Vikan


Vikan - 08.04.1948, Blaðsíða 9

Vikan - 08.04.1948, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 15, 1948 9 Fréttamyndir Þessi mynd er af flugmálaráðherra grísku stjómarinnar, Panavotis Kan- nellopoulos. Hún er tekin um það bil, sem orustan um Konitsa, milli upp- reisnarmanna og stjómarhersins stóð yfir. Hann skýrði frá því, að meira en 1000 manns úr liði uppreisnarhers- ins hefði gert árás á borgina. Unga stúlkan á myndinni er Josephine Charlotte prinsessa, dóttir Leopolds Belgíukonungs. Hún hefir lifað í útlegð með föður sínum í Gefn í Sviss, en hér er hún nýkomin til Stokkhólms, og er amma hennar, Ingeborg, prinsessa að bjóða hana velkomna. Howard Hughes heitir þekktur ame- rískur flugmaður. Fyrir nokkm lék fimmtán ára piltur Glen Cordes (til hægri á myndinni) það bragð, að hann flutti inn í dýrindisherbergi í hóteli einu í Chicago undir nafninu „Howard Hughes og fjölskylda". ■—■ Hann leigði sér bíl með bílstjóra og pantaði mat og kampavín handa sér og fjölskyldunni og kunningjum sínum fyrir mörg hundmð krónur. Dýrðin tók enda, þegar gestgjafinn uppgötv- aði, að Howard Hughes er ókvæntur. Til vinstri er jafnaldri Cordes, sem tók þátt í veizlunni. Foreldrar Cordes urðu að borga brúsann. Þetta er myna af einhverjum blómarósum, að taka á móti einhverjum manni, og skiptir litlu máli um nöfnin, ef augað fær sitt. „Hinir sex stóm“ em þessir amerísku þingmenn kallaðir. Þeir vom að koma af fundi Tmmans forseta, þegar myndin var tekin, og em, talið frá vinstri: Wallace H. White (Republikani), talsmaður meirihlutans í senat- inu, Joseph W. Martin (Re.), forseti fulltrúadeildarinnar, Alben W. Bark- ley (Demokrati), talsmaður minnihlutans í senatinu, Arthur H. Vanden- berg (Re.), núverandi forseti senatsins, Sam Raybum (De.), talsmaður minnihlutans i fulltrúadeildinni og C. Halleck, talsmaður meirihlutans í f ulltmadeildinni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.