Vikan - 18.12.1947, Blaðsíða 6
6
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1947
Samhent fjölskylda.
Teikning eftir George McManus.
Gissur: Skyldi ég ekki geta fengið einhvern hérna
á heimilinu til að hjálpa mér? Ég þarf að láta
stytta buxurnar mínar um fjóra þumlunga.
Gissur: Rasmína, ekki getur þú víst stytt bux-
urnar mínar um fjóra þumlunga?
Rasmína: Rétt einu sinni! Hvað oft á ég að segja
þér, að ég vil ekki láta ónáða mig, þegar ég er að
æfa mig!
Gissur: .... hara að stytta buxurnar mínar um
fjóra þumlunga, annað er það ekki.
Dóttirin: Góði pabbi, ég er að verða of sein, ég
átti að koma til saumakonunnar klukkan hálf tvö.
Stúlkan: Nei, ég held nú ekki! Ég var ráðin sem
matreiðslukona — og auk þess hefi ég ekki einu
sinni tíma til að gera við leppana af sjálfri mér!
Gissur: Jæja, jæja, ég þarf ekki að fá fyrirlestur
um þetta!
Rasmína: Ég hefi kannske verið full höstug við
Gissur. Ég skammast min fyrir, að ég skyldi neita
honum um að stytta fyrir hann buxurnar. Ég ætla
að gera það snöggvast.
Dóttirin: Þetta tók skemmri tíma en ég bjóst
við. Ég ætla að stytta buxurnar hans pabba
snöggvast.
Stúlkan: Það er bezt að stytta snöggvast buxur
húsbóndans, úr þvi að ég hefi tíma til þess.
Gissur: Æ, mikið skelfing var þetta góður blimd-
ur! Mig var að dreyma buxumar; mig dreymdi að
ég væri að gera við þær sjálfur. Það er bezt að ég
geri það!
Gissur: Guð minn góður, þær eru orðnar alltof
stuttar! Ég skyldi þó aldrei hafa stytt þær í svefn-
inum?