Vikan - 08.04.1948, Blaðsíða 10
10
VIKAN, nr. 15, 1948
• HEIMILIÐ
Þegar yngra systkini fæðist.
Eftir Dr. G. C. Myers.
|
f
i
Matseðillinn
Hrísgrjónasætsúpa.
3000 gr. vatn, 125 gr. hrísgrjón,
2 stengur kanel, 60 gr. rúsínur,
60 gr. sveskjur, 130 gr. sykur, '15
sítrónudropar, 1—2 teskeiðar
salt.
Þegar vatnið sýður, eru grjónin og
kanelinn látin í og hrært í á meðan.
Soðið í 1 klukkustund. Sveskjurnar
og rúsínumar em þvegnar og látnar
i og soðnar í súpunni 30 mín. Sykur-
inn, saltið og sitrónudropamir eru
látnir í og hrært vel saman. 1 stað-
inn fyrir sítrónudropa er gott að hafa
rabarbarasaft.
Kjötkúlur.
1000 gr. soðið kjöt, 100 gr. smjör,
100 gr. hveiti, 100 gr. kjötsoð,
hálf teskeið pipar, 100 gr. egg,
125 gr. tvíbökur, hálf matskeið
salt.
Soðið kjöt er saxað með lauknum
einu sinni í söxunarvél. Smjörið er
brúnað móbrúnt og hveitið með,
þynnt út með soðinu. Þegar deigið
er orðið hæfilega þunnt, er það slegið
í pottinum, þar til sleifin hreinsar
sig. Þá er pipamum og saltinu hrært
saman við. Deigið er hnoðað milli
handanna í kúlur og þeim veit í hæfi-
lega þykkum hveitijafningi og svo í
steyttum tvíbökum. Kúlumar em
soðnar vel í heitri tólg, þar til þær
eru orðnar móbrúnar. Kjötkúlumar
eru borðaðar með kartöflum og
brúnni kjötsósu. Saltkjöt má hafa í
kúlumar og lika má sleppa eggjun-
um.
Eina skrautið á þessum kjól er
beltið og hanzkar notaðir í lit við
það. Efnið er brúnt ,,crepe“.
Til að hreinsa marmaraborðplötur
er bezt að blanda saman brenndu
kalki og sápuvatni og búa til úr því
graut. Síðan er hann borinn á plöt-
una og látinn vera á henni í eitt dæg-
ur. Þveginn af með volgu vatni.
Mynd efst til vinstri: Þessi hundur er af fjárhundakyni, sem mjög er not-
að við fjárgæzlu í Englandi. Neðst til vinstri: Tvær miðfjaðrimar á stél-
inu á ,,konungfugli“ paradísarfuglanna (cicinurus regius) hafa aðeins fan-
ir á endanum. 1 miðju: Fiðrildi eru skammlíf, nærast lítið og aðeins á hun-
angi. Til hægri: Hvirfilvindar yfir úthöfum og vötnum mynda eigi ósjald-
an vatnssúlur, eins og þá, er sést á myndinni.
Það koma oft í ljós ýmsir erfið-
leikar við uppeldi fyrsta barns, þegar
annað bamið fæðist. Það er ekki nóg
að segja barninu að nú eigi það að
eignast systkini. Það verður að venja
það við að bjarga sér sjálft eins og
það getur og vera ekki með öllu upp
á móður sina komið. Þegar annað
bamið er fætt, verður að sýna því
eldra mikla ástúð og forðast það að
láta það hverfa i skugga af hvítvoð-
ungnum meðal fjölskyldunnar. Bam-
inu getur þá fundist það vera haft út-
undan. En oft á tíðum vill þessu verða
ábótavant hjá foreldrum.
Erfiðleikamir við bamið standa
þá í sambandi við matarlyst, svefn og
aðrar þarfir þess eftir að systkinið
er fætt.
Móðir þriggja ára bams skrifaði
Heimagerðir htutir
1 brúðuhúsið.
Húsgögnin á myndinni em búin
til úr eldspýtnastokkum og lappim-
ar á þau úr litlum tréstubbum. Legu-
bekkurinn og púðinn em klæddir
marglitum pappír. 1 brúðuna er not-
aður tréstubbur og handleggir úr eld-
spýtum, festir á með mjóum vír.
mér eftirfarandi bréf: „Billy virtist
vera á góðum vegi með að læra góða
borðsiði. Þegar hann var fimmtán
mánaða hélt hann fallega á skeiðinni
og borðaði allt sem sett var fyrir
hann möglunarlaust.
En þegar hann var á þriðja ári
fæddist systir hans. Sögðum við hon-
um margt um hið væntanlega syst-
kini hans og eftir að telpan fæddist
létum við hann vera mikið hjá henni.
Skömmu seinna tók hann að missa
matarlyst og við urðum að fara að
neyða matinn ofan í hann. Hið eina
sem hann borðar möglimarlaust eru
kartöflur, rúsínur og mjólk.
Við höfðum neitt allra bragða —
látið hann borða einan, skammað
hann og haft í hótunum, hegnt hon-
um og þar fram eftir götunum, én
árangurslaust. Viðleitni okkar virðist
bara hafa alið upp i honum þráa.“
Ég svaraði bréfinu á þessa leið.
„Billy sér að þú gerir svo margt
fyrir hvítvoðunginn, sem þú gerir
ekki fyrir hann, t. d. að mata hann,
og þráir litli drengurinn að þú gerir
hið sama fyrir hann. Þegar hann
sér að þú ætlar ekki að mata hann
þá fer hann að dunda við matinn og
jafnvel neitar að borða hann. Þegar
þú neyðir hann til að eta þá vex
þrjózka hans. Ungbamið er því óbeint
valdandi að þessu.
Ekki skaltu mata hann, láttu
drenginn vera svangan, ef hann vill
það heldur. Skipaðu honum ekki að
borða og láztu ekki sjá, þótt hann
snerti ekki matinn sinn. En mat má
hann ekki fá á milli venjulegra mál-
líða.
Ef drengurinn borðar ekkert að
ráði þrjár máltíðir er rétt að leita
ráðlegginga hjá lækni. En þetta hlýt-
ur að lagast ef þið foreldramir varizt
vel að skipta ykkur nokkuð af bam-
inu meðan borðhaldið stendur yfir.
Láttu bamið um það hvort það borð-
ar matinn, sem þú býður því. Þann
mat verður bamið að borða eða að
öðram kosti ekkert. En sýndu því
mikla ástúð og hældu þvi þegar það
á það skilið.
©©©©©©©©&©©&©©©©©©&©©©©©©©&©©©&©©©&&©&©©©©&©©©©©©©©©«
Kaupirðu góðan hlut,
þá mundu hvar þú fékkst hann.
*
Alafoss
föt
best
og ódýrust
Verzlið við Álafoss
Þingholtsstræti 2.
-©©©©©•©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©&©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©