Vikan


Vikan - 08.04.1948, Blaðsíða 2

Vikan - 08.04.1948, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 15, 1948 PÓSTURINN » Kæra Vika mín! Viltu gjöra svo vel að segja mér hverjum hún Shirley Temple er gift og birta mynd af honum í næstu Viku, með fyrirfram þakklæti fyrir svarið. Ein afbrýðisöm. P. S. Hvemig er skriftin. Svar: Shirley Temple er gift John Agar. Mynd af honum getum við ekki birt að svo stöddu. Það er gott að lesa skriftina, en hún er ekki falleg. Svar til „Vandræðagjarnrar": Af þvi að nokkuð langt er umliðið siðan við fengum bréfið þitt, ef okkur nær að halda, að vandræði þín i sambandi við „vinkonu" þína séu úr sögunni. Svona vandamál eru auðvitað ósitöp erfið, meðan á þeim stendur, en sú er huggunin, að þau leysast venju- lega sjálfkrafa eftir stuttan tíma. — öðm máli gegnir um fituna. Ef þú ert óskaplega feit, þá er ráðlegast fyrri þig að leita læknis, en annars er öraggasta ráðið við offitu að minnka við sig matinn, einkum feit- meti. Góða Vika! Þú ert alltaf svo ráðagóð og leysir svo fljótt og vel úr ýmsum spuming- um. Viltu nú hjálpa mér dálítið. Ég hefi verið að þræta um það, hvort orðið maður geti ekki átt jafnt við kvenmann eins og karlmann. Er það ekki rétt hjá mér? Ég byrjaði að þræta um þetta út af gátu, sem er á þessa leið: „Blind- ur maður átti bróður. Sá bróðir dó. Bróðirinn sem dó, átti aldrei bróður. Hvers ættingi var blindi maðurinn bróðurins, sem dó?“ Ráðningin er auðvitað: „Systir hans“. Sá, sem er að þræta við mig segir, að gátan sé vitlaus, því orðið mað- ur geti ekki átt við nema karlmann. En ég held fram hinu gagnstæða. Eg vona, að þú leysir fljótt úr þessu vandamáli. Fyrirfram þökk fyrir úrlausnina. Þrætugjöm. Svar: Þú hefir rétt fyrir þér. 1 orðabók Sigfúsar Blöndal segir, að maður sé m. a. sama og manneskja (á dönsku Menneske), t. d.: „maður- inn er æðsta skepna jarðarinnar". ^miimiiiiMiMiHiiiniiiiiiiitiininiiwiiiiiiiiiiHnniiiuiiiwi^ | Tímaritið SAMTÍÐIN j | flytur yður f jölbreytt og skemmti- | I legt efni, Bem þér færað annars á | mlfl við. Árgjald aðeina 20 kr. Í Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. 1 É Askriftarsimi 2526. Pósthólf 75. 1 ---------------------------------- Kæra Vika! Viltu gera svo vel að svara nokkr- um spumingum fyrir mig. 1. Þarf gagnfræðapróf til að læra útvarpsvirkjun ? 2. Hvemig heldurðu að sé að komast að núna, sem lærlingur? Vonast eftir svari í næsta blaði. Tóti. Hvemig er skriftin? Svar: T. Já. 2. Viðgerðarstofa út- varpsins kennir útvarpsvirkjun, og er bezt að snúa sér þangað; forstöðu- maður er Jón Alexandersson. Nokk- uð erfitt mun vera að komast að sem stendur. — Skriftin er ekki sem verst. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. / Sigríður Guðlaugsdóttir (12—14 ára), Hverfisgötu 5, Siglufirði. Guðrún Ólafsdóttir (10—12 ára), Lindargötu 10, Siglufirði. Emilia Sigurjónsdóttir (12—-14 ára), Lindargötu 26 B, Siglufirði. Brynhildur Bemdsen (18—22 ára), Reykjaskóla, Hrútafirði. Alda Hoffritz (við pilt 17—23 ára), Selfossi. Margrét Ólafsdóttir (17—22 ára), Laugaveg 134, Reykjavík. Hólmfriður Svandís Runólfsdóttir (15 —17 ára), Fossvogsbletti 52, Rvík. Sigriður Eiríksdóttir (17—20 ára), Langholti, Hraungerðishreppi, Ár- nessýslu. Stefanía R. Pálsdóttir (17—20 ára), Litlu-Reykjum, Hraungerðishreppi, Ámessýslu. Soffia Finnbogadóttir (16—18 ára). Sigríður R. Þorvaldsdóttir (15—17 ára), báðar Héraðsskólanum Laug- arvatni, Ámessýslu. Bragi Þórðarson (14—15 ára), Suð- urgötu 38, Akranesi. Sigrún H. Ólafsdóttir (við pilt 17— 19 ára), Helgugötu 2, Borgamesi. Anna Stefánsdóttir (14—16 ára), Norðurgötu 15, Akureyri. Kristín Eiðsdóttir (19—22 ára). Kristín H. Kjartansdóttir (20—22 ára), Hulda V. Aðalsteinsdóttir (19—23 ára), Guðbjörg Jóhannsdóttir (20—25 ára), allir á Húsmæðraskólanum, Lauga- landi, Eyjafirði. Sigurður Hallgrimsson (15—17 ára), Símstöðinni, Grandarfirði. Jens Hallgrímsson (15—17 ára), Látravik, Grandarfirði. Svava Júlíusdóttir (17—21 árs, og mynd fylgi bréfi), Beranesi, Bera- neshrepp, pr. Djúpavogi. Kristín S. Skúladóttir (13—15 ára, mynd fylgi bréfi), Urðarteigi, Bera- neshrepp, pr. Djúpavogi. Framkvæmum aðeins fyrsta flokks Bifreiðayfirbyggingar Bifreiðamáln ingu Bifreiðaklæðn ingar Bifreiðaréttingar Bifreiðaviðgerðir allsk. Aðeins unnið af fyrsta flokks fagmönnum Si&?iS&&fi&fifi?ififi(i&fififi?if>fi&fififi&fififiiififi?ififif>fi?ififi?ififi&fi<Zfifi?ififi',- BYGGINGAFÉIAGIÐ BRÚ H.F. Hverfisgötu 117. Símar: 6798 og 6784. Tökum að okkur að reisa hverskonar bygg- ingar og önnur mannvirki. Önnumst útreikning á áætlunum og gerum uppdrætti. Allskonar byggingarefni venjulega fyrir- liggjandi. Höfum ávallt fyrsta flokks fagmenn í þjón- ustu okkar. Látið „Brú h.f.“ byggja fyrir ykkur. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.