Vikan


Vikan - 08.04.1948, Blaðsíða 1

Vikan - 08.04.1948, Blaðsíða 1
Félag islenzkra iðnrekenda og iðnaður landsmanna Sigurjón Pétursson verksmiðju- eigandi var aðalhvatamaður að stofnun Félags ísl. iðnrekenda og formaður þess í samfleytt tólf ár. Stofnfundur félagsins var haldinn 6. febrúar 1933. Stofnendur voru f jórtán verksmiðjur í Reykjavík, en nú eru 110 verksmiðjur í félaginu, tuttugu utan Reykjavíkur, flestar á Akureyri. Fyrstu meðst jórnendur voru H. J. Hólmjárn og Eggert stór- kaupmaður Kristjánsson. (Sjá bls. 3 og 7) T^AÐ er mikilvægara fyrir íslenzku þjóð- ina en margur hyggur, að hún eigi öfl- ugan og þroskaðan iðnað og mikilhæfa og víðsýna iðnaðarmenn. Allt of mörgum Is- lendingum hættir við, viljandi eða óvilj- andi, að gleyma iðnaðinum, þegar rætt er eða ritað um höfuðatvinnuvegi þjóðarinn- ar; þeir sjá ekki nema sjávarútveg og landbúnað, en gæta þess ekki, að sterk iðnaðarstarfsemi í landinu sjálfu er afar- nauðsynleg fyrir báða þessa atvinnuvegi, og ekki hægt annað, ef vel á að fara um þjóðarbúskapinn, en að taka fullt tillit til hennar. Sú ótrú hefir oft legið í loftinu, að við séum of fáir og smáir til þess að halda uppi nýtri iðnaðarstarfsemi. En einu sinni þóttum við líka ekki hæfir til að eiga skip og sigla þeim, og áður fyrr vorum við heldur ekki taldir hæfir til að stunda verzlunarstörf. Allir vita, hvað tíminn og atorka þjóðarinnar hefir sannað í þessu efni. Næst er að yfirbuga ótrúna á -íslenzk- um iðnaði. Við getum siglt, við getum verzl- að, við getum flogið á borð við aðrar þjóð- Framhald á bls. 7. Kristján Jóh. Kristjánsson, núverandi formaður Félags ísl. iðnrekenda

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.