Vikan - 01.01.1948, Qupperneq 3
VIKAN, nr. 1, 1948
3
Söngfélag I.O.G.T. í Reykjavík fimmtán ára.
Sjá forsíðu.
Söngstjóri, stjórn og heið-
ursfélagar SöngfélagsI.O.G.T.
Standandi, talið frá vinstri:
Ottó Guðjónsson, söngstjóri,
Númi Þorbergsson, ritari,
Jóhannes Jóhannesson, for-
maður. — Sitjandi talið frá
vinstri: Jón Alexandersson,
Steindór Björnsson, og Bent
Bjamason, gjaldkeri. Þfeir
síðari þrír voru gerðir heið-
ursfélagar á afmælishátíð-
inni 5. desember; hafa starf-
að fyrir félagið frá stofnun
og þeir Jón og Bent sungið
með frá því fyrsta.
I yfirliti því, sem um getur á forsiðunni, er
sagt, að það sé eingöngu um blandaðan kórsöng
innan stúknanna í Reykjavík; þó hefir höfundur
„haft spumir af tilraun til að stofna karlakór
innan stúknanna og frétt af mörgum skammlíf-
um flokkum".
Talið er, að „Hlínarsöngfélagið" sé fyrsta söng-
félagið innan Góðtemplarareglunnar í Reykjavík.
Af því fór mikið orð í bænum, og völdust í það
einhverjir beztu söngkraftar, er þá vom hér til.
Gengu ýmsir i stúkuna um stund aðeins til þess
að fá að vera í söngfélaginu, þótt ekki væm þeir
þó raunverulega templarar, né yrðu það. En starf-
semin lagðizt niður með fráfalli Halldórs Lárus-
sonar haustið 1903.
Um líkt leyti stjórnuðu Árni, verzlunarm. og
leikari, Jónas Helgason og Brynjólfur Þorláksson
söngflokkum innan Reglunnar og á árunum 1920
—’30 Bjami Pétursson, Hallgrímur Þorsteinsson
og Theódór Ámason.
Hugmyndin og fyrsti undirbúningurinn að
stofnun Söngfélags I. O. G. T. er talinn hafa komið
fram i dagsljósið á Þingvöllum eftir stórstúku-
þingið 1932. Er farið var að iitast um eftir söng-
stjóra, benti Páll Isólfsson forgöngumönnunum
á nemanda sinn í Tónlistarskólanum, Jakob
Tryggvason.
Sunnudaginn 20. nóv. 1932 var stofnfundur
Gleðilegt nýár!
Þökkum viðskiptin
á liðna árinu.
Agnar Norðf jörð & Co. h.f.
haldinn i Templarahúsinu. Þar var félaginu gefið
nafnið Söngfélag I. O. G. T. og kosin fyrsta
stjórn. Skipti hún síðan þannig með sér verkum:
Hjörtur Hansson, form., Hannes Guðmundsson,
varaform., Jón B. Jónsson ritari og Guðmundur
Benjamínsson, gjaldkeri. Síðan var sarrúð við
söngstjórann, Jakob Tryggvasson og gerð starfs-
áætlun, en framhaldsaðalfundur var 18. des. og
þá samþykkt lög fyrir félagið. Stofnendur eru
taldir hafa verið 35 og 8 bættust við síðar um
veturinn, Jakob fluttist til Akureyrar sumarið
1941 og tók þá bróðir hans, Jóhann Tryggvason,
við stjórn Söngfélagsins um skeið, en upp úr því
lagðist starfsemi þess niður um tíma. Seinni
hluta vetrar 1945 varð Ottó Guðjónsson aðalhvata-
maður þess, að hafist var handa á ný og tók
hann að sér að stjórna kórnum. Hafði Ottó fyrst
komið í félagið veturinn 1933—’34. En nú hafði
hann lagt um árabil mikið á sig I tíma og fé til
að læra, eftir föngum, söngstjóm og fleira til-
heyrandi og svo í tvo vetur æft sig dálítið við
stjóm á telpnasöngflokkum úr barnastúkunum.
Síðan hefir hann verið ein aðaldriffjöðrin í
félaginu með sinn óbilandi áhuga og starfs- og
offurvilja, einsog segir í áðurnefndu yfirliti.
Söngfélag I. O. G. T. gekkst á sínum tíma
fyrir þvi, að „Landsamband blandaðra kóra“ var
stofnað 5. des. 1938.
^iiiiiiiNimmiuiiiiiiiiiiiamMiiHmiiiuiiMauiifflNiiiwiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiitiinr^
Gleðilegt nýár!
Þökkum viðskiptin
á liðna árinu.
Kexverksmiðjan Frón h.f.
''i ■HMNUUmmiUI
TÍrvaT
6. hefti 6. árg.
er komið í bókabúðir.
EFNI :
Hinn kunni brezki ritliöfundur
C. S. Lewis, skrifar jólahug:-
vekjn og kallar hana:
Jólaræða fyrir heiðingja.
Ný og mjög merkileg lælininga-
aðferð hefur rutt sér
til rúms.
Raflost við tauga- og geðsjúkdómum.
Hver þekkir ekki svolítið af sjálfum sér
í þessari skemmtilegu lýsingu?
Hetja á f lugi.
Eru vísindin með tilraunum sínum
komin að þröskuldi lífsins?
Hafa vísindin fundið „andardrátt
Iífsins“?
Margskonar hjátrú hefur löngum
fylgt sjóferðum og siglingum.
Hjátrú sjómanna.
Grein þessi er skrifuð fyrir norska lesend-
ur, um norskar aðstæður, en hún getur líka
verið umliugsunarefni íslenzkum lesendum.
Um f jöll og list •— og sitthvað fleira.
Af myndunum og' textanum, sem
hér fer á eftir, gcturðu lært —
Að búa til andlitsgrímu.
Þekktasti vísindamaður heimsins
segir, að það sem mannkyninu
ríði mest á nú, sé —
Ný heimsskoðun.
Uppeldisfræðingur segiri
„Lofið börnunum að læra með
höndunum.“
Eigum við að bæla niður sorg okkar,
eða eigum við a<^ veita henni útrás?
Sorg og huggun.
Hvað veldur hinni gjörbreyttu afstöðu
Ameríkumanna til Japana?
Átökin um Japan.
óvenjuleg réttarfarssaga.
Enginn efi.
Það er fróðlegt að bera saman þcssar
tvær merkilegu skordýrategundir.
Samjöfnuður á maurum og býflugum.
„Meinleg örlög margan hrjá. . .“
Harmsaga aðstoðarprestsins.
Nokkrar nýjungar í vísindum:
Ný lækning við magasári.
Geðveiki læknuð með barnapela.
Minnsti mótor í heimi.
Ástandið á Bigini einu ári eftir
kjarnorkusprengjutilraunina.
Jarðvegur og heilbrigði.
Tvær kunnar, írskar skáldkonur
skrifa um —
Daglegt líf á Irlandi.
Eitt af meginsjónarmiðum hins
sanna lýðræðis á að vera —
Réttlæti gagnvart liinum fáu.
Kókos-Keelingeyjarnar eru réttnefndar —
Sælueyjamar á Kyrrahafi.
Við köllum það bíladellu. En Ameríku-
nienn eru liátíðlegri, þeir kalla það —
Bílaást.
B ó k i n :
Oscar Wilde.
Æfisaga hins mikla, enska glæsimennis og
rithöfundar, sem óefað var fyndnastur og and-
ríkastur allra þeirra, er skrifað hafa á enska
tungu.