Vikan


Vikan - 15.04.1948, Side 2

Vikan - 15.04.1948, Side 2
2 VIKAN, nr. 16, 1948', Steindór prentsmiöjustjóri Gunnarsson látinn Þegar slökknar skyndilega á vita, sem lýst hefir vandfarna leið, þegar fararstjóri hverfur allt í einu sjónum þeirra, sem hann hefir leitt, þegar forsöngvari þagnar öllum á óvænt -—■ þá verður mönnum bilt við og þeir eiga erfitt með að átta sig. Svo fór okkur vinum og samstarfs- mönnum Steindórs prentsmiðjustjóra Gunnarssonar, er við fréttum, að hann hefði orðið bráðkvaddur að kvöldi annars í páskum, þessi sterki og glað- lyndi maður, sem bar aldurinn alveg óvenju vel. Missirinn er líka mikill fyrir hina nánustu og okkur hin, sem höfðum mikið saman við hann að sælda. Það er sjálfsagður hlutur að minn- ast hans hér í blaðinu, þótt ekkl sé venja, að það flytji slíkar greinar, því að hann var eigandi blaðsins, og hafði mikinn áhuga á velgengni þess, enda var margt af því, sem vel hefir verið um blaðið á undanfömum árum runn- ið undan rifjum hans. Steindór Sigurbjöm Gunnarsson var fæddur í Reykjavík 26. marz 1889, sonur Gunnars skósmiðs Bjömssonar og konu hans Þorbjargar Pétursdótt- ur á Gufuskálum í Leiru Jónssonar. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum í hinni „góðu, gömlu Reykjavík", f jör- mikill og framtaksgóður, og þannig var hann allt sitt líf. Honum þótti mjög vænt um Reykjavík og ekki sízt eins og hún var á uppvaxtarárum hans og kom það mjög fram í athöfn- um hans síðar á æfinni, enda var eitt hugðnæmasta umtalsefni hans að segja frá ýmsu, er á daga hans dreif i æsku og var frásögnin þá oft mjög góð og skemmtileg. Hann hafði og óblandna ánægju af að tala um hesta, var hann mikill hestamaður og hesta- vinur. Hann var allra manna færast- ur að segja rétt nöfn manna á göml- um Reykjavíkurmyndum og leysti hann þar mjög oft úr vanda, þegar jafnaldrar hans, sem höfðu verið á sömu slóðum, voru gengnir frá. Naut Vikan ákaflega oft þessa hæfileika hans. Steindór hóf prentnám í Félags- prentsmiðjunni 1903 og stundaði nám í Iðnskólanum í Reykjavík. 1908 gekk hann í Hið ísl. prentarafélag og varð snemma verkstjóri Félagsprentsmiðj- unnar. En hugur hans stóð til meiri fullkomnunar í iðninni og fór hann ■ því utan og vann árin 1913—14 í prentsmiðju S. L. Möller í Kaup- mannahöfn og stundaði jafnframt - nám í Teknisk Selskabs Skole þar íiœ borg. Hann gerðist meðeigandi í Félags- prentsmiðjunnd og varð prentsmiðju- stjóri hennar frá áramótum 1916 og var það óslitið fram á árið 1934. 1. júlí það ár stofnaði hann Steindórs- prent h.f., ásamt Einari yfirprent- ara Jónssyni, Kristjáni yfirprentara Ágústssjmi og Eggert stórkaupmanni Kristjánssyni. Prentsmiðjan var fyrst til húsa í Aðalstræti 4, síðan í Kirkju- stræti 4, en fluttizt snemma á árinu 1945 í þá hið nýbyggða og veglega hús, Tjamargötu 4. Þar tók prent- smiðjan til starfa í marz 1945. Steindór var ritstjóri Viðskipta- skrárinnar frá upphafi, hinnar merki- legustu handbókar á sínu sviði og lagöi mikla vinnu í það verk. Kom fyrsti árgangur hennar út 1937 og hefir hún síðan aukizt með hverju ári, og er 11. árg. hennar nú í prentun. Hann hafði snemma áhuga á blaða- útgáfu og gerði tilraunir í þá átt, og var það því eðlilegt, að Vikan yrði hans „hjartans mál“ á því sviði, eftir að hann varð meðeigandi hennar, en hún kom fyrst út 17. nóv. 1938 og hefir alla tíð verið prentuð í Stein- dórsprenti. Honum þótti og mjög vænt um hið vandaða tímarit tJrval, er hann stofnaði 1942 og Steindórs- prent gefur út. Ekki verður hér nefnd öll útgáfustarfsemi hans, en drepa má á nokkuð af henni. Hann var kostnaðarmaður Sögu Reykjavíkur, eftir Klemenz Jónsson; í stjóm Fé- lagsins Ingólfur, sem gaf út Land- nám Ingólfs, safn til sögu landnáms Ingólfs Amarsonar og Þætti úr sögu Reykjavikur. Enn em ótaldar hesta- bækurnar, sem hann gaf út, Endur- minningar Daníels Daníelssonar o. m. fl. I Það mál, sem tvímælalaust mun halda nafni hans lengst á lofti, a. m. k. innan prentarastéttarinnar, var hinn geysimikli áhugi hans á menntun stéttarinnar. Barðist hann fyrir því af feikna elju, að hér yrði í framtíðinni settur á stofn og starf- ræktur vandaður prentskóli. 2. júní 1940 gaf Steindórsprent h.f. 1000 kr. til stofnunar prentskólasjóðs og enn aftur aðrar 1000 kr. í sjóðinn 1944. Hvert álit kunnáttumenn hafa haft á prentstarfsemi Steindórs Gunnars- sonar má marka á því, að í grein um þróun prentlistarinnar á Islandi í fjöratíu ár (Afmælisblað Prentarans, 4. apríl 1937) segir m. a.; „... . Veld- ur, hver á heldur. Þeim tækifæram, sem íslenzkum prenturum gáfust til viðleitni inn endurreisn í prentlistinni með prentsmiðjum Odds Björnssonar og Þorvarðs Þorvarðssonar og einkum með prentsmiðjunni Gutenberg, fjölg- aði þegar Steindór Gunnarsson fékk ráð á Félagsprentsmiðjunni, þar sem Prentsmiðja Þjóðviljans gamla og prentsmiðjan Rún höfðu sameinazt, . .. . “ Þetta skrifaði Hallbjörn Hall- dórsson, hinn gagnfróðasti maður um prentlist. Steindór var mikill áhugamaður um framfarir í prentiðninni, hefir inn- fært hér ýmsar nýjungar, eins og t. d., að hann keypti til prentsmiðju þeirr- ar, er hann stjómaði, fyrstu setning- arvélina, sem fluttist hingað til lands. Hann fékk hingað hraðpressu með sjálfíleggjara, vél til að prenta með upphleypt letur, áhöld til að búa til gúmmístimpla, vél til að strika með höfuðbækur, fullkomnari en áður hafði tíðkast hér o. fl. Árið 1945 stofnaði hann, ásamt fleiram, Offsettprent. Hann var og fulltrúi Félags ísl. prentsmiðjueig- enda í Iðnráði, formaður þess félags um skeið og lengi í stjóm þess. Steindór kvæntist 1917 Stellu Jó- hönnu Petru, dóttur Nicolai Bjarna- son og Önnu Thorsteinsson, konu hans. Samstarfsmenn Steindórs sakna hans sárt, því að hann var x fremsta. máta góður félagi og alþýðlegur og hjálpsamur með afbrigðum, þar sem hann tók því. Þeir vita, að skarð hans er vandfyllt, en minningin um hann mun hjálpa þeim í gleði og sorg og örðugleikum þeii’ra ára, sem þeir eiga eftir ólifuð. Jarðarför Steindórs Gunnarssonar- fór fram 6. apríl, að viðstöddu miklu fjölmenni. Presturinn var séra Jón Auðuns. Samstarfsmenn hans báru kistuna fyrsta spölinn frá heimilinu, í kirkju bræður hans og mágar, úr kirkjunni Oddfellowar og þeir stóðu einnig heiðursvörð við kistuna; í garð- inn báru félagar úr Hestamannafélag- inu Fákur, og prentsmiðjustjórar, en bræður hins látna síðasta áfangann að gröfinni. Numið var staðar fyrir framan Steindórsprent á leiðinni að heiman. PÓSTURINN Heiðraða góða Vika! Getur þú nú ekki sagt mér, hvort ekki muni vera hægt að fá á íslenzku aðra kennslubók í efnafræði en þá, sem er eftir Bjama Jósefsson. Erm- fremur hvort til er kennslubók í líf- eðlisfræði á íslenzku. Með fyrirfram þakklæti. Ellert. Svar: Önnur efnafræði mxm vera til eftir Helga H. Eiriksson, en engin líf- eðlisfræði að þvi er við bezt vitum. — Smákver, „Lífræn efnafræði", eftir Ring, er líka til. gefa mér dálitlar upplýsingar. Mig langar svo til að fara á listmálara- skóla úti í Califomíu. Hvað get ég gert ? Get ég skrifað irmritunarbeiðni, og ef svo er, x hvaða skóla? Með fyrirfram þökk. Fáfróður frístundamálari. Vinsamlegast óska ég eftir svari sem allra fyrst. Svar: Reyndu að snúa þér til Upp- lýsingaskrifstofu stúdenta, Grundar- stíg 2 A. Nú langar mig að spyrja þig. Hvað á ég að gera til að hárið detti ekki af mér svona eins og það gerir? Ég ber alltaf i hárið á mér Brylcreem og ef þú álítur að það sé ekki gott þá vísaðu mér á eitthvað, sem er betra, því ég verð alltaf að bera eitthvað í hárið, annars er það svo lifandi. Vonast eftir svari í næsta blaði. Óli Óla. Svar: Reyndu vaselín og nuddaðu því vel í hársvörðirm. Kæra Vika min! Viltu gera svo vel, að birta fyrir mig adressuna hans Dick Haymes? Með fyrirfram þakklæti. Ein sem elskar. P.S. Hvernig er skriftin? Svar: Skrifið til kvikmyndatöku- félagsins, sem er 20th Century- Fox, Box No. 900, Beverley Hills, Califomia. Skriftin er fremur ljót. Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig um að Kæra Vika! Viltu vera svo góð og segja mér hverrar þjóðar Oleg Cassini er, sem er eða var giftur Gene Tiemay. Þökk fyrir svarið. Gunna. E.S. Hvemig er skriftin? Svar: Oleg Cassini er rússneskur. Skriftin er ágæt. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.