfir gæsina síðasta hálf- tímann. Stundarfjórðungi áður en búa á sósuna til, er soðinu hellt í skál og tekið ofan af því. 1 soðið er látið mjólk og rjómi, jafnað með hveiti, sem hrært hefir verið út í vatni. Salt og pipar eftir smekk. Súkkulaðifromage. 5 eggjarauður hrærist vel með 90 gr. af sykri. 250—375 gr. af súkkulaði hrært í % 1. heitri mjólk og blandist með 20. gr. matarlími, sem er bleytt út í köldu vatni og þar á eftir bleytt upp í V, 1. heitu vatni. % 1. þeyttur rjómi hrærist hægt saman við rauðurnar. Þegar súkkulaðið og matarlímið er volgt, hrærist það varlega saman við eggjarauðumar og rjómann, svo að þeytingin falli ekki. Formin strjúkist með salatolíu, % 1 þeyttur rjómi með sykri og vanillu settur í röndina. Lífstykki komin aftur i tízku TÍZKUMYND Svartur kvöldkjóll. barnsins að stinga öllu upp í sig og naga, þegar tennurnar eru að koma, og ef það er með ullarvettlinga á höndunum, getur ekki hjá því farið að hár setjist í kringum munn þess. Búið þvi til hanzka á barnið úr þvottaskinni — án þumla og fóðrið þá með gömlum uUarvettlingum (sjá myndina). Handliæg taska undir skó. Það kemur oft fyrir að fólk gleym- ir alveg skófatnaði sinum, þegar það Látið barninu vera hlýtt á hönd- unum. Lítil börn verða eins og allir aðrir að eiga vettlinga á hendurnar til að nota þegar kalt er. En það er eðli Konfekt. 1 pund flórsykur, rommdropar eftir smekk, 1 væn, soðin kart- afla, súkkulaði, kókósmjöl. Kartaflan hnoðuð með gaffli í sigtaðan flórsykurinn, þar til allur sykurinn er kominn í, hnoðað þar til sprungulaust. Búnar til úr þvi litlar kúlur, sem er velt upp í bræddu súkkulaði og kókosmjöli. Efst til hægri: Lífstykki úr satíni, með beinteinum. Það herðir mjög að mittinu og lagar mjaðmirnar og verðið á því er 35 dollarar í Ameriku. — Til vinstri: Þessi tegund lífstykkja er ódýr og mikið seld í Ameríku. Það er reimað að framan, með stálteinum og teygju í hliðunum og herðir aðallega að maganum og undir brjóstunum. — Neðst til hægri: Þetta lífstykki er af franskri gerð, reymað í bakið og krókað á hliðunum. Verðið er 40 dollarar. öldum saman hefir kvenþjóðin reyrt sig á einn eða annan hátt með lífstykkjum. Sagan hermir að Kleo- patra drottning í Egyptalandi (uppi árið 68—31 fyrir Krist) hafi reimað bol sinn svo þröngan til að að ganga í augun á Cesari að henni hafi legið við yfirliði. Konur á miðöldum not- uðu leður og tréplötur til að slétta úr bungum og ávölum línum á brjóst- er að setja ofan í töskur og þegar það rekur augun í hann, er ekkert rúm eftir i töskunum fyrir skóna. Verður þá oft snúið að því ráði að búa um þá í stórum böggli og bera hann undir handleggnum. En _ auð- vitað er mjög óþægilegt að ferðast með slíkt og viljum við ráðleggja öllum að útbúa sér sérstaka tösku undir skófatnað. Töskuna má sauma úr strigaefni eða öðru sterku efni. Að innan verð- ur að búa hana tveimur eða fleirum vösum. Byrjað er á að sauma renni- lásinn við hliðarstykkin og búa innri borðin vösum. Síðan er taskan saum- uð saman. Hankinn má vera úr leðri eða striga og er saumaður fastur með saumunum. HÚSRÁÐ Kragar," líningar á skyrtum og belti o. fl., sem er úr efninu tvöföldu, á að strauja fyrst á röngunni og síðan á réttunni. Hitið kökumótið eftir að þér eruð búnar að smyrja það innan með feiti og áður en deigið er látið í. Kakan lyftir sér þá betur við baksturinn. kassanum, sem þá þóttu vera til lýta. Á. sextándu og sautjándu öld var talið hæfilegt að mitti konunnar væri 13 þumlungar og tízkudömur 18. ald- ar reyrðu sig þar til þær stóðu á öndinni. Við sjáum á meðfylgjandi myndum að nútimastúlkan er engu síður en formóðir hennar fús til að reyra, skekkja og skæla líkama sinn, ef tízkan mælir svo fyrir. Nú heimtar tízkan að kvenfólkið sé mjótt í mittið, með ávalar mjaðm- ir og há brjóst og þá koma lífstykk- in að góðu liði með teyju sína og teina. Lífstykki eins og þau, sem við sjáum á myndinni munu mjókka mittið um þrjá þumlunga, svo fram- arlega sem stúlkan þolir að reyra sig svo fast. Mittið verður óneitan- lega fallegra á þennan hátt, en hvern- ig ætli karlmönnunum geðjist að því að taka á heilli víggirðingu af teinum, þegar þeir leggja handlegg- inn utan um mitti stúlknanna?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.