Vikan


Vikan - 08.04.1948, Blaðsíða 7

Vikan - 08.04.1948, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 15, 1948 v 7 Félag íslenzkra iðnrekenda og iðnaður landsmanna Framhald af forsíðu ir, þótt við séum fáir og smáir, og við get- um átt góðan og mikilvirkan iðnað á Is- landi. Að því eiga allir Islendingar að stuðla af fremsta megni. Vikan sneri sér til framkvæmdastjóra Félags íslenzkra iðnrekenda, Páls S. Páls- sonar, og fékk hjá honum myndir og upp- lýsingar. Fyrsta landbúnaðarvaran, sem Islend- ingar fluttu úr landi, var iðnaðarvara. I skýrslum frá 1624 er skýrt frá því, að þá hafi verið flutt út 72 þús. pör af sokk- um, 12 þús. pör af vettlingum og 12 þús. álnir vaðmáls, en þá var óunnin ull ekki orðin útflutningsvara. Allir Islendingar kannast við iðnaðar- tilraunir Skúla Magnússonar, en eftir það er varla um verksmiðjuiðnað að ræða fyrr en komið er fram á 20. öldina. Klæðaverk- smiðjurnar Gefjun og Álafoss taka til starfa nokkru fyrir aldamót og hér voru nokkrar hvalvinnustöðvar. 1930 er talið, að 36 iðjufyrirtæki eða verksmiðjur, sem nokkuð kveður að, starfi í landinu. En 1941 eru taldar starfandi hér 400 verk- smiðjur, að frystihúsum og öllu meðtöldu. Það er því á tveim síðustu áratugum, sem verksmiðjuiðnaðurinn er að verða einn höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar. 1944 eru starfandi handiðnaðar- og verk- smiðjutæki á öllu landinu talin 1435 og 440 þús. vinnnuvikur unnar hjá þeim, en Vönduð vinna! Fljót afgreiðsla! Sanngjarnt verð! Blikksmiöjan GRETTIR Brautarholt 24. — Sími 2406 og 7529. Smíðar eftir pöntun: Vatnskassa, ljósker og eldhúsáhöld í skip. Þakrennur, þakglugga, rennu- járn og allt, sem tilheyrir blikksmíði við húsabyggingar. Framleiðir einn- ig ýmiskonar búsáhökl, svo sem: Mjólkurbrúsa, Olíubrúsa, Fiskspaða, Kökuform, svo og vatnskassaelement í bíla o. m. fl. FELUMYND Hvar er strákurinn hann Pétur? greidd vinnulaun í iðnaði það ár nam um 130 milljónum króna. „Hlutur iðnaðarins í útflutningnum sést nokkuð á því að athuga, hve mikið er samanlagt útflutningsverðmæti iðnaðar- vara úr sjávar- og landbúnaðarafurðum, til samanburðar við heildarúflutningsverð- mætið það ár. Breyting hrávörunnar í söluhæfara form, eins og harðfiskvinnsla, frysting, niður- suða, lýsis- og síldarbræðsla, síldar- og fiskimjölsvinnsla o. fl., er talinn iðnað- ur, er vinnur úr sjávarafurðum, en smjör- og ostagerð, sútun, innýflahreinsun o. fl., er iðnaður, sem notar landbúnaðarafurðir sem hráefni. IJtflutningsverðmæti slíkra iðnaðarvara árið 1946 var samtals röskar 134 millj. króna, en heildarútflutningurinn það ár nam rúmlega 291 millj. króna. Skortir því lítið á, að helmingur útflutn- ingsins árið 1946, sem hér er aðeins nefnt sem dæmi, væri unnin vara, eða m. ö. o. iðnaðarvara“. Pepsi-Cola er eitirsóttasti svaladrykkurinn >^oy^ooooo»ooc^oooo<>ooowoooeoooooooooooooocoooooooooooooce»soccc^s^ “ i Húsmóðirin hrósar happi yfir sérhverri endurbót, sem gerð er á heimilinu. Fyrir 10 árum var byrjað að framleiða Hellu-ofna. Nú er hafin smíði ryðfrírra eldhús-borða, sem fást af ýmsum stærðum. h/fOFNASMJÐJAN Og með hverju borði fæst króm- aður sveiflu- krani fyrir heitt og kalt vatn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.