Vikan


Vikan - 18.12.1947, Blaðsíða 8

Vikan - 18.12.1947, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1947 sneru frá götunni og lágu að suðurenda hússins. Þá snarstanzaði Svana, rak upp lágt hljóð, tók utan um Svein í dauðans ofboði og hélt sér fast. „Æ, það skauzt rotta undir tröppurn- ar,“ stundi hún hálfkæfðuum rómi; — hún var alveg uppi í fanginu á honum. Sveinn var maður hugprúður og alls ó- hræddur við rottur; hann stóð fastur sem klettur, laut að vanga Svönu og hvíslaði: „Það vildi ég, að heimurinn væri fullur af sjóliðum og rottum; þá væru meiri líkindi til, að þú værir alltaf svona nærri mér,“ — og Svana vissi lítið af sér fyrr en hann hafði fremur borið hana en leitt upp tröpp- urnar og inn í forstofu, en þar brutust fram þær tilfinningar, sem bæði báru í brjósti, en höfðu legið á til þessa. Loksins sleit Svana sig lausa úr fangi hans. „Ó — guð almáttugur! Ef hún mamma vissi þetta,“ hvíslaði hún; „þú veizt ekki, hvað hún er ströng og siðavönd," — og svo hljóp hún í einum spretti upp stigann. Þótt Svana hætti að sauma suður í Fjör- unni, fór um þau alveg eins og annað ást- fangið fólk; þau höfðu alltaf einhver ráð til að hittast á kvöldin og talast við; Svana gerði sér eitthvert erindi út, og aldrei stóð á Sveini. Ekki tók Svana í mál, að láta móður sína vita neitt um ástamál sín að svo stöddu; bjóst hún við algerri mót- stöðu frá hennar hendi, ekki sízt af því að hún hafði aldrei séð Svein, hvað þá kynnzt honum; mundi hún því að sjálf- sögðu skipa honum í þann eina flokk pilta, sem hún þekkti af reynslu. Þess vegna fannst Svönu eina ráðið að fara hægt í sakimar og leita lags. Að viku liðinni sagði Sveinn, að hann færi daginn eftir til Húsavíkur og yrði þar um þriggja vikna tíma. „Eg tók að mér að mála þar hús,“ mælti hann. „Við getum skrifazt á, því að bif- reiðar fara daglega á milli.“ „Nei, í hamingju bænum,“ svaraði hún. „Hvað heldur þú, að hún mamma segi, ef ég fer að fá bréf — það þori ég ekki.“ Þeim kom saman um að skrifast ekki á og treysta því, að endurfundirnir yrðu því gleðilegri, sem skilnaðurinn yrði lengri og sárari, og af því að bifreiðin færi klukk- an sex að kvöldi, yrði þetta síðasti fund- ur þeirra að sinni. Þau kvöddust með sökn- uði, og Svana fór heim, klökk í huga. Hún sofnaði frá umhugsuninni um Svein, hana dreymdi hann um nóttina, og daginn eftir fannst henni, að næstu þrjár vikur hlytu að verða óbærilegar. Hún var svo annars hugar, að móðir hennar hafði orð á því, og þann dag stakk hún fleiri villinálspor en hún hafði gert það sem af var árinu. Þegar klukkan nálgaðist sex, bar óþreyj- an hana ofurliði, og loksins fleygði hún frá sér saumadótinu og sagði: „Mamma, ég má til að hlaupa ofan í KEA og kaupa mér sokkabönd áður en lokað verður,“ — og í einu vetfangi var hún komin í kápu, hatt og skóhlífar og þotin af stað. „Ég verð að sjá hann áður en hann fer, þó að ekki verði nema álengdar,“ hugs- aði hún aftur og aftur. Þingeyska kaup- félagsbifreiðin. stóð alhlaðin á Kaupvangs- torginu, og Svana tók sér stöðu rétt við Gudmannshúsið, þar sem skugga bar á, og beið; klukkan var rétt um sex, og hún skimaði eftir Sveini. Þama kom hann norð- an Hafnarstræti með sína töskuna í hvorri hendi------en hvað var þetta? I för með honum var ung stúlka, vel búin og bar sig vel! Þau gengu þétt hlið við hlið, glað- leg á svip og niðursokkin í samræðu, beint að bifreiðinni; Sveinn kom töskunum fyrir -----og svo tók hann utan um stúlkuna, kyssti hana tvo kossa, sagði eitthvað við hana og hvarf svo inn í bifreiðina, en stúlkan gekk aftur norður Hafnarstræti. Þetta skipti engum togum. Svana stóð sem steini lostin og rankaði ekki við sér fyrr en bifreiðin var horfin. Svona var þá Sveinn! Hún hljóp við fót upp gilið og út brekk- una og gætti þess ekki að kasta mæðinni og jafria sig áður en hún kæmi inn til móð- ur sinnar. Náföl og lafmóð, í kápu og með skóhlífar á fótum, óð hún inn á gólfið, lét fallast á leggubekkinn og stundi þung- an. Ólöf leit upp frá saumunum og brá í brún. „Hvað er að sjá þig, barn? Það er eins og þú sért hundelt. Ertu veik?“ Pollurinn. Bótin er sá hluti, sem er vinstra meg-- in kirkjunnar, neðan brekkunnar. (Þorsteinn Jós- epsson tók myndina). Svana gat fyrst engu orði upp komið. „Það — það stökk svo andstyggileg rotta — — yfir fæturna á mér í tröppunum —.“ „Að þú skulir geta verið svona hrædd við rottur, elskan mín —- fullorðin stúlk- an. Aldrei var eg svona. Reyndu nú að jafna þig.“ En Svönu gekk ekki greitt að jafna sig. Hún var alveg úti á þekju, borðaði ekk- ert um kvöldið, og Ólöf íét hana fara snemma að hátta, í þeirri von, að hún mundi sofa úr sér hræðsluna um nóttina. Hún var því fegnust, að hátta og lézt vera sofandi, þegar móðir hennar lagðist út af, en lítið varð úr svefnhvíldinni nóttina þá. Eftir fyrstu skelfinguna og fátið, brauzt fram gremjan yfir tállyndi Sveins. — Sá lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna! Kveðja hana kvöldið áður, með kossum og blíðlátum ásamt sjálfsögðum fullyrð- ingum um ást og órjúfanlega tryggð, en draga svo með sér einhverja stelpudruslu alla leið að bifreiðinni — ekki mátti það minna kosta — og kyssa hana þar á al- mannafæri svo að allir sáu! Hvernig átti hún að geta afborið annað eins ólán, — hún, sem hafði treyst Sveini svo vel? — Loksins brutust tárin fram, og þá létti henni nokkuð, en ekki gat hún fest blund fyrr en undir morgun. Daginn eftir var hún föl og guggin og saup að vísu morgunkaffið sitt þegjandi, en leit hvorki við hafragraut né kexi, og settist svo við saumana. Þegar þær mæðg- ur sátu yfir miðdegismatnum og Svana hafði neytt ofan í sig hálfum diski af ketsúpunni, bugaðist hún svo af raun- um sínum, að hún stökk upp frá matnum og fram á loftið, til þess að komast í eitt- hvert skot og veita táralindinni útrás í einrúmi. Hún nam þar staðar með klút- inn fyrir augunum, en þá heyrði hún fóta- tak bæði í stiganum og norður á loftinu, svo að hún átti ekki annars úrkost en að flýja inn í salernið. Þar fékk hún loksins næði til að gráta út, og að nokkurri stundu liðinni kom hún inn aftur, rauðeygð að vísu, en ógrátandi. Þennna dag varð hún þrívegis að leita í sama skjól til þess að úthella tárunum. Henni datt ekki í hug, að móðir hennar tæki eftir þessum ferð- um, en þar skjátlaðist henni alveg. Móður- augað var glöggskyggnt og aðgætið, og Ólöf vissi vel, hvert Svana var að fara. „Hvernig er þetta, Svana mín? Ertu al- veg frá í maganum?“ ,,Já,“ svaraði Svana lágt og leit ekki upp. „Þú hefur ekki þolað sviðin í gær; þú verður að hreinsa magann, barn,“ — og hvernig sem Svana mótmælti, varð hún að gleypa f jórar Brandreths-pillur um kvöld- ið. Ólöf var vön því að ráða fyrir þær báðar, þegar gera þurfti brýnar ráðstaf- anir. — Svo leið önnur óróleg nótt, enda var þá bæði líkami og sál á ringulreið. Pillumar virtust ekki bæta Svönu nokk- urn skapaðan hlut. Hún var jafnguggin og áður, alveg f jörlaus og borðaði sama sem ekki neitt. Ólöf spurði hana spjörunum úr, en fékk engin önnur svör en þau, að hún væri lasin og þreytt. Hvað sem öðru leið, hafði Svana strengt þess heit, að segja engum lifandi manni frá þeirri ófyrirgef- anlegu yfirsjón sinni, að hafa lagt lag sitt við pilt og treyst honum. Á fimmta degi sá Ólöf engin önnur ráð en að leita læknis. Svana fór sárnauðug með henni, og Ólöf varð að hafa orð fyr- ir þeim: „Það byrjaði með því, að hún varð yfir sig hrædd; daginn eftir fékk hún í mag- ann, og síðan hefir hún ekki á heilli sér tekið---------- Læknirinn leit á Svönu, þuklaði hana um holið, blóðgaði hana á eyrnasneplin- um og sagði sem svo, að þetta hlyti að vera eftirstöðvar af magaveikinni og þær hlytu að batna við styrkjandi magamixt- úru og járn. — En batinn lét bíða sín, og á fimmta degi þar frá fóru þær mæðgur upp á sjúkrahús til þess að ná tali af yfirlækninum. Ólöf sagði sömu sögu, lækn- irinn spurði margs, en sagði fátt og vísaði þeim til berklastöðvarinnar. Svana var eins og lamb til slátrunar leitt, og fékk þessi píslarganga mjög á hana. Hún var stung- in nálum, hlustuð og gegnlýst, og að viku liðinni var hún talin ósmituð af berklum. Enn fóru þær mæðgur til yfirlæknisins, og hann skoðaði Svönu frá hvirfli til ilja, skrif- aði lyfseðil upp á einhverjar töflur og sagði um leið, að hún yrði að ganga úti að minnsta kosti tvisvar á dag. „Hvað er svo þetta að stúlkunni?“ spurði Ólöf. „Ætli það séu ekki taugarnar, sem bil- að hafa. Þær eru stundum nokkuð við- kvæmar, þessar ungu stúlkur." „Taugarnar — taugarnar," tautaði Ólöf á heimleiðinni, en Svana var því fegin, að nafn sjúkdómsins var ekki nákvæmar til- tekið. Við allt þetta umstang róaðist Svönu þó nokkuð. Að vísu gerði hún ekki ráð fyrir, að sér batnaði neitt við það, en það dreifði hugsunum hennar, og henni fannst hún vera viss um, að móðir hennar renndi ekki grun í ástæðumar fyrir þunglyndi henn- ar. Hún var afar gröm við Svein, en ekki eins hrygg og fyrstu dagana og gat alveg varizt grát á daginn; næturnar voru erfið- ari, en þó fór hún smátt og smátt að geta notið svefnhvíldar. Glaðlyndið var horfið; hún gekk dag hvern með mæðusvip, og matarlystin var engin. Ólöfu var ekki far- ið að lítast á blikuna; hún var kvíðin um, hvernig þetta færi, og bað til drottins inni- lega, að úr því mætti rætast. — Og þegar neyðin var sem stærst, var hjálpin næst. Einn dag undir rökkrið þurfti Ólöf að fara í búðir og skrapp um leið ofan á Framhald á bls. 32.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.