Vikan - 01.01.1948, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 1, 1948
13
Galdranornin og Dóra litla.
Barnasaga.
Það var einu sinni fámennt þorp
þar sem öllum hefði getað liðið vel,
ef ekki hefði galdranom hafzt við í
hól rétt utan við þorpið. Hóllinn var
skógivaxinn. Galdranomin stríddi og
kvaldi veslings þorpsbúana á ýmsan
hátt. Svo mikil brögð vom að þessu
að næstum óbærilegt var.
Einn fagran sumarmorgun kom
galdranomin gangandi, og stefndi á
mjólkurbúið. En það lá í grennd við
bústað hennar. — Kona mjólkursal-
ans kom í þessari svipan með tvær
mjólkurfötur. Hafði hún nýlokið við
mjaltimar.
Galdranomin mælti: Nú hefi ég
galdrað mjólkina þina. Frá þessari
stúndu skal öll þín mjólk vera súr
þegar eftir mjöltun. Nornin hló ill-
kvitnislega. „Bragðaðu á mjólkinni,"
sagði hún.
Konan varð mjög óttaslegin. Hún
bragðaði á mjólkinni. Hún var súr
eins og edik. Mjólkin var ónothæf.
Svínin vildu hana ekki hvað þá aðrir.
Enginn af íbúum þorpsins gat lagt
hana sér til munns. Konan varð mjög
harmþrungin og bað galdranomina
að gera þetta aldrei oftar. En nornin
hló einungis og fór leiðar sinnar.
Mjólkursalinn og kona hans voru í
miklum vandræðum, því öll þeirra
mjólk var ávaílt súr frá þessari
stundu.
Að nokkmm dögum liðnum vax
veður mjög fagurt og hiti mikill. Um
kvöldið fór borgarstjórinn, réttara
sagt hreppstjórinn, út að viðra sig.
Honum veitti ekki af þvi eftir ann-
ir dagsins. Hann hafði margt á sinni
könnu.
Skyndilega mætti hann galdra-
nominni. „Hí, hí,“ sagði hún. „Jæja,
hreppstjórinn er úti að lyfta sér upp!
En heimkoman verður ekki skemmti-
leg. Húsið hefir tekið all miklum
breytingum. Það verður vandkvæðum
bundið að komast inn. Ég kom að hús-
inu og galdraði það.“
Þetta var laukrétt. Þegar hrepp-
stjórinn kom heim ætlaði hann vart
að þekkja hús sitt. Á framhlið þess
var múrað upp í dyr og glugga. Eld-
húsdyrnar vom óbreyttar og glugg-
amir á þeirri hlið hússins.
Hreppstjórinn þrábað galdranom-
ina að létta töfrunum af húsinu. En
við það var ekki komandi. Hún hló
sem fyrr.
En það, sem þótti verst af öllum
illverkum nornarinnar var það er hún
eyðilagði öll leikföng bama í þorp-
inu.
Einn morguninn þegar börnin ætl-
uðu að taka brúður sínar, mgguhesta,
tréklossa, myndabækur og önnur leik-
föng var allt brotið og bramlað, rifið
og táið í sundur. Og það var ógem-
ingur að gera við leikföngin. Þau
vom eyðilögð.
Bömin grétu, og foreldramir vora
í vondu skapi. Og sama máli var að
gegna með leikföng þau, sem vom í
" *
ft
r
Gleðilegt nýárl
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
STEBBABUÐ.
•»»>»»»»»»»»»»>»»»»»»»»»>»»>»
Gleðilegt nýár!
Ullarverksmiðjan Framtíðin.
leikfangaverzlun þorpsins. Ekkert
þeirra var nothæft.
En þetta varð til þess að fólk bar
saman ráð sín um það, hvemig losna
mætti við álög þessi. Sendimenn vom
sendir um land allt til þess að leita
ráða hjá hinum vitmstu konum og
körlum. Vom þau beðin að koma tii
þorpsins og stökkva galdranominni
á braut.
Urðu ýmsir við áskomn þessari og
komu til bæjarins i þessu augnamiði.
En öll viðleitni þeirra varð árang-
urslaus. Galdranomin bjó á sama
stað og fór hvergi.
I þorpinu átti heima litil telpa,
að nafni Dóra. Hún var svo góð og
vingjamleg að öllum þótti vænt um
hana. Dóra gat ekki fellt sig við að
nokkmm liði illa. Ef einhverjum leið
ekki vel reyndi hún að hugga hann
eða bæta úr því, sem ábótavant var.
Hún vildi bæta úr hverju böli og
leysa hvers manns vandræði.
Dóra hafði um lengri tíma verið
sjónar- og heymarvottur að tilraun-
um manna við það að reka galdra-
nomina af höndum sér og losna við
galdra hennar, og óþægindi þau, er
af þeim leiddi. Henni datt því í hug
að fara til nomarinnar og tala um
fyrir henni. Dóra var hrædd við nom-
ina. En hún fór þrátt fyrir það.
Er hún kom að bústað galdranom-
arinnar stóð hún fyrir dyrum úti.
Er hún sá Dóm mælti hún: „Hvert
er erindi þitt?“
„Kæra galdranom," sagði Dóra.
„Vilt þú ekki vera svo góð og hætta
þessum göldmm. Þeir gera fólkinu,
og börnunum engu síður, mikil
óþægindi.“
Nornin sagði. „Svo þér virðist þetta
ómaklegt. Nei. Fólkið á þetta skilið.
Dettur þér í hug að mjólkursalinn og
kona hans hafi nokkm sinni gefið
fátæklingi einn einasta mjólkur-
dropa? Eða álítur þú að hreppstjór-
inn hafi boðið öðmm en efnamönnum
til mannfagnaðar i húsi sínu ? Er þér
ókunnugt um það hve bömin em ósið-
leg? Veiztu það ekki að þau öskra
fúkyrði á eftir fólki á götunum, hæð-
ast að náunganum og stríða hvert
öðru ? Það er þess vegna maklegt þó
mjólkin sé súr, hús hreppstjórans
meingallað og leikföngin eyðilögð."
Dóra hugsaði sig um litla hríð, svo
mælti hún: „En ef allir bættu ráð
sitt og breyttu eins og þú vilt að þeir
breyti? Ef mjólkursalinn gæfi mjólk,
hreppstjórinn yrði gestrisinn við fá-
tæklinga og bömin prúð ?“
„Þá hyrfu galdramir," svaraði
nomin. „En það skeður nú aldrei,“
bætti hún við.
„Æ, þú ert góð og elskuleg galdra-
nom,“ hrópaði Dóra og þaut upp um
hálsinn á gömlu konunni.
Og þær settust, töluðu lengi saman
og urðu beztu vinkonur.
Morguninn eftir flýtti Dóra sér um
allt þorpið, og sagði fólkinu frá því
á hvem hátt hægt væri að losna við
galdrana. Og fólkið lét sér þetta að
kenningu verða. Mjólkursalinn og
kona hans gáfu þegar í stað fátæk-
lingum mikla mjólk. Hreppstjórinn
efndi til mikillar veizlu, og bauð öll-
um bæjarbúum, jafnt fátækum sem
ríkum og þegar gestimir komu, komst
húsið í sitt fyrra ástand. En ánægð-
ust allra vom bömin. Þegar þau urðu
þæg og góð festust leikföngin saman
og urðu jafn góð sem áður. Það ríkti
mikil gleði í þorpinu. En Dóra hljóp
upp að bústað galdranomarinnar. En
hús hennar var horfið og nomin
einnig. Og þarna stóð indæl dís. Hún
mælti: „Nú hafa íbúar þorpsins sagt
skilið við mannvonzku sína. Ég er
heilladís, og skal hjálpa þér þegar
þér er þörf á því.“ Hún gaf Dóm
góðar gjafir og kvaddi hana með
mestu virktum. Að lokum mælti hún:
„Ef allir íbúar þorpsins hefðu verið
eins góðir og þú, Dóra min, þá mundi
ég ekki hafa veitt þeim þá ráðningu
er ég gerði. Og vonandi láta þeir
hana sér að kenningu verða. Menn-
imir eiga að búa saman í ást og ein-
drægni."
Gleðilegt nýár!
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Kaftækjaverzlunin Ljósafoss.
*SSS««^®S^S’S^©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©
♦»>»»»»»»»»»»»Z*»»»Z<»»»»»»»>»»T.
ft
r
Gleðilegt nýárl
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
S. Árnason & Co.
Verzlunin Brynja.
•»»»»>»»»»»»»»»»»»»»>»»z*»>»»»